Harold Macmillan (10. febrúar 189429. desember 1986) var breskur stjórnmálamaður fyrir Íhaldsflokkinn og forsætisráðherra Bretlands frá 10. janúar 1957 til 18. október 1963.

Harold Macmillan
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
10. janúar 1957 – 19. október 1963
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriAnthony Eden
EftirmaðurAlec Douglas-Home
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. febrúar 1894
Belgravia, London, Englandi
Látinn29. desember 1986 (92 ára) Chelwood Gate, Austur-Sussex, Englandi
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiDorothy Macmillan (g. 1920; d. 1966)
BörnMaurice, Caroline, Catherine Amery, Sarah Heath
HáskóliBalliol-háskóli, Oxford
StarfStjórnmálamaður

Í forsætisráðherratíð sinni studdi hann blandað hagkerfi þar sem ríkið beitti opinberum fjárfestingum til að skapa hagvöxt. Stjórnartíð hans einkenndist af miklum vexti efnahagslífsins og litlu atvinnuleysi þar sem stjórnin beitti „start-stopp“-aðferðum til að koma í veg fyrir verðbólgu en halda hagkerfinu gangandi um leið sem á endanum leiddi síðan til minnkandi vaxtar. Í utanríkismálum endurreisti Macmillan hin sérstöku tengsl Bretlands og Bandaríkjanna, efldi kjarnorkuáætlun Breta í samstarfi við Bandaríkjamenn, átti þátt í að gera Samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn við Sovétríkin og Bandaríkin. Hann reyndi að sækja um aðgang að Evrópubandalaginu en Frakkar beittu neitunarvaldi gegn því, að hluta vegna óánægju með samstarf Breta og Bandaríkjamanna í kjarnorkumálum.


Fyrirrennari:
Anthony Eden
Forsætisráðherra Bretlands
(1957 – 1963)
Eftirmaður:
Alec Douglas-Home