Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998 var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í Frakklandi 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið árið 1938. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum.
Heimamenn Frakka urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á Brasilíu í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli.
Val á gestgjöfumBreyta
HM 1998 var úthlutað á fundi FIFA árið 1992. Svisslendingar hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og Marokkó. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið.
ÞátttökuliðBreyta
24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita.
KeppninBreyta
RiðlakeppninBreyta
Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.
Riðill 1Breyta
Heimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Brasilía | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 | 3 | +3 | 6 | |
2 | Noregur | 3 | 1 | 2 | 0 | 5 | 4 | +1 | 5 | |
3 | Marokkó | 3 | 1 | 1 | 1 | 5 | 5 | 0 | 4 | |
4 | Skotland | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 6 | -4 | 1 |
10. júní - Stade de France, Saint-Denis
10. júní - Stade de la Mosson, Montpellier
16. júní - Parc Lescure, Bordeaux
16. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes
23. júní - Stade Vélodrome, Marseille
23. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne
Riðill 2Breyta
Austurríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Ítalía | 3 | 2 | 1 | 0 | 7 | 3 | +4 | 7 | |
2 | Síle | 3 | 0 | 3 | 0 | 4 | 4 | 0 | 3 | |
3 | Austurríki | 3 | 0 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 2 | |
4 | Kamerún | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 | 5 | -3 | 2 |
11. júní - Parc Lescure, Bordeaux
11. júní - Stade de Toulouse, Toulouse
17. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne
17. júní - Stade de la Mosson, Montpellier
23. júní - Stade de France, Saint-Denis
23. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes
Riðill 3Breyta
Heimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 9 | 1 | +8 | 9 | |
2 | Danmörk | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 | 3 | 0 | 4 | |
3 | Suður-Afríka | 3 | 0 | 2 | 1 | 3 | 6 | -3 | 2 | |
4 | Sádi-Arabía | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 7 | -5 | 1 |
12. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens
12. júní - Stade Vélodrome, Marseille
18. júní - Stade de Toulouse, Toulouse
18. júní - Stade de France, Saint-Denis
24. júní - Stade de Gerland, Lyon
24. júní - Parc Lescure, Bordeaux
Riðill 4Breyta
Spánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Nígería | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 5 | 0 | 6 | |
2 | Paragvæ | 3 | 1 | 2 | 0 | 4 | 1 | +2 | 5 | |
3 | Spánn | 3 | 1 | 1 | 1 | 8 | 4 | +4 | 4 | |
4 | Búlgaría | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 7 | -6 | 1 |
12. júní - Stade de la Mosson, Montpellier
13. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes
19. júní - Parc des Princes, Paris
19. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne
24. júní - Stade de Toulouse, Toulouse
24. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens
Riðill 5Breyta
Belgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Holland | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 | 2 | +5 | 5 | |
2 | Mexíkó | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 | 6 | +2 | 5 | |
3 | Belgía | 3 | 0 | 3 | 0 | 3 | 3 | 0 | 3 | |
4 | Suður-Kórea | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 9 | -7 | 1 |
13. júní - Stade de Gerland, Lyon
13. júní - Stade de France, Saint-Denis
20. júní - Parc Lescure, Bordeaux
20. júní - Stade Vélodrome, Marseille
25. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne
26. júní - Parc des Princes, Paris
Riðill 6Breyta
Júgóslavar misstu niður tveggja marka forystu og gerðu jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þýskaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 6 | 2 | +4 | 7 | |
2 | Júgóslavía | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 7 | |
3 | Íran | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 4 | -2 | 3 | |
4 | Bandaríkin | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 7 | -6 | 0 |
14. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne
15. júní - Parc des Princes, Paris
21. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens
21. júní - Stade de Gerland, Lyon
25. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes
25. júní - Stade de la Mosson, Montpellier
Riðill 7Breyta
Búist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Rúmenía | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 7 | |
2 | England | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 2 | +3 | 6 | |
3 | Jamaíka | 3 | 1 | 0 | 2 | 1 | 3 | -2 | 3 | |
4 | Túnis | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 4 | -3 | 1 |
15. júní - Stade Vélodrome, Marseille
15. júní - Stade de Gerland, Lyon
22. júní - Stade de la Mosson, Montpellier
22. júní - Stade de Toulouse, Toulouse
26. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens
26. júní - Stade de France, Saint-Denis
Riðill 8Breyta
Áttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Argentína | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 | 0 | +7 | 9 | |
2 | Króatía | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 6 | |
3 | Jamaíka | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 9 | -6 | 3 | |
4 | Japan | 3 | 0 | 0 | 3 | 1 | 6 | -3 | 0 |
14. júní - Stade de Toulouse, Toulouse
14. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens
20. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes
21. júní - Parc des Princes, Paris
26. júní - Parc Lescure, Bordeaux
26. júní - Stade de Gerland, Lyon
ÚtsláttarkeppninBreyta
Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.
16-liða úrslitBreyta
Frakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem David Beckham var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til Diego Simeone áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni. 27. júní - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000
27. júní - Parc des Princes, París, áh. 45.400
28. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens, áh. 31.800
28. júní - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000
29. júní - Stade de la Mosson, Montpellier, áh. 29.800
29. júní - Stade de Toulouse, Toulouse, áh. 33.500
- Holland 2 : 1 Júgóslavía
30. júní - Parc Lescure, Bordeaux, áh. 31.800
30. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne, áh. 30.600
FjórðungsúrslitBreyta
Líkt og á HM fjórum árum fyrr féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni.
3. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000
3. júlí - Stade de la Beaujoire, Nantes, áh. 35.500
4. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000
4. júlí - Stade de Gerland, Lyon, áh. 39.100