Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998 var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í Frakklandi 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið árið 1938. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum.
Heimamenn Frakka urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á Brasilíu í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli.
Val á gestgjöfum
breytaHM 1998 var úthlutað á fundi FIFA árið 1992. Svisslendingar hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og Marokkó. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið.
Frakkland varð með keppninni eitt af þrem löndum sem hafði haldið heimsmeistaramótið í tvígang. Hin tvö löndin voru Mexíkó og Ítalía. Árið 2015 rannsakaði bandaríska alríkislögreglan, FBI mútugreiðslur í tengslum við val á landi sem hélt heimsmeistaramótið árið 1998. Í bréfi sem FIFA skrifaði til bandarískra yfirvalda vegna rannsóknarinnar að Chuck Blazer, Jack Warner og sonur hans Daryan, hafi allir fengið háar upphæðir í skiptum fyrir atkvæði framkvæmdastjórnar FIFA í kosningu um HM 1998 og 2010. Stjórnarmeðlimum var mútað til að kjósa Frakkland. Chuck Blazer staðfesti þetta síðar og fékk hann lífstíðarbann frá FIFA.[1]
Undankeppni
breyta174 þjóðir skráðu sig til leiks, 24 fleiri en fjórum árum fyrr. Þær börðust um 30 sæti til viðbótar við heimamenn og ríkjandi heimsmeistara. Evrópuliðin kepptu í níu riðlum, sem hver um sig gaf eitt öruggt sæti í úrslitakeppninni. Skotar voru eina annars sætis liðið sem komst beint áfram en hin átta léku umspilsleiki um laus sæti. Athygli vakti að bronslið Svía frá fyrra móti komst ekki í úrslitin.
Áströlum mistókst að komast í úrslitakeppnina eftir að missa 2:0 forystu á heimavelli í umspilsleik gegn Íran niður í jafntefli. Suður-Afríka tryggði sér þátttökuréttinn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti
Þátttökulið
breyta24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita.
Leikvangar
breytaSaint-Denis | Marseille | Paris | Lyon | Lens |
---|---|---|---|---|
Stade de France | Stade Vélodrome | Parc des Princes | Stade de Gerland | Stade Félix-Bollaert |
Áhorfendur: 80,000 | Áhorfendur: 60,000 | Áhorfendur: 48,875 | Áhorfendur: 44,000 | Áhorfendur: 41,300 |
Nantes | Toulouse | Saint-Étienne | Bordeaux | Montpellier |
Stade de la Beaujoire | Stadium de Toulouse | Stade Geoffroy-Guichard | Parc Lescure | Stade de la Mosson |
Áhorfendur: 39,500 | Áhorfendur: 37,000 | Áhorfendur: 36,000 | Áhorfendur: 35,200 | Áhorfendur: 34,000 |
Keppnin
breytaRiðlakeppnin
breytaKeppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.
