Lyon

borg í Auvergne-Rhône-Alpes í Frakklandi

Lyon (framburður: /ljɔ̃/) er borg í austanverðu Frakklandi og önnur stærsta borg landsins. Íbúar voru 523.000 árið 2019.

Þökin í Lyon

Lyon er höfuðstaður héraðsins Auvergne-Rhône-Alpes. Borgin var stofnuð af Rómverjum árið 43 f.Kr. og hét Lugdunum. Hún var staðsett við upphaf þeirra vega sem Rómverjar lögðu um Gallíu. Síðar varð hún höfuðborg ríkis Búrgunda frá 5. öld til 7. aldar.

Menntun

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.