Ólafur 4. Hákonarson

Ólafur 4. Hákonarson eða Ólafur 2. Danakonungur (f. um jólaleytið 1370 - d. 23. ágúst 1387) var konungur Danmerkur 1376-1387 og Noregs 1380-1387.

Ólafur var sonur Margrétar, dóttur Valdimars 4. Danakonungs, og Hákonar 6. Noregskonungs. Þegar Valdimar afi hans dó 1375 lifði Margrét ein eftir af sex börnum hans, en eldri systir hennar, Ingeborg af Mecklenburg, átti þó börn á lífi. Margrét kom því þó til leiðar að Ólafur var útnefndur konungur í stað afans og stýrði sjálf ríkinu í nafni hans.

Þegar Hákon faðir Ólafs dó 1380 varð hann einnig konungur Noregs og móðir hans fór að vinna að því að fá hann kjörinn konung Svíþjóðar. Hann náði þó aldrei að taka við völdum í ríkjum sínum því að hann dó úr lungnabólgu sumarið 1387 og það varð frændi hans Eiríkur af Pommern sem varð konungur allra ríkjanna þriggja 1396. Fátt er vitað um Ólaf, enda varð hann ekki nema 16 ára. Hann var jarðsettur í klausturkirkjunni í Sórey.

Ólafur fæddist í Akershuskastala í Ósló og var síðasti konungur Noregs sem fæddist innan landamæra ríkisins, allt þar til Haraldur 5. fæddist 1937.


Fyrirrennari:
Hákon 6. Magnússon
Noregskonungur
(13801387)
Eftirmaður:
Margrét Valdimarsdóttir mikla
Fyrirrennari:
Valdimar atterdag
Konungur Danmerkur
(13751387)
Eftirmaður:
Margrét Valdimarsdóttir mikla