Riðill 1
breytaHeimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Brasilía | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 | 3 | +3 | 6 | |
2 | Noregur | 3 | 1 | 2 | 0 | 5 | 4 | +1 | 5 | |
3 | Marokkó | 3 | 1 | 1 | 1 | 5 | 5 | 0 | 4 | |
4 | Skotland | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 6 | -4 | 1 |
10. júní 1998 | |||
Brasilía | 2-1 | Skotland | Stade de France, Saint-Denis Áhorfendur: 80.000 Dómari: José María García-Aranda |
César Sampaio 5, Boyd 74 (sjálfsm.) | Collins 38 |
20. júní 1998 | |||
Marokkó | 2-2 | Noregur | Stade de la Mosson, Montpellier Áhorfendur: 29.800 Dómari: Pirom Un-prasert |
Hadji 37, Hadda 60 | Chippo 45+1 (sjálfsm.), Eggen 61 |
16. júní 1998 | |||
Skotland | 1-1 | Noregur | Parc Lescure, Bordeaux Áhorfendur: 31.800 Dómari: László Vágner |
Burley 66 | H. Flo 46 |
16. júní 1998 | |||
Brasilía | 3-9 | Marokkó | Stade de la Beaujoire, Nantes Áhorfendur: 35.500 Dómari: Nikolai Levnikov |
Ronaldo 9, Rivaldo 45+2, Bebeto 50 |
23. júní 1998 | |||
Skotland | 0-3 | Marokkó | Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne Áhorfendur: 30.600 Dómari: Ali Bujsaim |
Bassir 23, 85, Hadda 46 |
23. júní 1998 | |||
Brasilía | 1-2 | Noregur | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 55.000 Dómari: Esfandiar Baharmast |
Bebeto 78 | T.A. Flo 83, Rekdal 89 |
Riðill 2
breytaAusturríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Ítalía | 3 | 2 | 1 | 0 | 7 | 3 | +4 | 7 | |
2 | Síle | 3 | 0 | 3 | 0 | 4 | 4 | 0 | 3 | |
3 | Austurríki | 3 | 0 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 2 | |
4 | Kamerún | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 | 5 | -3 | 2 |
12. júní 1998 | |||
Ítalía | 2-2 | Síle | Parc Lescure, Bordeaux Áhorfendur: 31.800 Dómari: Lucien Bouchardeau |
Vieri 10, R. Baggio 84 | Salas 45+3, 50 |
11. júní 1998 | |||
Kamerún | 1-1 | Austurríki | Stade de Toulouse, Toulouse Áhorfendur: 33.500 Dómari: Epifanio González |
Njanka 77 | Polster 90+1 |
17. júní 1998 | |||
Síle | 1-1 | Austurríki | Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne Áhorfendur: 30.600 Dómari: Gamal Al-Ghandour |
Salas 70 | Vastić 90+2 |
17. júní 1998 | |||
Ítalía | 3-0 | Kamerún | Stade de la Mosson, Montpellier Áhorfendur: 29.800 Dómari: Eddie Lennie |
Di Biagio 7, Vieri 75, 89 |
23. júní 1998 | |||
Ítalía | 2-1 | Austurríki | Stade de France, Saint-Denis Áhorfendur: 80.800 Dómari: Paul Durkin |
Vieri 48, R. Baggio 90 | Herzog 90+2 |
23. júní 1998 | |||
Síle | 1-1 | Kamerún | Stade de la Beaujoire, Nantes Áhorfendur: 35.500 Dómari: László Vágner |
Sierra 20 | M'Boma 56 |
Riðill 3
breytaHeimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 9 | 1 | +8 | 9 | |
2 | Danmörk | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 | 3 | 0 | 4 | |
3 | Suður-Afríka | 3 | 0 | 2 | 1 | 3 | 6 | -3 | 2 | |
4 | Sádi-Arabía | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 7 | -5 | 1 |
12. júní 1998 | |||
Sádi-Arabía | 0-1 | Danmörk | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 38.100 Dómari: Javier Castrilli |
Rieper 69 |
12. júní 1998 | |||
Frakkland | 3-0 | Suður-Afríka | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 55.000 Dómari: Márcio Rezende de Freitas |
Dugarry 36, Issa 77 (sjálfsm.), Henry 90+2 |
18. júní 1998 | |||
Suður-Afríka | 1-1 | Danmörk | Stade de Toulouse, Toulouse Áhorfendur: 33.500 Dómari: John Toro Rendón |
McCarthy 51 | Nielsen 12 |
18. júní 1998 | |||
Frakkland | 3-0 | Sádi-Arabía | Stade de France, Saint-Denis Áhorfendur: 80.000 Dómari: Arturo Brizio Carter |
Henry 37, 78, Trezeguet 68, Lizarazu 85 |
24. júní 1998 | |||
Frakkland | 2-1 | Danmörk | Stade Gerland, Lyon Áhorfendur: 39.100 Dómari: Pierluigi Collina |
