Málaliði eða leiguhermaður er einstaklingur og þá sérstaklega hermaður sem tekur þátt í bardögum vegna persónulegrar umbunar en stendur annars utan við hernaðarátök og gegnir ekki herþjónustu í einhverju ríki. Málaliðar berjast fyrir fé eða einhvers konar borgun en ekki vegna stjórnmálalegra hagsmuna.

Málaliðar sem eru teknir til fanga á vígvelli teljast ekki stríðsfangar og njóta ekki verndar Genfarsáttmálans.

Heimild

breyta

„Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?“. Vísindavefurinn.