Ásgrímur Jónsson
íslenskur listmálari (1876-1958)
Ásgrímur Jónsson (fæddur í Suðurkot í Rútsstaðahverfi í Flóa 4. mars 1876 – dáinn 5. apríl 1958) var íslenskur listmálari og fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. Hann nam við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1900–1903 og ferðaðist víða að námi loknu. Hann er frægastur fyrir landslagsmyndir sínar þó svo að á löngum ferli hafi stefnur og áherslur hjá honum breyst.
Ásgrímur dvaldi eftir 1940 oft í Húsafelli á sumrin og eru margar myndir hans tengdar staðnum. Núverandi kirkja í Húsafelli var byggð eftir hugmynd Ásgríms. Hann var jarðsettur í Gaulverjabæjarkirkjugarði