Wikipedia:Samvinna mánaðarins/Gamalt


Núverandi samvinna mánaðarins er Norðurlönd.

Hér yfirlit fyrir samvinnu mánaðarins. Hugmyndin um samvinnu mánaðarins er að allir áhugasamir leggi hönd á plóg um að bæta fyrir fram ákveðið efni eða grein á Wikipedia.

Samvinna mánaðarins

breyta

Apríl

breyta

Tillögur um samvinnu næsta mánaðar

breyta

Apríl

breyta

1. apríl á morgun og ekkert búið að leggja fram. Sting upp á Norðurlöndunum, saga, landafræði, bara allt sem við kemur þeim. --Jóna Þórunn 31. mars 2006 kl. 21:29 (UTC)[svara]

Mars 2006

breyta

Ég er með tvær tillögur að Samvinnu mánaðarins í mars; tónlist annars vegar og hins vegar viðhald þess sem er komið.

Tónlist er það efni sem hvað flestir geta eitthvað fjallað um. Hér þarf að vinna að þeim lista sem er á menningar-hluta Greina sem ættu að vera til og skrifa um ólíka tónlistarmenn og stefnur. Gerði lista um daginn sem mætti nota, þó hann sé frekar tengdur mér persónulega. Ekki kannski "mikilvægustu" tónlistarmenn í heimi.
Þetta eru bæði góðar tillögur, en mér lýst betur á þessa, því hin er í raun eitthvað sem maður reynir að gera hvort eð er. Tónlistarumfjöllun er hér nær engin, hvort sem um er að ræða um hljóðfæri, tónlistarmenn, tónlistarstefnur eða bara... hvað sem er! Þar að auki held ég að þetta sé mjög skemmtilegt, fólk kemur úr mismunandi áttum og hefur mismunandi tónlistarsmekk, en allir ættu að geta skrifað eitthvað um einhverja tónlist. --Sterio 13. febrúar 2006 kl. 22:10 (UTC)[svara]
Ég styð þessa, ég gæti hugsað mér að skrifa a.m.k. stubba um nokkra tónlistarmenn. --Heiða María 27. febrúar 2006 kl. 01:22 (UTC)[svara]


Viðhald greina og annars efnis er líka nauðsynlegt. Það þarf að uppfæra gamlar greinar og lesa yfir hvort allt sé í lagi. Auk þess þarf að myndskreyta, þó svo að ekki sé mikið um myndefni.

Þetta eru mínar tillögur að næstu samvinnu. --Jóna Þórunn 12. febrúar 2006 kl. 21:06 (UTC)[svara]

Hér þarf að fara að kjósa, þ.e. ef einhver hefur áhuga á því að hafa samvinnu mánaðarins í mars. --Jóna Þórunn 26. febrúar 2006 kl. 12:52 (UTC)[svara]

Jájá, við skulum hafa samvinnu mánaðarins! Þetta gengur alveg, bara ekki alveg eins vel og þyrfti :p --Sterio 26. febrúar 2006 kl. 13:10 (UTC)[svara]

