1610
ár
(Endurbeint frá MDCX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1610 (MDCX í rómverskum tölum) var ár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða mánudegi samkvæmt júlíanska tímatalinu.
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 7. janúar - Galileo Galilei uppgötvaði tungl Júpíters; Íó, Evrópu og Kallistó.
- 13. janúar - Galileo Galilei uppgötvaði Ganýmedes.
Febrúar
breyta- 8. febrúar - Kaþólska bandalagið í Þýskalandi ákvað að koma upp her undir stjórn Maximilíans af Bæjaralandi.
- 11. febrúar - Hinrik 4. Frakkakonungur hét Mótmælendabandalaginu stuðningi sínum á fundi í Schwäbisch Hall.
Mars
breyta- 12. mars - Sænskur her undir stjórn Jacob de la Gardie lagði Moskvu undir sig.
- 13. mars - Galileo Galilei gaf út niðurstöður fyrstu athugana sinna með sjónauka í ritinu Sidereus Nuncius.
Apríl
breyta- 24. apríl - Hollenska Austur-Indíafélagið fékk verslunarleyfi í Pulicat á Indlandi.
Maí
breyta- 14. maí - Hinrik 4. Frakkakonungur var myrtur í París af kaþólska öfgamanninum Jean-François Ravaillac.
Júní
breyta- 6. júní - Frans frá Sales og Jóhanna frá Chantal stofnuðu Þingmaríuregluna í Annecy.
- 7. júní - Eftirlifandi landnemar í Jamestown ákváðu að yfirgefa nýlenduna og snúa aftur til Englands.
- 10. júní - Fyrstu hollensku landnemarnir settust að á Manhattaneyju.
- 10. júní - Floti Thomas West kom með nýja landnema til Jamestown. Við það urðu bæjarbúar 300 talsins.
Júlí
breyta- 4. júlí - Sænsk-rússneskur her beið ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Klusjino.
- 5. júlí - John Guy hélt af stað ásamt hópi enskra landnema til Nýfundnalands þar sem þeir ætluðu að stofna nýlendu.
Ágúst
breyta- 3. ágúst - Henry Hudson kom í fyrsta sinn í Hudson-flóa sem hann taldi vera Kyrrahafið.
- 9. ágúst - Landnemar frá Jamestown réðust á bæ Paspahegh-indíána, myrtu tugi þeirra, rændu konu Powhatans höfðingja og börnum hennar og myrtu þau öll skömmu síðar. Þar með hófst Stríð Englendinga og Powhatana.
- Ágúst - Ingermanlenska stríðið hófst milli Svíþjóðar og Rússlands.
September
breyta- 2. september - Prússland tók upp gregoríska tímatalið.
- 8. september - Gabríel Báthory sigraði Radu 10. Șerban, fursta af Vallakíu, og hrakti hann í útlegð.
- 19. september - Friðrik varð kjörfursti í Pfalz við lát föður śins.
- 21. september - Pólskur her lagði Moskvu undir sig og hélt borginni næstu tvö árin.
Október
breyta- Október - Svíþjóð og Rússland gerðu með sér vopnahlé.
- 17. október - Loðvík 13. var krýndur konungur Frakklands.
Nóvember
breyta- 16. nóvember - Karl 9. undirritaði vopnahléssamning við Rússa í Ivangorod.
Desember
breyta- 1.-23. desember - Stéttaþing var haldið í Örebro þar sem sextán ára gamall ríkisarfinn, Gústaf Adolf, las upp ræðu konungs í stað föður síns sem var veikur.
- 19. desember - Pieter Both kom til Batam þar sem hann reisti höfuðstöðvar fyrir hollensk yfirráð í Indónesíu.
- 29. desember - Elísabet Báthory, hertogaynja í Transylvaníu, var handtekin, ákærð fyrir að hafa pyntað og myrt þjónustufólk sitt.
Ódagsettir atburðir
breyta- Franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Claude Fabri de Peiresc uppgötvaði Óríon-stjörnuþokuna.
- Franski ævintýramaðurinn Étienne Brûlé uppgötvaði Huron-vatn.
Fædd
breyta- 13. janúar - María Anna af Austurríki, erkihertogaynja og landstjóri í Bæjaralandi (d. 1665).
- 13. febrúar - Jean de Labadie, franskur dulspekingur (d. 1674).
- 1. mars - John Pell, enskur stærðfræðingur (d. 1685).
- 4. mars - William Dobson, enskur listmálari (d. 1646).
- 22. apríl - Alexander 8. páfi (d. 1691).
- 14. júlí - Ferdinand 2. de'Medici, stórhertogi yfir Toskana (d. 1670).
- 30. júlí - Lorens von der Linde, sænskur hermarskálkur (d. 1670).
- 10. desember - Adriaen van Ostade, hollenskur listmálari (d. 1685).
- 12. desember - Heilagur Basil frá Ostrog, serbneskur dýrlingur (d. 1671).
- 18. desember - Charles du Fresne, franskur textafræðingur (d. 1688).
Dáin
breyta- 20. mars - Anna María Vasa, dóttir Gústafs Vasa (f. 1545).
- 11. maí - Matteo Ricci, ítalskur trúboði (f. 1552).
- 14. maí - Hinrik 4. Frakkakonungur myrtur af trúarofstækismanninum François Ravaillac (f. 1553).
- 14. júlí - Francisco Solano, spænskur trúboði (f. 1549).
- 18. júlí - Michelangelo Merisi da Caravaggio, ítalskur listmálari (f. 1571).
- 11. desember - Falski Dímitríj 2.
- 21. desember - Katrín Gústafsdóttir Vasa, dóttir Gústafs Vasa (f. 1539).
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1610.