Efsta deild karla í knattspyrnu 1920
Árið 1920 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í níunda skipti. Víkingar hlutu sinn fyrsta titil. Þrjú lið tóku þátt; Víkingur, KR og Fram.
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Víkingur | 2 | 2 | 0 | 0 | 9 | 5 | +4 | 4 | |
2 | KR | 2 | 1 | 0 | 1 | 5 | 5 | +0 | 2 | |
3 | Fram | 2 | 0 | 0 | 2 | 3 | 7 | -4 | 0 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Töfluyfirlit
breytaAllir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | |||
Fram | 3-4 | 0-3 | |
Víkingur | 5-2 | ||
KR |
Fróðleikur
breyta- Meðalaldur leikmanna Víkings var aðeins 18,4 ár og er það lægsti meðalaldur nokkurs meistaraliðs á Íslandsmótinu í fótbolta.
- Íslandsmótið í knattspyrnu árið 1920 fór fram dagana 22.–27. júní.
- Fyrir fyrsta leikinn var safnast saman á Austurvelli þar sem hornablásarar léku, og síðan var gengið fylktu liði suður á íþróttavöllinn á Melunum. Veður var óhagstætt í fyrsta leiknum, viðureign Víkings og Fram. „Þrátt fyrir seiðandi tóna hornaflokksins voru ekki margir áhorfendur á vellinum, eins og hefði átt að vera við jafngóðan kappleik, máske einn þann besta sem farið hefur fram á vellinum,“ segir í bók Sigmundar Steinarssonar um 100 ára sögu Íslandsmótsins. Víkingar unnu leikinn 4:3 og skoruðu þeir Helgi Eiríksson 2, Óskar Norðmann og Ágúst Jónsson mörk Víkings
Sigurvegari úrvalsdeildar 1920 |
---|
Víkingur 1. Titill |
Fyrir: Úrvalsdeild 1919 |
Úrvalsdeild | Eftir: Úrvalsdeild 1921 |