Febrúar 2006

breyta

Janúar 2006

breyta
  • Ég mæli með Stjórnmálamenn og leiðtogar, og jafnvel bara "frægt fólk" almennt. Það væri ágætt að ákveða þetta sem fyrst svo þetta verði ekki svona óákveðið eins og seinasta. --Jóna Þórunn 4. des. 2005 kl. 20:24 (UTC)
    • Já, ég styð þá tillögu auðvitað. Og ég er alveg sammála, það er ekki sniðugt að þetta ákveðist bara 1. dag mánaðarins. Hvernig væri, svona til viðmiðunnar, að hafa kosningu ekki síðar en einni viku fyrir mánaðarmótin? --Sterio 4. des. 2005 kl. 20:40 (UTC)
      • Ég er hlynnt því að kjósa í seinasta lagi 1 viku fyrir mánaðarmót. --Jóna Þórunn 4. des. 2005 kl. 21:28 (UTC)
  • Mér sýnist sem ótal greinar hér séu aðeins ein setning en þó ekki merktar sem stubbar. Ég legg til að notendur merki smám saman slíkar greinar sem stubba. --Geithafur 13. des. 2005
    • Ertu þá að tala um greinar almennt sem lenda í Stubba flokknum? Fólk hefur nefninlega misjafna sýn á því hvað sé stubbur og hvað ekki, þannig að sumir merkja greinar sem stubba sem aðrir myndu ekki merkja. --Jóna Þórunn 13. des. 2005 kl. 16:05 (UTC)
      • Mér sýnist að merkja mætti fleiri greinar en nú er sem stubba og ýta þannig undir að bætt verði við þær. Dæmigerður stubbur (jafnvel aðeins of mikill stubbur) myndi ég segja að væri greinin um nauðgun, sem ég merkti í dag sem stubb. Rökin eru þau að mjög margt fleira væri hægt að segja um nauðgun en þetta. Mér finnst ég hafa rekist á ansi mörg slík dæmi. Þetta er augljóslega smekksatriði en mér sýnist eðlilegt að skoða þetta betur. Ég stórefa að grein sem þessi myndi teljast annað en stubbur á ensku útgáfunni. --Geithafur 13. des. 2005 kl. 16:13 (UTC)
        • Sjá [1] fyrir hliðstæða umræðu. --Akigka 13. des. 2005 kl. 16:16 (UTC)

Kosning

breyta

Það er alveg að koma vika að mánaðarmótum og þó ég hafi verið allt of upptekinn undanfarið til að vera aktívur hér, þá ætla ég hérmeð að hefja kosningu. Setjið Styð eða eitthvað álíka við möguleikann sem þið viljið helst að verði fyrir valinu. Og bætið endinlega við möguleikum, þetta eru eiginlega allt of fáir finnst mér. --Sterio 21. des. 2005 kl. 19:14 (UTC)

  1. Stjórnmálamenn og leiðtogar (og jafnvel annað merkilegt eða frægt fólk)
    1. Styð --Sterio 21. des. 2005 kl. 19:14 (UTC)
    2. Styð --Heiða María 21. des. 2005 kl. 22:25 (UTC)
    3. Styð --Jóna Þórunn 21. des. 2005 kl. 22:28 (UTC)
    4. Styð --Akigka 22. des. 2005 kl. 21:40 (UTC)
  2. Merkja fleiri greinar stubba.

Desember 2005

breyta

Kosning

breyta

Hér eru sum sé eftirfarandi tillögur að samvinnu desembermánaðar:

  1. Það er kominn stubbur um öll íslensk sveitarfélög, en samvinnuverkefnið „íslensk landafræði“ gæti líka tekist á við hina ágætu Desemberuppbót JÞ.
  2. Saga vísindanna er samvinnuverkefni sem mætti skilgreina nánar.
  3. Listi yfir akademískar fræðigreinar - fullþýða listann og skrifa stubb um hverja fræðigrein.
  4. Stjórnmálamenn og leiðtogar gæti líka verið verðugt verkefni.
Eigum við svo að kjósa?
Þetta eru allt mjög sniðugar tillögur. Ég sé sjálfan mig þó ekki leggja mikið til varðandi sögu vísindanna eða akademískar fræðigreinar, við erum líka búin að taka góða skorpu í íslenskri landafræði þannig að það er kannski ágætt að geyma það aðeins. Mér lýst best á stjórnmálamenn og leiðtoga. --Bjarki 1. des. 2005 kl. 00:24 (UTC)
Ég hef heldur ekkert á móti landafræði Íslands og breyti atkvæði mínu hér með þannig að það fáist einhver niðurstaða úr þessari kosningu.--Bjarki 2. des. 2005 kl. 00:38 (UTC)
Ég segi Landafræði Íslands, hef lítinn áhuga á hinu. --Jóna Þórunn 1. des. 2005 kl. 10:47 (UTC)
Stjórnmálamenn og leiðtogar (og annað merkilegt fólk) er skemmtilegast og nytsamlegast að mínu mati. --Sterio 1. des. 2005 kl. 11:50 (UTC)


