Sjá líka Sjáland (Holland).

Sjáland (danska Sjælland) er stærsta eyja Danmerkur (að undanskildu Grænlandi), með meira en tvær milljónir íbúa sem flestir búa í höfuðborginni, Kaupmannahöfn og nágrannabyggðum. Sjáland er 7.031 km² að stærð.

Kort sem sýnir Sjáland (rautt)

Eyrarsund skilur milli Sjálands og Svíþjóðar austan megin en Eyrarsundsbrúin liggur þar yfir. Vestan megin skilur Stórabelti milli Sjálands og Fjóns, en Stórabeltisbrúin liggur þar yfir. Heiti eyjarinnar merkir ekki 'sjáfarland' eins og ætla mætti. Sjáland er einungis afbökun á Selund, og er helst giskað að það merki selaeyja.

Tilurð Sjálands í GylfaginninguBreyta

Í upphafskafla Gylfaginningar stendur:

En sú kona var ein af ása ætt, hún er nefnd Gefjun. Hún tók fjóra öxn norðan úr Jötunheimum, en það voru synir jötuns og hennar, og setti þá fyrir plóg. En plógurinn gekk svo hart og djúpt að upp leysti landið, og drógu öxnirnir það land út á hafið og vestur og námu staðar í sundi nokkru. Þar setti Gefjun landið og gaf nafn og kallaði Selund [Sjáland]. Og þar sem landið hafði upp gengið var þar eftir vatn. Það er nú Lögurinn kallaður í Svíþjóð, og liggja svo víkur í Leginum sem nes í Selundi.“

— Gylfaginning, 1. kafli.

Bæir á SjálandiBreyta

Sjá einnigBreyta