Kalmarsambandið var konungssamband á milli Norðurlandanna Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, sem sameinaði þessi lönd undir einn konung 1397 - 1523. Þetta þýddi þó ekki að löndin yrðu eitt ríki og ríkisráð og stéttaþing landanna störfuðu áfram sjálfstætt. Sambandið styrkti stöðu aðalsins í löndunum gagnvart vaxandi áhrifum Hansakaupmanna. Hagsmunaárekstrar urðu að lokum til þess að sambandið leystist upp með því að Svíar losuðu sig endanlega undan Danakonungum í kjölfar Stokkhólmsvíganna 1520 og gerðu Gústaf Vasa að konungi. Eftir stóð þá Danmörk-Noregur í konungssambandi sem stóð til 1814 og Ísland og Færeyjar urðu hlutar þess ríkis, en höfðu verið í konungssambandi við Noreg áður.

Fáni Kalmarsambandsins
Kista Margrétar I í dómkirkjunni í Hróarskeldu

Kalmarsambandið var myndað af Margréti miklu, dóttur Valdimars Atterdags í sænsku borginni Kalmar, eftir sigur sameinaðs hers Dana og Svía á her sænska konungsins, Alberts af Mecklenburg.

Tenglar

breyta
   Þessi sögugrein sem tengist Svíþjóð og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.