Sting uppá að lokið verði við íslensk sveitarfélög, eða eitthvað sem varðar íslenska landafræði. --Akigka

Það bráðvantar nákvæm frjáls kort sem við getum notað til að hægt sé að nota þau í þessum greinum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóv. 2005 kl. 17:06 (UTC)
Við gerum þau bara sjálf. Akigka hefur verið að setja inn kort eins og þetta, svo hef ég gert nokkur, sjá þetta t.d. Mér finnst fyrri gerðin betri, bæði fallegri og auðveldara að átta sig á þeim. --Bjarki 1. nóv. 2005 kl. 21:09 (UTC)
Ég átti við kort sem hægt er að nota til að sýna staðsetningu svæða sem eru minni en sýslur, t.d. eins og þetta. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóv. 2005 kl. 21:12 (UTC)
Það er möguleiki að gera eins og hér: Mynd:EnglishChannel.jpg, en það kostar auðvitað vinnu, og svo er viss hætta á ósamræmi í litum/merkingum o.s.frv. Flóknari merkingar eins og hæðarlínur er líklega óraunhæft að ætla sér að gera, en því helsta (örnefnum, vegum o.s.frv) er vel hægt að koma til skila með örlítilli kunnáttu í Inkscape og The Gimp. Best væri samt að hafa einhverja einfalda viðmiðun fyrir liti, letur o.s.frv., eins og t.d. herforingjaráðskortið sem Ævar vísar í.
Það sem mér fyndist hins vegar meira um vert væri að gera einhvers konar snið sem héti {{Landshlutar}}, hliðstætt við {{Heimshlutar}}. Sýslur og sveitarfélög eru að mörgu leyti orðin úreltar viðmiðanir þegar landinu er skipt niður. Ég sé fyrir mér að slíkt snið hefði fimm yfirflokka: einn fyrir hvern fjórðung og þann fimmta fyrir hálendið og þar undir héraðshugtök eins og Suðurnes, Snæfellsnes, Vestfirðir, Fljótsdalshérað o.s.frv. sem ekki þyrftu endilega að vera mutually exclusive en gætu verið nokkurs konar yfirlit yfir landshætti, sveitarfélög, náttúru, jarðfræði og sögu og annað í þeim landshluta. --Akigka
Það er endalaust hægt að skrifa um íslenska landafræði, á svo mörgu að taka. Mér fyndist flott að taka öll núverandi sveitarfélög og sýslur í desember. Láta gömlu, úreldu bíða. Þau eru meira fyrir áhugafólkið ;) Kortin sem Bjarki hefur verið að gera eru góð, þ.e. það þarf ekki meira. Kortin sem Akigka gerir eru jafnvel ennþá flottari, þ.e. sýslu- og sveitafélagaskiptingarnar eru svo góðar. Ég held það sé ekkert mál að skella upp einhverjum stubbum um þetta allt saman. --Jóna Þórunn 1. nóv. 2005 kl. 22:03 (UTC)

Ég er á móti þessu sem samvinnu mánaðarins, ekki af því mér finnst þetta ekki þarft, heldur af því mér finnst landafræði svo óendanlega leiðinleg :) --Heiða María 1. nóv. 2005 kl. 22:11 (UTC)

Desemberuppbótin mín. --Jóna Þórunn 19. nóv. 2005 kl. 22:19 (UTC)

Landafræði Íslands, fullt af óþýddu dóti hér og í undirflokkum t.d. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. des. 2005 kl. 23:19 (UTC)

