Tónlist

listgrein þ.s. notast er við hljóð

Tónlist er listgrein þar sem tjáningarmiðillinn er hljóð og þögn. Helstu þættir tónlistar eru tónhæð (sem stjórnar lagi og samhljómi), taktur, hljóðstyrkur, og hljóðbylgjueiginleikar tóna og áferð tónlistarinnar.

Eins manns hljómsveit.

Mismunandi skilgreiningar tónlistar

breyta

Tónlist sem hljóð: Algengasta skilgreining tónlistar, sem runa hljóða og þagna sem raðað er upp á listrænan máta, hefur verið notuð síðan seint á 19. öld þegar fyrst var farið að rannsaka tengslin milli hljóða og skynjana.

Tónlist sem upplifun: Önnur algeng skilgreining tónlistar heldur því fram að tónlist verði að vera falleg eða melódísk. Þessi skilgreining hefur verið notuð til þess að halda því fram að sumar tegundir raðaðra hljóðruna séu ekki tónlist, en að aðrar séu það. Vegna þess hversu misjafn smekkur fólks á tónlist er milli menningarsvæða og tímabilia er þessi skoðun neydd til þess að taka upp ögn breiðari sjónarmið, þar sem að sagt er að tónlist þróist með tíma og þjóðfélagi. Þessi skilgreining var öllum öðrum algengari á 18. öld, en á því tímabili hélt Mozart því meðal annars fram að „Tónlist má aldrei gleyma sér, og má aldrei hætta að vera tónlist.

Tónlist sem flokkur skynjunar: Sjaldgæfari þykir hin skynjunarlega skilgreining tónlistar, þar sem því er haldið fram að tónlist sé ekki eingöngu hljóð, eða skynjun hljóða, heldur aðferð sem að skynjanir, aðgerðir og minningar raðast eftir. Þessi skilgreining hefur haft töluverð áhrif á sálarfræði, sem leitast við að finna þau svæði heilans sem að sjá um að vinna úr og muna mismunandi þætti tónlistarupplifunar. Þessi skilgreining myndi fela í sér dans.

Tónlist sem félagslegt fyrirbæri: Póstmódernískar kenningar halda því fram að tónlist, eins og aðrar listgreinar, sé skilgreint fyrst og fremst út frá félagslegu samhengi. Samkvæmt þessu telst til tónlistar hvað það sem fólk vill telja til tónlistar - hvort sem það er stundarþögn, skilgreind hljóð eða mikilfengleg hljóðræn framsetning. Frægt þykir tónverk samið af John Cage, 4' 33" í þessu samhengi - en sú tónsmíð samanstóð af 4 mínútum og 33 sekúndum af þögn.

Vegna þess hversu misjafnar þessar skilgreiningar eru falla til mjög mörg form af tónlist. Rannsóknir á titringi og hljómburði, sálfræðilegar rannsóknir á tónlist, rannsóknir á tónfræði, sögu tónlistar, meðtöku tónlistar, tónlistarstefnur eftir þjóðfélögum og svo framvegis.

Tónfræði

breyta

Tónlistarmenn

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta