Póstþjónusta

(Endurbeint frá Póstur)

Póstþjónusta felur í sér sendingu á bréfum og bögglum gegn greiðslu bæði innanlands og utan. Alþjóðapóstsambandið heldur utan um þær reglur og reglugerðir sem koma að póstþjónustu á alþjóðavísu.

Íslenskur póstkassi.

Mismunandi gerðir póstsendinga

breyta

Almennur bréfapóstur

breyta

Almennur bréfapóstur er þannig gerður hann er undir 2 kg. Á Íslandi er miðað við að slíkar sendingar komist inn um bréfalúgur. Oftast bera bréfberar út almennan bréfapóst og stinga honum yfirleitt inn um bréfalúgur eða setja í þar til gerða póstkassa á áfangastað þar sem pósturinn bíður viðtakanda. Einnig er hægt að leigja pósthólf á pósthúsum þar sem bréfasendingar eru geymdar þar til viðtakandi sækir þær. Þjónusta í almennum bréfapósti undir ákveðinni stærð og þyngd er oft ríkisrekin.

Ábyrgðarpóstur

breyta

Ábyrgðarpóstur er rétt eins og almennur bréfapóstur undir 2 kílógrömmum og er aðeins afhentur gegn undirskrift. Hver sending er skráð með sérstöku raðnúmeri og þannig er ábyrgðarpóstur rekjanlegur.

Pakkar

breyta

Pakkar eru skilgreindir sem sendingar yfir 2 kg og fá rétt eins og ábyrgðarpóstur sérstakt raðnúmer sem gerir þá rekjanlega. Þeir eru afhentir viðtakanda á áfangastað eða sóttir á viðkomandi pósthús.

Aukaþjónusta

breyta

Flugpóstur og sjópóstur

breyta

Flugpóstur (par avion) er fluttur með flugi á milli landa á meðan sjópóstur (par bateau) er fluttur með skipi sömu leið. Burðargjald er hærra með flugpósti en aftur á móti eru sendingar fljótari á leiðinni en með sjópósti.

Móttökukvittun

breyta

Móttökukvittun er hægt að láta fylgja með skráðum sendingum (ábyrgðarpósti og pökkum) en hún er skrifleg staðfesting á að viðtakandi hafi fengið sendinguna. Sendandi fyllir út upplýsingar um heimilisfang sitt og fleira og viðtakandi skrifar undir viðeigandi reit við móttöku. Kvittunin er svo send aftur til viðtakanda.

Brothætt (cotis fragile)

breyta

Brothættar pakkasendingar eru sérstaklega merktar með mynd af vínglasi og fá sérstaka meðferð til að koma í veg fyrir að innihaldið brotni.

Póstkrafa (remboursment)

breyta

Innanlands og á milli sumra landa er hægt að bjóða upp á póstkröfusendingar. Þegar viðtakandi tekur við sendingunni greiðir hann fyrir hana og póstþjónustan leggur upphæðina inn á bankareikning sendanda innan þriggja daga.

Greiðsla

breyta

Hægt er að staðgreiða eða skuldfæra sendingarkostað þegar sendingar eru póstlagðar en algengt er að nota frímerki sem límd eru á póstsendingar til að greiða fyrir póstþjónustu. Þau er bæði hægt að kaupa fyrirfram og um leið og sending er póstlögð. Viðkomandi póstþjónusta stimplar svo frímerkin til að ógilda þau. Mörg fyrirtæki og stofnanir sem senda mikið magn af pósti í einu nota einnig þar til gerðar frímerkingavélar til að vigta og stimpla sínar póstsendingar og telst þá burðargjaldið vera greitt.

Önnur þjónusta

breyta

Í mörgum ríkjum t.d. Lúxemborg er sinnir sama stofnunin póst- og símaþjónustu. Auk þess bjóða sumar póstþjónustur upp á bankaþjónustu.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  • Svar við „Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?“ á Vísindavefnum. Sótt 20. janúar 2007.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Mail“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. janúar 2007.
  • postal system." Encyclopædia Britannica. 2007. Encyclopædia Britannica Online. 20 Jan. 2007 <http://search.eb.com/eb/article-15444>.
  • Viðskiptaskilmálar. Íslandspóstur. 2006.