Vísindi

breyta

Upphaflega ætlaði ég að stinga upp á að gera grein um sögu vísinda því þetta ætti að vera nokkuð sem margir gætu dútlað sér við. Svo er líka mjög góð grein um þetta á ensku Wikipediu, sjá History of science Aftur á móti gæti þetta verið of þröngt, svo kannski er sniðugt að hafa samvinnu mánaðarins um vísindi og að skrifa eitthvað um allar vísinda- og fræðigreinar. --Heiða María 1. nóv. 2005 kl. 21:38 (UTC)

Gæti verið ágætt að þýða þennan lista og nota hann: en:List of academic disciplines. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóv. 2005 kl. 22:13 (UTC)
Ouch! Þarna fórstu alveg með það. Við værum fljótari að ljúka við Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til en þennan lista... En ég er svo sem hrifinn af þessari tillögu líka, finnst bara asnalegt að á íslensku wikipediu er minna um landafræði Íslands en á þeirri sænsku, en hvað segið þið um fræga vísindamenn? --Akigka
Það hljómar líka vel, þótt reyndar finnist mér að vísindi eigi fremur að snúast um vísindin sjálf en fræðimennina að baki þeim. --Heiða María 1. nóv. 2005 kl. 22:25 (UTC)
Er þetta áskorun?;) Ég held ég yrði ágætlega fljótur í gegnum þennan lista ef ég skrifaði svona smágreinar eins og Líffærafræði, Plöntulíffærafræði, Plöntulíffærafræði... —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóv. 2005 kl. 22:28 (UTC)
Eina hnitmiðaða setningu um hvert? Ég er samt ekki sannfærður. Listinn er ógnarlangur. Og frægir vísindamenn er víst heldur ekki góð hugmynd, en ef hægt væri að lista upp t.d. 20 mikilvægustu málefni vísindasögu, eða 20 hefðbundnar vísindagreinar t.d. þá fer verkefnið að líta betur út. Svo vil ég benda á hið bráðskemmtilega verkefni geisluggar (27.000 tegundir - einkenni, útbreiðsla (kort), nytjar o.fl.) sem ég er rétt byrjaður á ;-) --Akigka
Hvað með fræðigreinar sem kenndar eru á Íslandi? Það myndi gera þetta auðveldara. T.d. miða við kennsluskrá Háskóla Íslands. Svo væri e.t.v. hægt að velja 3-4 fræðimenn innan hverrar greinar. --Heiða María 1. nóv. 2005 kl. 22:40 (UTC)
Ég eiginlega verð að hafna þessu með sömu rökum og Heiða María hafnaði íslensku landafræðinni. Vísindi eru svosem áhugaverð, en ég held að það að skrifa fullt af greinum um hinvar ýmsu vísindagreinar geti verið mjög svona... dull... --Sterio 3. nóv. 2005 kl. 13:04 (UTC)

Stjórnmálamenn og aðrir leiðtogar

breyta

Enn ein tillagan: Það getur verið gaman að gera greinar um fólk og við höfum voðalega lítið af greinum um það. Einnig er þetta fólk mjög mikilvægt og auðvelt er að skella saman stubbum um það, sem og oft að búa til lengri greinar. Þær krefjast sjaldnast neinnar þekkingar á einhverju fagi, svo sem sólkerfisgreinarnar krefjast, því hægt er að finna allar upplýsingar um fólkið á mjög auðlesinni ensku (og fleiri málum) á ensku wikipediunni. Löng setning! Á listanum yfir greinar sem ættu að vera til höfum við greinar um þrjá af 48 einstaklingum í þessum flokki, og svo þyrftum við líka að gera um Íslendinga sem þar eru ekki. En semsagt, þetta er mín tillaga.

