Þjóðhöfðingjar Danmerkur

(Endurbeint frá Danadrottning)

Danakonungar hafa í gegnum tíðina ríkt yfir Danmörku og stórum hlutum Norðurlanda, svo sem Noregi, Íslandi, Skáni, einnig Eistlandi og víðar. Um stutt skeið eftir víkingaöld ríktu þeir í Englandi, fyrst að hluta, síðan landinu öllu á tímum Knúts ríka. Þeir áttu einnig lengi ítök í hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi. Venjan er að telja konungaröðina hefjast með Gormi hinum gamla sem kom frá Englandi um árið 936 og Saxo Grammaticus nefnir Gorm enska. Á undan honum er röð sagnkonunga sem virðast sumir hverjir helst eiga sér fyrirmyndir í smákóngum eða héraðshöfðingjum. Þetta á t.d. við um Ragnar loðbrók.

Danmörk er með elstu konungsríkjum í heimi sem hefur haft samfellda röð kónga og drottninga fram á þennan dag. Aðeins japanska keisaraveldið er eldra. Konungar Danmerkur hafa skipst á að heita Kristján eða Friðrik frá því á 16. öld.

Frá 1413 hafa Danakonungar og -drottningar verið grafin í Hróarskeldudómkirkju. Safn tileinkað sögu dönsku krúnunnar, De danske kongers kronologiske samling, er í Rósenborgarhöll.

Röð Danakonunga

breyta
 
Sveinn tjúguskegg semur frið við Jómsvíkinga
 
Knútur mikli
 
Kista Margrétar miklu í Hróarskeldudómkirkju
 
Kristján 4.
 
Margrét Þórhildur

Gormsætt

breyta

Sveinsætt

breyta

Kalmarsambandið

breyta

Aldinborgarar

breyta

Lukkuborgarar

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta