Kjörnir alþingismenn 2024
Í Alþingiskosningunum 2024 náðu eftirfarandi þingmenn kjöri.
Mikil endurnýjun var á þingi í kosningunum en ríkisstjórnarflokkarnir misstu umtalsvert fylgi í kosningunum. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn bættu við sig umtalsverðu fylgi en Vinstri Græn og Píratar þurrkuðust út af þingi í fyrsta skipti í sögu flokkanna.[1] Mikil endurnýjun varð á Alþingi og meðal nýrra þingmanna eru Alma Möller, Víðir Reynisson, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Snorri Másson og Grímur Grímsson. Nokkrir þingmenn snúa aftur á alþingi en það eru Karl Gauti Hjaltason, Sigríður Á. Andersen, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Pawel Bartoszek og Sigurjón Þórðarson. Þá hafa nokkrir nýkjörnir þingmenn áður setið á þingi sem varaþingmenn en ekki sem kjörnir Alþingismenn.
Tveir fyrrverandi borgarstjórar Reykjavíkur náðu kjöri á þing þeir Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þá náðu Eiríkur Björn Björgvinsson fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar og Rósa Guðbjartsdóttir fráfarandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar bæði kjöri í Suðvesturkjördæmi. [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ RÚV, Fréttastofa (1. desember 2024). „Lokatölur fleyttu Sigurði Inga inn á þing - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ Hverjir eru nýju þingmennirnir Rúv, sótt 1. desember, 2024