Djorkaeff 12, Petit 56 | M. Laudrup 42 |
24. júní 1998 | |||
Suður-Afríka | 2-2 | Sádi-Arabía | Parc Lescure, Bordeaux Áhorfendur: 31.800 Dómari: Mario Sánchez |
Bartlett 18, 90+3 | Al-Jaber 45+2, Al-Thunayan 74 |
Riðill 4
breytaSpánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Nígería | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 5 | 0 | 6 | |
2 | Paragvæ | 3 | 1 | 2 | 0 | 4 | 1 | +2 | 5 | |
3 | Spánn | 3 | 1 | 1 | 1 | 8 | 4 | +4 | 4 | |
4 | Búlgaría | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 7 | -6 | 1 |
12. júní 1998 | |||
Paragvæ | 0-0 | Búlgaría | Stade de la Mosson, Montpellier Áhorfendur: 29.800 Dómari: Abdul Rahman Al-Zeid |
13. júní 1998 | |||
Spánn | 2-3 | Nígería | Stade de la Beaujoire, Nantes Áhorfendur: 35.500 Dómari: Esfandiar Baharmast |
Hierro 21, Raúl 47 | Adepoju 24, Zubizarreta 73 (sjálfsm.), Oliseh 78 |
19. júní 1998 | |||
Nígería | 1-0 | Búlgaría | Parc des Princes, Paris Áhorfendur: 45.500 Dómari: Mario Sánchez Yantén |
Ikpeba 28 |
19. júní 1998 | |||
Spánn | 0-0 | Paragvæ | Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne Áhorfendur: 30.600 Dómari: Ian McLeod |
24. júní 1998 | |||
Nígería | 1-3 | Paragvæ | Stade de Toulouse, Toulouse Áhorfendur: 33.500 Dómari: Pirom Un-prasert |
Oruma 11 | Ayala 1, Benítez 58, Cardozo 86 |
24. júní 1998 | |||
Spánn | 6-1 | Búlgaría | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 38.100 Dómari: Mario van der Ende |
Hierro 6, Luis Enrique 18, Morientes 55, 81, Bachev 88 (sjálfsm.), Kiko 90+4 | Kostadinov 58 |
Riðill 5
breytaBelgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Holland | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 | 2 | +5 | 5 | |
2 | Mexíkó | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 | 6 | +2 | 5 | |
3 | Belgía | 3 | 0 | 3 | 0 | 3 | 3 | 0 | 3 | |
4 | Suður-Kórea | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 9 | -7 | 1 |
13. júní 1998 | |||
Suður-Kórea | 1-3 | Mexíkó | Stade de Gerland, Lyon Áhorfendur: 39.100 Dómari: Günter Benkö |
Ha Seok-ju 27 | Peláez 50, Hernández 75, 84 |
13. júní 1998 | |||
Holland | 0-0 | Belgía | Stade de France, Saint-Denis Áhorfendur: 77.000 Dómari: Pierluigi Collina |
20. júní 1998 | |||
Belgía | 2-2 | Mexíkó | Parc Lescure, Bordeaux Áhorfendur: 31.800 Dómari: Hugh Dallas |
Wilmots 42, 47 | García Aspe 55, Blanco 62 |
20. júní 1998 | |||
Holland | 5-0 | Suður-Kórea | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 55.000 Dómari: Ryszard Wójcik |
Cocu 37, Overmars 41, Bergkamp 71, Van Hooijdonk 80, R. de Boer 83 |
25. júní 1998 | |||
Holland | 2-2 | Mexíkó | Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne Áhorfendur: 30.600 Dómari: Abdul Rahman Al-Zeid |
Cocu 4, R. de Boer 18 | Peláez 75, Hernández 90+4 |
25. júní 1998 | |||
Belgía | 1-1 | Suður-Kórea | Parc des Princes, París Áhorfendur: 45.500 Dómari: Márcio Rezende de Freitas |
Nilis 7 | Yoo Sang-chul 72 |
Riðill 6
breytaSameinað lið Serba og Svertfellinga missti niður tveggja marka forystu og gerði jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þýskaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 6 | 2 | +4 | 7 | |
2 | Serbía & Svartfjallaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 7 | |
3 | Íran | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 4 | -2 | 3 | |
4 | Bandaríkin | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 7 | -6 | 0 |
14. júní 1998 | |||
Serbía & Svartfjallaland | 1-0 | Íran | Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne Áhorfendur: 30.600 Dómari: Alberto Tejada |
Mihajlović 73 |
15. júní 1998 | |||
Þýskaland | 1-0 | Bandaríska | Parc des Princes, París Áhorfendur: 45.500 Dómari: Said Belqola |
