Valdimar sigursæli

Valdimar sigursæli eða Valdimar 2. (28. júní 117028. mars 1241) var sonur Valdimars Knútssonar og konu hans, Soffíu af Minsk. Hann tók við konungdómi í Danmörku árið 1202 af bróður sínum, Knúti 6. sem lést barnlaus.

Skjaldarmerki Sveinsætt Konungur Danmerkur
Sveinsætt
Valdimar sigursæli
Valdimar 2.
Ríkisár 28. júní 1202 - 28. mars 1241
SkírnarnafnValdimar
Kjörorðekkert
Fæddur28. júní 1170
 ?
Dáinn28. mars 1241
 Vordingborg
GröfRingsted Kirke
Konungsfjölskyldan
Faðir Valdimar Knútsson
Móðir Soffía af Minsk
Drottning(1205) Dagmar af Bæheimi († 1212)
(1214) Berengaría af Portúgal († 1221)
Börnmeð Dagmar:
  • Valdimar ungi († 1231)

með Berengariu:

með Helenu (utan hjónabands):

  • Knútur

með óþekktri frillu:

  • Níels

1188 varð hann hertogi í Slésvík og 1202 konungur Danmerkur eftir lát bróður síns. Hann hélt áfram því starfi föður síns og bróður að vinna lönd undir dönsku krúnuna. Fyrst lagði hann Holtsetaland undir sig og síðan Þéttmerski, Lýbiku og Hamborg, norðurströnd Pommern og eyjuna Rügen.

Þegar páfi bað hann um að leggja í krossferð til Palestínu ákvað hann heldur að ráðast inn í Eistland (sem þá var enn ekki kristið land) til aðstoðar sverðriddurum. Í orrustunni við Lyndanise 15. júní 1219 lagði hann Eistland undir sig.

Hann var tekinn til fanga árið 1223 í veiðiferð ásamt syni sínum af Hinriki af Schwerin sem var undirsáti hans. Honum var sleppt 1226 gegn því að hann gæfi upp tilkall til þeirra norðurþýsku héraða sem hann hafði lagt undir sig. Ári síðar réðst hann inn í Þýskaland til að ná þeim aftur, en beið ósigur í orrustunni við Bornhöved 22. júlí og varð að sætta sig við að landamærin milli Danmerkur og Þýskalands yrðu aftur færð frá SaxelfiEgðu.

Ólafur hvítaskáld dvaldist við hirð Valdimars konungs, síðasta árið sem hann lifði, 1240–1241. Í Knýtlinga sögu segir að Ólafur hafi numið af honum marga fræði. (Íslensk fornrit 35, 315).


Fyrirrennari:
Knútur 6.
Konungur Danmerkur
(1202 – 1241)
Eftirmaður:
Eiríkur plógpeningur


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.