1481
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1481 (MCDLXXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 6. febrúar - Sixtus IV páfi svaraði fyrirspurn frá Magnúsi Eyjólfssyni Skálholtsbiskupi og sagði í svarinu að um föstutímann væri heimilt að borða sævarfisk þann sem almennt væri nefndur selur.
- 3. desember - Einar Björnsson jungkæri náði Bjarna Þórarinssyni góða manni á sitt vald á Brjánslæk á Barðaströnd og tók hann af lífi.
- Þorleifur Björnsson fékk hirðstjórn á Íslandi (ef til vill aðeins norðan og vestan) hjá norska ríkisráðinu. Hann kom þó ekki til landsins fyrr en vorið 1482.
Fædd
Dáin
- 3. desember - Bjarni Þórarinsson góði maður, eiginmaður Solveigar Guðmundsdóttur.
- Steinmóður Bárðarson ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Þorsteinn Ólafsson lögmaður og hirðstjóri á Ökrum.
Erlendis
breyta- 21. maí - Hans konungur tók við af föður sínum Kristjáni 1. sem konungur Danmerkur og Noregs.
- 28. ágúst - Jóhann 2. varð konungur Portúgals eftir lát föður síns, Alfons 5. Hann hafði þó í raun stýrt ríkinu frá 1477, þegar faðir hans gekk í klaustur.
- Ferdinand og Ísabella réðu Tomás de Torquemada til að rannsaka trúskiptinga (fyrrum gyðinga og múslima) sem telst upphaf starfsemi spænska rannsóknarréttarins.
Fædd
- 2. júlí - Kristján 2. Danakonungur (d. 1559).
Dáin
- 3. maí - Mehmet 2. Tyrkjasoldán (f. 1432).
- 21. maí - Kristján 1. Danakonungur (f. 1426).
- 28. ágúst - Alfons 5. Portúgalskonungur (f. 1432).
- Eiríkur Axelsson Tott, landstjóri Svíþjóðar.