Möller 9, Klinsmann 65 |
21. júní 1998 | |||
Þýskaland | 2-2 | Serbía & Svartfjallaland | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 38.100 Dómari: Kim Milton Nielsen |
Mihajlović 72 (sjálfsm.), Bierhoff 78 | Mijatović 13, Stojković 52 |
21. júní 1998 | |||
Bandaríska | 1-2 | Íran | Stade de Gerland, Lyon Áhorfendur: 39.100 Dómari: Urs Meier |
McBride 87 | Estili 45, Mahdavikia 84 |
25. júní 1998 | |||
Þýskaland | 2-0 | Serbía & Svartfjallaland | Stade de la Mosson, Montpellier Áhorfendur: 29.800 Dómari: Epifanio González |
Bierhoff 50, Klinsmann 57 |
25. júní 1998 | |||
Bandaríska | 0-1 | Serbía & Svartfjallaland | Stade de la Beaujoire, Nantes Áhorfendur: 35.500 Dómari: Gamal Al-Ghandour |
Komljenović 4 |
Riðill 7
breytaBúist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina. Upphafsleikur riðilsins, milli Englands og Túnis, var tíðindalítill. Það var ekki fyrr en síðar að frönsk og belgísk lögregluyfirvöld upplýstu að nokkrum mánuðum fyrr hafi þau flett ofan af samsæri tengdu Osama bin Laden þar sem áformað var að fremja hryðjuverk á leiknum og drepa leikmenn enska liðsins með efnavopnum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Rúmenía | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 7 | |
2 | England | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 2 | +3 | 6 | |
3 | Jamaíka | 3 | 1 | 0 | 2 | 1 | 3 | -2 | 3 | |
4 | Túnis | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 4 | -3 | 1 |
15. júní 1998 | |||
England | 2-0 | Túnis | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 54.587 Dómari: Masayoshi Okada |
Shearer 42, Scholes 89 |
15. júní 1998 | |||
Rúmenía | 1-0 | Kólumbía | Stade de Gerland, Lyon Áhorfendur: 39.100 Dómari: Lim Kee Chong |
Ilie 45+1 |
22. júní 1998 | |||
Kólumbía | 1-0 | Túnis | Stade de la Mosson, Montpellier Áhorfendur: 29.800 Dómari: Bernd Heynemann |
Preciado 82 |
22. júní 1998 | |||
Rúmenía | 2-1 | England | Stade de Toulouse, Toulouse Áhorfendur: 33.500 Dómari: Marc Batta |
Moldovan 46, Petrescu 90 | Owen 81 |
26. júní 1998 | |||
Kólumbía | 0-2 | England | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 38.100 Dómari: Arturo Brizio Carter |
Anderton 20, Beckham 29 |
26. júní 1998 | |||
Rúmenía | 1-1 | Túnis | Stade de France, Saint-Denis Áhorfendur: 77.000 Dómari: Eddie Lennie |
Moldovan 71 | Souayah 12 |
Riðill 8
breytaÁttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Argentína | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 | 0 | +7 | 9 | |
2 | Króatía | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 6 | |
3 | Jamaíka | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 9 | -6 | 3 | |
4 | Japan | 3 | 0 | 0 | 3 | 1 | 6 | -3 | 0 |
14. júní 1998 | |||
Argentína | 1-0 | Japan | Stade de Toulouse, Toulouse Áhorfendur: 33.500 Dómari: Mario van der Ende |
Batistuta 28 |
14. júní 1998 | |||
Jamaíka | 1-3 | Króatía | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 38.100 Dómari: Vítor Melo Pereira |
Earle 45 | Stanić 27, Prosinečki 53, Šuker 69 |
20. júní 1998 | |||
Jamaíka | 0-1 | Króatía | Stade de la Beaujoire, Nantes Áhorfendur: 35.500 Dómari: Ramesh Ramdhan |
Šuker 77 |
21. júní 1998 | |||
Argentína | 1-0 | Japan | Parc des Princes, París Áhorfendur: 45.500 Dómari: Rune Pedersen |
Ortega 32, 55, Batistuta 73, 78, 83 |
26. júní 1998 | |||
Argentína | 1-0 | Króatía | Parc Lescure, Bordeaux Áhorfendur: 31.000 Dómari: Said Belqola |
Pineda 36 |
26. júní 1998 | |||
Japan | 1-2 | Jamaíka | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 39.100 Dómari: Günter Benkö |
Nakayama 74 | Whitmore 39, 54 |
Útsláttarkeppnin
breytaTvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.
