Niue

(Endurbeint frá Níve)

Niue er eyríki í Suður-Kyrrahafi um 2.400 km norðaustur af Nýja-Sjálandi innan þríhyrningsins sem dreginn er milli Tonga, Samóa og Cookseyja í Pólýnesíu. Það hefur heimastjórn en er þó í sambandi við Nýja Sjáland hvað varðar ýmis utanríkismál og þjóðhöfðingja.

Niue
Fáni Niue Skjaldarmerki Niue
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Ko e Iki he Lagi
Staðsetning Niue
Höfuðborg Alofi
Opinbert tungumál niueska, enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning
Landstjóri
Forsætisráðherra
Elísabet 2.
Jerry Mateparae
Dalton Tagelagi
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
212. sæti
269 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2009)
 - Þéttleiki byggðar
221. sæti
1.398
5,35/km²
VLF (KMJ) áætl. 2003
 - Samtals 0,01 millj. dala (*. sæti)
 - Á mann 5.800 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill niue-dalur
nýsjálenskur dalur (NZD)
Tímabelti UTC-11
Þjóðarlén .nu
Landsnúmer 683

Pólýnesar settust að á Niue um 900 e.Kr. og fleiri landnemar komu frá Tonga á 16. öld. Allt til upphafs 18. aldar virðist ekki hafa verið um neina ríkisstjórn eða þjóðhöfðingja að ræða á Niue en eftir 1700 tóku íbúarnir sér konunga að dæmi Tonga eða Samóa. Fyrsti Evrópubúinn sem kom auga á eyjuna var James Cook árið 1774. Hann nefndi eyjuna Villimannaeyju (Savage Island) þar sem eyjarskeggjar vörnuðu honum landgöngu og höfðu, að því er honum sýndist, blóð á tönnunum, sem var í raun rauður banani. Næsta heimsókn Evrópumanna var frá Trúboðsfélagi Lundúna árið 1846. Íbúar snerust smám saman til kristni á síðari hluta 19. aldar. Árið 1887 bauð konungurinn, Fata-a-iki, Bretlandi yfirráð á eyjunni til að tryggja vernd gegn öðrum nýlenduveldum, en Bretar þáðu ekki boðið fyrr en árið 1900. Árið 1901 var eyjan sameinuð Nýja Sjálandi. Íbúar fengu heimastjórn í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1974.

Niue er upplyft kóralrif um 269 km² að stærð en auk þess eru þrjú hringrif innan lögsögu ríkisins. Íbúar eru aðeins um 1.400 talsins en yfir 90% eyjarskeggja búa á Nýja Sjálandi. Um 70% þeirra tala niuesku sem er pólýnesískt mál, skylt tongversku. Flestir íbúar eyjarinnar starfa hjá ríkinu. Niue er ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum en á aðild að sumum undirstofnunum þeirra.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.