Atli Eðvaldsson

Atli Eðvaldsson (fæddur 3. mars, 1957; látinn 2. september, 2019) var íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari.

Atli Eðvaldsson
Upplýsingar
Fullt nafn Atli Eðvaldsson
Fæðingardagur 3. mars 1957(1957-03-03)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Dánardagur    2. september 2019
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1,88 m
Leikstaða Miðjumaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1974-1980
1980-1981
1981-1985
1985-1988
1988-1989
1989-1990
1990-1993
1993
Valur
Borussia Dortmund
Fortuna Düsseldorf
KFC Uerdingen 05
TuRU Düsseldorf
Gençlerbirliği
KR
HK
93 (31)
30 (11)
122 (38)
72 (10)
23 (6)
23 (4)
48 (16)
11 (1)   
Landsliðsferill
1974
1978
1976-1991
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
2 (0)
1 (0)
70 (8)
Þjálfaraferill
1995–1996
1997
1998–1999
1999–2003
2005–2006
2009
2013
2014
2017-2018
ÍBV
Fylkir
KR
Ísland
Þróttur
Valur
Reynir Sandgerði
Afturelding
Kristianstad FC

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Atli hóf ferilinn með Val en spilaði í þýsku Bundesliga meðal annars með Fortuna Düsseldorf og Borussia Dortmund. Atli skoraði eitt sinn 5 mörk fyrir Düsseldorf og var fyrsti útlendingur í efstu deild til að gera slíkt.

Atli gerðist þjálfari eftir ferilinn og þjálfaði ýmis íslensk lið og Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Síðast þjálfaði hann Kristianstad FC í Svíþjóð 2018. Hann spilaði 70 leiki fyrir landsliðið.

Fjölskylda Atla hefur verið viðriðin knattspyrnu: Faðir hans Evald Mikson (íslenskað: Eðvald Hinriksson) spilaði með eistneska landsliðinu sem markmaður, Jóhannes Eðvaldsson bróðir hans spilaði m.a. með Glasgow Celtic. Dóttir hans Sif Atladóttir spilar með Kristianstad í Svíþjóð og landsliðinu í knattspyrnu og sonur hans Emil Atlason í íslenska boltanum.

Atli lést úr krabbameini árið 2019.

HeimildBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.