16-liða úrslit
breytaFrakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem David Beckham var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til Diego Simeone áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni.
27. júní 1998 | |||
Ítalía | 1-0 | Noregur | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 55.000 Dómari: Bernd Heynemann, Þýskalandi |
Vieri 18 |
27. júní 1998 | |||
Brasilía | 4-1 | Síle | Parc des Princes, París Áhorfendur: 45.500 Dómari: Marc Batta, Frakklandi |
Sampaio 11, 26, Ronaldo 45+3 | Salas 70 |
28. júní 1998 | |||
Frakkland | 1-0 (e.framl.) | Paragvæ | Stade Félix-Bollaert, Lens Áhorfendur: 31.800 Dómari: Ali Bujsaim, Sameinuðu arabísku furstadæmunum |
Blanc 114 (gullmark) |
28. júní 1998 | |||
Nígería | 1-4 | Danmörk | Stade de France, París Áhorfendur: 77.800 Dómari: Urs Meier, Sviss |
Babangida 77 | Møller 3, B. Laudrup 114, Sand 58, Helveg 76 |
29. júní 1998 | |||
Þýskaland | 2-1 | Mexíkó | Stade de la Mosson, Montpellier Áhorfendur: 29.800 Dómari: Vítor Melo Pereira, Portúgal |
Klinsmann 74, Bierhoff 86 | Hernández 47 |
29. júní 1998 | |||
Holland | 2-1 | Júgóslavía | Stade de Toulouse, Toulouse Áhorfendur: 33.500 Dómari: José María García-Aranda, Spáni |
Bergkamp 38, Davids 890+2 | Komljenović 48 |
30. júní 1998 | |||
Rúmenía | 0-1 | Króatía | Parc Lescure, Bordeaux Áhorfendur: 31.000 Dómari: Javier Castrilli, Argentínu |
Šuker 45+2 |
30. júní 1998 | |||
Argentína | 2-2 (6-5 e.vítake.) | England | Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne Áhorfendur: 30.600 Dómari: Kim Milton Nielsen, Danmörku |
Batistuta 5 (vítasp.), Zanetti 45+1 | Shearer 9 (vítasp.), Owen 16 |
Fjórðungsúrslit
breytaLíkt og á HM fjórum árum fyrr féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni.
3. júlí 1998 | |||
Ítalía | 0-0 (3-4 e.vítake.) | Frakkland | Stade de France, París Áhorfendur: 77.000 Dómari: Hugh Dallas, Skotlandi |
3. júlí 1998 | |||
Brasilía | 3-2 | Danmörk | Stade de la Beaujoire, Nantes Áhorfendur: 35.500 Dómari: Gamal Al-Ghandour, Egyptalandi |
Bebeto 10, Rivaldo 25, 59 | M. Jørgensen 2, B. Laudrup 50 |
4. júlí 1998 | |||
Holland | 2-1 | Argentína | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 55.000 Dómari: Arturo Brizio Carter, Mexíkó |
Kluivert 12, Bergkamp 90 | López 17 |
4. júlí 1998 | |||
Þýskaland | 0-3 | Króatía | Stade de Gerland, Lyon Áhorfendur: 39.100 Dómari: Rune Pedersen, Noregi |
Jarni 45+3, Vlaović 80, Šuker 85 |
Undanúrslit
breytaPatrick Kluivert jafnaði metin fyrir Hollendinga í blálokin á móti Brasilíu, en það kom fyrir lítið þar sem Suður-Ameríkumennirnir unnu í vítakeppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni virtist ævintýri Króata ætla að halda áfram þegar Davor Šuker kom þeim yfir en tvö mörk frá Lilian Thuram komu Frökkum í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni.
