1636
ár
(Endurbeint frá MDCXXXVI)
Árið 1636 (MDCXXXVI í rómverskum tölum) var 36. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- 1. janúar - Antonio van Diemen varð forstjóri Hollenska Austur-Indíafélagsins.
- 20. febrúar - Sænski pósturinn, Svenska Postverket, var stofnaður.
- 24. febrúar - Kristján 4. gaf skipun um að betlarar skyldu sendir í skipasmíðastöðina Brimarhólm til að vinna.
- 26. mars - Utrecht-háskóli var stofnaður í Hollandi.
- 6. maí - Soldáninn í Bijapur gekkst Mógúlkeisaranum Shah Jahan á hönd.
- 8. maí - Eldgos í Heklu.
- 26. maí - Soldáninn í Golkonda gekkst Mógúlkeisaranum Shah Jahan á hönd.
- 22. júní - Herstjóraveldið í Japan bannaði allar ferðir Japana til og frá landinu. Bannið gilti til ársins 1853.
- 12. júlí - 35 Íslendingar voru keyptir lausir úr Barbaríinu.
- 15. ágúst - Spænskar hersveitir settust um Corbie í Frakklandi.
- 15. ágúst - Stofnsáttmáli bæjarins Dedham í Massachusetts var undirritaður.
- 27. ágúst - Alvaro 6. varð konungur Kongó.
- 8. september - Elsti háskóli Bandaríkjanna, New College, síðar þekktur sem Harvard-háskóli, var stofnaður.
- 13. desember - Massachusettsflóanýlendan kom á fót vopnuðu liði til að verja nýlenduna gegn árásum pekvotindíána. Floti Bandaríkjahers rekur uppruna sinn til þessa atburðar.
- Desember - Mansjúmenn gerðu innrás í Kóreu.
Ódagsettir atburðir
breyta- Harmleikurinn Le Cid eftir Pierre Corneille var frumsýndur.
- Síðara Jinveldið í Kína var nefnt Tjingveldið þegar Mansjúmenn lögðu héraðið Liaoning undir sig og gerðu Shenyang að höfuðborg.
- Frakkland lýsti keisaranum stríði á hendur og gerði nýjan styrktarsamning við Svíþjóð í heimsókn Axel Oxenstierna þangað.
- Fasilídes Eþíópíukeisari stofnaði borgina Gondar.
- Roger Williams stofnaði nýlenduna Rhode Island í Nýja heiminum.
- Fyrsta samkomuhús gyðinga í Nýja heiminum, Kahal Zur Israel, var stofnað af Hollendingum í Recife.
- Oxford University Press var stofnuð þegar Oxford-háskóli fékk leyfi til að stofna prentsmiðju.
- Arkitektinn Nicodemus Tessin eldri settist að í Svíþjóð.
Fædd
breyta- 12. janúar - Jean-Baptiste Monnoyer, franskur málari (d. 1699).
- 20. janúar - Maximilian 1. fursti af Hohenzollern-Sigmaringen (d. 1689).
- 6. febrúar - Heiman Dullaart, hollenskur málari (d. 1684).
- 12. febrúar - Hermann Witsius, hollenskur guðfræðingur (d. 1708).
- 16. febrúar - Shubael Dummer, amerískur predikari (d. 1692).
- 8. mars - Robert Kerr 1. markgreifi af Lothian (d. 1703).
- 13. mars - Ulrik Huber, hollenskur heimspekingur (d. 1694).
- 25. mars - Henric Piccardt hollenskur lögfræðingur (d. 1712).
- 7. apríl - Gregório de Matos brasilískt skáld (d. 1696).
- 10. apríl - Balthasar Kindermann þýskt skáld (d. 1706).
- 13. apríl - Hendrik van Rheede hollenskur grasafræðingur (d. 1691).
- 29. apríl - Esaias Reusner þýskt tónskáld (d. 1679).
- 27. maí - Þormóður Torfason sagnaritari (d. 1719).
- 29. júní - Thomas Hyde, enskur austurlandafræðingur (d. 1703).
- 29. september - Thomas Tenison, erkibiskup af Kantaraborg (d. 1715).
- 23. október - Heiðveig Elenóra Svíadrottning (d. 1715).
- 31. október - Ferdinand María kjörfursti af Bæjaralandi (d. 1679).
- 1. desember - Elizabeth Capell hertogaynja af Essex (d. 1718).
- 26. desember - Justine Siegemund þýsk ljósmóðir (d. 1705).
Dáin
breyta- 11. janúar - Dodo zu Innhausen und Knyphausen, frísneskur herforingi í sænska hernum (f. 1583).
- 22. febrúar - Sanctorius, ítalskur læknir (f. 1561).
- 22. júlí - Magnús Ólafsson prestur og skáld í Laufási (f. um 1573).
- 25. ágúst - Bhai Gurdas, upprunalegur skrifari Guru Granth Sahib (f. 1551).
- 17. september - Stefano Maderno, ítalskur myndhöggvari (f. 1576).
- 19. október - Marcin Kazanowski, pólskur herforingi (f. 1563/1566).
- 10. desember - Randal MacDonnell, írskur jarl.
- Jón Steingrímsson, böðull á Bessastöðum suður, tekinn af lífi í Kópavogi fyrir blóðskömm.
- Ónafngreind stjúpdóttir Jóns einnig tekin af lífi í Kópavogi, fyrir sömu sök.[1]
- Systkinin Rustikus og Alleif frá Miðnesi suður voru tekin af lífi í Gullbringusýslu fyrir blóðskömm.
- Ónafngreindri konu, sem titluð er bústýra í annálum, drekkt í Haukadal vestur, fyrir dulsmál.
- Fjórir ónafngreindir karlmenn hengdir fyrir þjófnað á Suðurlandi.[2]
- Ein ónafngreind kona var og hengd fyrir þjófnað á Laugarbrekkuþingi[3][4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.
- ↑ Um þá má lesa í Skarðsannál.
- ↑ Einnig getið í Skarðsannál, meðal annarra.
- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.