Abbas 2.
Abbas 2. (20. desember 1633 – 25. september 1666) var keisari (sja) í Safavídaríkinu í Persíu frá 15. maí 1642 til dauðadags. Hann var á barnsaldri þegar hann tók við völdum af föður sínum, Safi, og stjórn ríkisins var því í höndum stórvesírsins Saru Taqi. Saru Taqi barðist gegn spillingu í stjórnkerfinu sem aflaði honum margra óvina og hann var myrtur árið 1645.
Frá fimmtán ára aldri fór Abbas að taka meiri þátt í stjórn landsins, ólíkt föður sínum, og honum tókst að hertaka Kandahar og halda henni gegn árásum Mógúlveldisins.
Fyrirrennari: Safi 1. |
|
Eftirmaður: Súleiman 1. |