7. júlí 1998 | |||
Brasilía | 1-1 (5-3 e.framl.) | Holland | Stade Vélodrome, Marseille Áhorfendur: 54.000 Dómari: Ali Bujsaim, Sameinuðu arabísku furstadæmunum |
Ronaldo 46 | Kluivert 87 |
8. júlí 1998 | |||
Frakkland | 2-1 | Króatía | Stade de France, París Áhorfendur: 76.000 Dómari: José María García-Aranda, Spáni |
Thuram 47, 70 | Šuker 46 |
Bronsleikur
breytaKróatar mættu einbeittari til leiks í viðureigninni um þriðja sætið, staðráðnir í að vinna til verðlauna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir lögðu ekki minni áherslu á að koma Šuker á markalistann til að tryggja honum gullskóinn. Hvort tveggja tókst.
11. júlí 1998 | |||
Holland | 1-2 | Króatía | Parc des Princes, París Áhorfendur: 45.500 Dómari: Epifanio González |
Zenden 22 | Prosinečki 14, Šuker 36 |
Úrslitaleikur
breytaÍ aðdraganda úrslitaleiksins hverfðust umræður manna um það hvort Ronaldo yrði með Brasilíumönnum. Í upphaflegri liðsuppstillingu var ekki gert ráð fyrir honum í byrjunarliði en því var þó breytt á síðustu stundu. Ronaldo virtist ekki sjálfum sér líkur í leiknum og kom lítið við sögu. Í kjölfarið fóru af stað háværar umræður um að hann hefði ekki verið leikfær en engu að síður látinn spila að kröfu styrktaraðilans Nike. Hvað sem því líður virtust Brasilíumenn illa tilbúnir í verkefnið og Zidane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. Emmanuel Petit gulltryggði sigurinn undi lokin, 3:0 og Frakkar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli í sögunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn tilkynnti þjálfarinn Aimé Jacquet að hann hefði látið af störfum.
12. júlí 1998 | |||
Frakkland | 3:0 | Brasilía | Stade de France, París Áhorfendur: 75.000 Dómari: Said Belqola |
Zidane 27, 45+1, Petit 90+3 |
Markahæstu leikmenn
breytaDavor Šuker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 112 leikmenn á milli sín 171 marki.
- 6 mörk
- 5 mörk
- 4 mörk
Arfleið mótsins
breytaFyrir mótið var Frakkland ekki talið eiga nógu gott lið og að þeir myndu verða sér til skammar sem gestgjafar þess. Aime Jacquet þjálfari liðsins var valtur í sæti en vegna frammistöðu Frakka á EM 1996 sat hann áfram í starfinu. Eftir gott gengi á mótinu 1998 fór stuðningur almennings í Frakklandi minnkandi. Fótbolti er ekki eins vinsæll í Frakklandi og annarstaðar í Evrópu. Þegar landsliðinu fór að ganga verr snéru margir landsmenn baki við liðinu og misstu áhugann. Eftir að hafa orðið Evrópumeistarar árið 2000 fór gengi landsliðsins versnandi og náði botni á HM í Suður-Afríku árið 2010. Arfleið mótsins er því ekki sú sem Frakkar vonuðust eftir.
Heimildir
breyta- ↑ „Former FIFA official admits taking bribes for 1998, 2010 World Cups“. France 24 (enska). 3. júní 2015. Sótt 30. apríl 2024.