1410
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1410 (MCDX í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- Hópur Íslendinga sem verið höfðu strandaglópar á Grænlandi frá 1406 komust loks þaðan er skip kom frá Noregi. Fólkið komst þó ekki heim til Íslands fyrr en 1413. Með brottför þess frá Grænlandi rofnuðu öll tengsl við byggð norrænna manna þar.
- Brúðkaup Guðrúnar Styrsdóttur og Gísla Andréssonar í Mörk. Guðrún var þá talin ekkja eftir Snorra Torfason, sem ekkert hafði spurst til frá 1406, en árið 1413 kom hann til landsins og hafði verið tepptur í Grænlandi og síðan Noregi vegna siglingaleysis.
Fædd
Dáin
- Ólafur Pétursson, hirðstjóri.
Erlendis
breyta- Jan Hus var bannfærður af erkibiskupnum í Prag.
- 15. júlí - Pólverjar og Litháar unnu sigur á herliði Þýsku riddaranna í orrustunni við Tannenberg.
- Jóhannes XXIII (Baldassarre Cossa) kjörinn páfi á kirkjuþinginu í Pisa. Voru þá þrír páfar samtímis, Gregoríus XII í Róm og mótpáfarnir Benedikt XIII í Avignon og Jóhannes í Písa.
Fædd
- (líklega) Johannes Ockeghem, flæmskt tónskáld (d. 1497).
Dáin
- 3. maí - Alexander V mótpáfi (f. um 1339).
- 31. maí - Marteinn 1. Aragóníukonungur (f. 1356).
- - Beatrís af Portúgal, síðar drottning Portúgals og Kastilíu (f. 1372).