En allavega þá vil ég hrósa fólki, þetta gengur vel, þetta er þriðja tillagan fyrir þriðja mánuðin sem samvinna mánaðarins mun (vonandi) fara fram! --Sterio 3. nóv. 2005 kl. 13:04 (UTC)

Nóvember 2006

breyta
  • Alþjóðastofnanir. Eitthvað sem greinar ættu að vera til um (Evrópusambandið er það eina sem vel er fjallað um hér), sniðugt í framhaldi af löndunum og ætti ekki að vera of flókið, efnið þröngt og mikið af upplýsingum um það að finna. Það má nota listann á Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til#Alþjóðlegt til hliðsjónar. --Sterio 20. okt. 2005 kl. 13:29 (UTC)
  • Flokkur:Sólkerfið, það vantar mikið upp á greinarnar okkar um sólkerfið, fyrirbæri í því eins og pláneturnar, halastjörnur, loftsteinar o.fl. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. okt. 2005 kl. 09:49 (UTC)
    • Líst vel á að taka sólkerfið, þar sem mér sýnist meira vanta upp á þar. Eina alþjóðastofnunin sem verulega stingur í augu að vantar eru Sameinuðu þjóðirnar, jú og Samband Afríkuríkja/Afríkusambandið. --Akigka
    • Mér lýst líka ágætlega á sólkerfið. Það eru komnir að minnsta kosti stubbar um flestar mikilvægustu alþjóðastofnanirnar, ég er reyndar búinn að liggja nokkuð lengi á drögum að grein um Sameinuðu þjóðirnar, ég set það vonandi inn bara á næstu dögum. Annars eru S.þ. svo víðtækt batterí að þær gætu einar og sér gætu verið samvinna mánaðarins en ég held að þetta samvinnudót sé betur til þess fallið að búa til margar lágmarksgreinar á stóru sviði frekar en að kafa djúpt á afmörkuðu sviði. --Bjarki Sigursveinsson 27. okt. 2005 kl. 13:53 (UTC)
    • Ayeaye captn'! --Friðrik Bragi Dýrfjörð 28. okt. 2005 kl. 12:15 (UTC)
      • Getur einhver stjörnufróður tekið að sér að lista þær greinar upp hér, eða eigum við að láta sólkerfissniðið nægja? --Akigka 30. okt. 2005 kl. 01:17 (UTC)
        • Ég held að stjörnufræðilistinn í Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til sé góður til viðmiðunar, en kannski láta sólkerfissniðið hafa forgang... Annars líst mér bara vel á þetta sem samvinnuverkefni... --Sterio 30. okt. 2005 kl. 10:58 (UTC)

Ég setti algjöra frumstigsþýðingu af listanum á ensku wp yfir hluti í sólkerfinu hingað: Notandi:Sterio/Listi yfir fyrirbæri í sólkerfinu. Endinlega hjálpið mér að þýða þetta þið sem hafið meira vit á þessu en ég! --Sterio 24. nóv. 2005 kl. 16:02 (UTC)

Uppfærsla: Hann hefur verið færður á Listi yfir fyrirbæri í sólkerfinu það eina sem ekki er komið á íslensku er "-crosser asteroid" og "trans-neptunian". --Sterio 25. nóv. 2005 kl. 20:27 (UTC)

Október 2005

breyta
  • Klára að gera greinar um öll lönd/ríki heims. Verkefnið er komið vel á leið og greinarnar þurfa ekki að innihalda nema 5 línur og upplýsingaboxið til hliðar með tilheyrandi upplýsingum.
Sammála þessu, og held að ég bara geri það að samvinnuverkefni mánaðarins í Október, það er það hvort eð er svona óopinberlega. Ég vona að fólk sé ekki ósammála. Ef svo, afsakiði og takið það bara til baka, held bara að það séu ekki að fara að myndast umræður hér uppúr þessu. Eftir þetta væri sniðugt að hafa kosningar um eitt svona í hverjum mánuði.--Sterio 20. okt. 2005 kl. 13:29 (UTC)

Listi yfir lönd sem ekki eru búin, unninn uppúr listanum yfir lönd. Þetta eru 20 lönd, öll mjög lítil. Ef allir gera eitthvað smá, kannski 2 eða 3 ætti þetta að geta klárast fyrir mánaðarlok!


Wikipedia samfélagið
 
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá