Þorkell Þorkelsson
Þorkell Þorkelsson (fæddur á Frostastöðum í Skagafirði 6. nóvember 1876, dáinn 7. maí 1961) var íslenskur eðlisfræðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1898 og cand. phil í forspjallsvísindum 1899. Þá lauk hann einnig cand. mag í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1903. Hann gegndi starfi Veðurstofustjóra frá 1920 til 1946.
Þorkell Þorkelsson vann einnig að rannsóknum á jarðhita og gaf út grein þess efnis um hveri í riti Vísindafélags Íslendinga árið 1940.