Vilhjálmur Árnason (heimspekingur)

(Endurbeint frá Vilhjálmur Árnason)

Vilhjálmur Árnason (fæddur 6. janúar 1953 í Neskaupstað á Íslandi) er íslenskur heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Vilhjálmur Árnason
Fædd/ur: 6. janúar 1953 (1953-01-06) (70 ára)
Skóli/hefð: Samræðusiðfræði
Helstu ritverk: Siðfræði lífs og dauða; Broddflugur
Helstu viðfangsefni: siðfræði, siðspeki, stjórnspeki
Markverðar hugmyndir: mannhelgi, samræðusiðfræði, greinarmunur á leikreglum og lífsgildum, sjálfræði
Áhrifavaldar: Immanuel Kant, Jürgen Habermas, Jean-Paul Sartre, John Rawls

Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1973, B.A.-gráðu í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1978 og hlaut kennsluréttindi árið 1979. Að loknu námi við Háskóla Íslands hélt Vilhjálmur utan í nám. Hann hlaut M.A.-gráðu í heimspeki frá Purdue háskóla í Indiana fylki í Bandaríkjunum árið 1980 og Ph.D.-gráðu frá sama skóla árið 1982. Hann var Alexander von Humboldt styrkþegi í Berlín árið 1993.

Veturinn 1976-1977 kenndi Vilhjálmur íslensku við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað. Hann var stundakennari í heimspeki við Menntaskólann við Sund veturinn 1977-1978 og var auk þess leiðbeinandi í heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands. Á árunum 1983-1988 var Vilhjálmur stundakennari í heimspeki við Heimspekideild, Guðfræðideild og Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann varð lektor í heimspeki við sama skóla árið 1989, dósent árið 1990 og prófessor árið 1996. Vilhjálmur er Visiting fellow við Clare Hall í Cambridge University á Englandi á vormisseri 2006.

Vilhjálmur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var formaður Siðaráðs Landlæknis árin 1998-2000 og hefur verið formaður stjórnar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 1997. Vilhjálmur var varaformaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands árin 1995-1997. Hann er fulltrúi hugvísindasviðs í háskólaráði Háskóla Íslands.

Vilhjálmur var ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags frá 1997-2003 (ásamt Ólafi Páli Jónssyni frá 2002) og ritstjóri Skírnis árin 1987-1994 (ásamt Ástráði Eysteinssyni frá 1989).

Vilhjálmur fæst einkum við siðfræði, bæði fræðilega og hagnýtta siðfræði. Hann hefur birt fræðilegar greinar um þau efni víða, bæði á íslensku og erlendum málum. Bók hans Siðfræði lífs og dauða var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Forseta Íslands árið 1993. Hún var gefin út aukin og endurbætt 2003 og kom út í þýskri þýðingu 2005 hjá LIT–Verlag undir heitinu Dialog und Menschenwürde. Ethik im Gesundheitswesen.

Helstu ritverk Breyta

Tengill Breyta


Fyrirrennari:
Kristján Karlsson og Sigurður Líndal
Ritstjóri Skírnis
(19871994)
Eftirmaður:
Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson