Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu

Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu, keppir fyrir hönd Skotlands á alþjóðlegum vettvangi. Það spilaði fyrsta knattspyrnuleik sinn, í óformlegum leik gegn Englandi árið 1870 sem endaði með 1-1 jafntefli. Skotar hafa verið þekktir fyrir seinheppni í stórmótum, hafa marg oft komist í lokakeppnina, enn átt síðan átt erfitt með að komast upp úr riðlinum þegar út í sjálft mótið er komið.

Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
ÍþróttasambandScottish Football Association (Skoska Knattspyrnusambandið)
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariSteve Clarke
FyrirliðiAndrew Robertson
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
30 (20. júlí 2023)
13 ((Október 2007))
88 ((Mars 2005))
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
0–0 gegn Englandi, 30. nóvember 1872
Stærsti sigur
11–0 gegn Írlandi, 23. febrúar 1901
Mesta tap
0-7 á móti Úrúgvæ, 19. júní 1954
Keppnir(fyrst árið 1954)
Besti árangur16 liða úrslit (1974)

Skotar eiga sér langa knattspyrnuhefð, enn hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að komast upp úr riðilinum á heimsmeistaramótinu, þó svo þeir hafi ansi oft verið nálægt því að komast lengra í keppninni.

1950-1970: Upphafsárin

breyta

1950 tókst Skotum að komast á lokakeppni HM enn drógu sig úr keppni, á grundvelli þess að þeir náðu ekki að sigra riðilinn sinn þar sem tvö efstu sætin komust áfram. Í riðlinum voru öll lönd Stóra-Bretlands með England í efsta sæti, og svo Wales og Norður Írland í neðstu sætunum. Árið 1954 tókst þeim að tryggja sig aftur á lokakeppni HM, og ákváðu að draga sig ekki aftur úr keppni, í fyrsta leik töpuðu þeir fyrir Austurríki, í næsta leik voru þeir burstaðir af Úrúgvæ 7-0 og voru þar með fallnir úr keppni í samræmi við reglur mótsins.

Árið 1958 var lokakeppnin haldin í Svíþjóð og aftur tóku Skotar þátt. Í fyrsta leiknum gerðu þeir 1-1 jafntefli á móti Júgóslavíu. En töpuðu síðan gegn Paragúvæ 2-3 og gegn sterku liði Frakka 1-2 og höfnuðu í neðsta sæti riðilsins. Þann 15. apríl árið 1967 spiluðu þeir frægan leik á móti Englendingum á Wembley. England hafði ekki tapað leik síðan þeir urðu heimsmeistarar árið 1966. Skotar unnu leikinn 3-2 með mörkum Denis law, Bobby Lennox, og Jim McCalli. Stuðingsmenn Skotlands þustu þá inná völlinn og kölluðu sig óformlega heimsmeistara, meira í gríni enn alvöru þó.

1974-1996 Fastagestir á HM og fræknir sigrar

breyta

Árið 1974 Tóku Skotar aftur þátt á Heimsmeistaramótinu, eftir að hafa mistekist þrisvar í röð að komast í lokakeppnina. Þar náðu þeir sínum besta árangri hingað til. Í fyrsta leiknum unnu þeir Zaire 2-0. Í næsta leik vrou andstæðingarnir sjálfir heimsmeistarnir frá Brasilíu. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli og áttu Skotar því möguleika á að komast áfram í keppninni. Þeir gerðu svo jafntefli við Júgóslavíu í lokaleiknum, en duttu úr keppni á markhlutfalli.

Árið 1978 komust þeir aftur á heimsmeistaramótið. Í fyrsta leiknum töpuðu þeir gegn Perú 1-3, svo gerðu þeir 1-1 jafntefli á móti Íran , þeim tókst hinsvegar að sigra sterkt lið Hollendinga í lokaleiknum 3-2. Kenny Dalglish skoraði mark Skota. Þeim tókst einnig að tryggja sig í lokakeppnina árið 1982, enn duttu úr leik á lélegri markatölu enn Sovétríkin. Árið 1986 tókst þeim enn eitt skiptið að tryggja sig á stórmót og lentu í erfiðum riðli í þetta sinn með Vestur-Þýskalandi, Danmörku og Úrúgvæ. Það reyndist of erfitt og enn eitt skiptið þurftu þeir að sætta sig við að falla úr leik. Á EM 1996 Mættu Skotar Hollandi og Englandi og Sviss í riðlakeppninni, og það reyndist þeim of erfitt og þeir féllu þeir strax úr keppni.

2000- Ný öld, tíðindalítið

breyta

Öldin var framan af tíðindalítil fyrir skoska knattspyrnu. Liðinu tókst að tryggja sér sæti á EM 2021 með því að vinna Ísrael og Serbíu í umspili um laust sæti.

 
Stuðingsmenn Skota "The Tartan Army" eru þekktir fyrir að gefa lítið eftir, þessi mynd er tekin í Mílanó árið 2005 fyrir landsleik á móti Ítölum
 
Knáir kappar í átökum, Skotland-Holland í Riðlakeppni EM á Englandi árið 1996.

EM í knattspyrnu

breyta
ÁR Gestgjafar Árangur
EM 1960   Frakkland Tóku ekki þátt
EM 1964   Spánn Tóku ekki þátt
EM 1968   Ítalía Tóku ekki þátt
EM 1972   Belgía Tóku ekki þátt
EM 1976   Júgóslavía Tóku ekki þátt
EM 1980   Ítalía Tóku ekki þátt
EM 1984   Frakkland Tóku ekki þátt
EM1988   Þýskaland Tóku ekki þátt
EM 1992   Svíþjóð Riðlakeppni
EM1996   England Riðlakeppni
EM 2000   Belgía &   Holland Tóku ekki þátt
EM 2004   Portúgal Tóku ekki þátt
EM 2008   Austurríki &   Sviss Tóku ekki þátt
EM 2012   Pólland &   Úkraína Tóku ekki þátt
EM 2016   Frakkland Tóku ekki þátt
EM 2021  Evrópa Riðlakeppni
 
Kenny Dalglish Skoraði 30 mörk í 102 landsleikjum fyrir Skotland á árunum 1971-1986.
Ár Gestgjafar Árangur
HM 1930   Úrúgvæ Tóku ekki þátt
HM 1934   Ítalía Tóku ekki þátt
HM 1938   Frakkland Tóku ekki þátt
HM 1950   Brasilía Tóku ekki þátt
HM 1954   Sviss Riðlakeppni
HM 1958   Svíþjóð Riðlakeppni
HM 1962   Síle Tóku ekki þátt
HM 1966   England Tóku ekki þátt
HM 1970   Mexíkó Tóku ekki þátt
HM 1974   Þýskaland Riðlakeppni
HM 1978   Argentína Riðlakeppni
HM 1982   Spánn Riðlakeppni
HM 1986   Mexíkó Riðlakeppni
HM 1990   Ítalía 'Riðlakeppni
HM 1994   Bandaríkin Tóku ekki þátt
HM 1998   Frakkland Riðlakeppni
HM 2002   &   Japan Tóku ekki þátt
HM 2006   Þýskaland Tóku ekki þátt
HM 2010  Suður Afríka Tóku ekki þátt
HM 2014   Brasilía Tóku ekki þátt
HM 2018   Rússland Tóku ekki þátt
HM 2022   Katar Tóku ekki þátt