Konungur Íslands
(Endurbeint frá Konungar Íslands)
Konungur Íslands er titill sem 30 konungar hafa borið í þremur konungssamböndum. Sá fyrsti var Hákon gamli Noregskonungur, en hann hlaut yfirráð yfir Íslandi með Gamla sáttmála. Samningurinn var þó ekki staðfestur að fullu fyrr en Magnús lagabætir, sonur Hákonar, hafði tekið við konungdómi í Noregi. Fram að Kópavogsfundinum var nýr konungur staðfestur af Alþingi, en eftir það einungis hylltur, enda var þá konungdómur yfir Íslandi orðinn arfgengur.
Konungar Íslands voru þjóðhöfðingjar landsins. Eftir lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 hefur forseti Íslands gegnt því hlutverki.
Konungssamband við Noreg
breytaKonungssamband við Svíþjóð
breytaKalmarsambandið 1397–1523
breyta- 1387 – 1412: Margrét Valdimarsdóttir mikla
- 1412 – 1439: Eiríkur af Pommern
- 1440 – 1448: Kristófer af Bæjaralandi
- 1449 – 1450: Karl Knútsson Bonde eða Karl 1.
- 1450 – 1481: Kristján 1.
- 1483 – 1513: Hans
- 1513 – 1523: Kristján 2.
Konungssamband við Danmörku
breyta- 1523 – 1533: Friðrik 1.
- 1534 – 1536: Konunglaust – Greifastríðið
- 1537 – 1559: Kristján 3. — Ríkisráð Noregs var lagt niður 1537, eftir það heyrði Ísland undir Ríkisráð Danmerkur.
- 1559 – 1588: Friðrik 2.
- 1588 – 1648: Kristján 4.
- 1648 – 1670: Friðrik 3.
- 1670 – 1699: Kristján 5.
- 1699 – 1730: Friðrik 4.
- 1730 – 1746: Kristján 6.
- 1746 – 1766: Friðrik 5.
- 1766 – 1808: Kristján 7.
- 1808 – 1839: Friðrik 6. — Ísland var undir stjórn Jørgen Jørgensens í tvo mánuði 1809 og Noregur gekk undan dönsku krúnunni 1814.
- 1839 – 1848: Kristján 8.
- 1848 – 1863: Friðrik 7.
- 1863 – 1906: Kristján 9. — Ísland fékk stjórnarskrá 1874 og heimastjórn 1904.
- 1906 – 1912: Friðrik 8.
- 1912 – 1918: Kristján 10. — Ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918.
Ísland fullvalda konungsríki
breyta- 1918 – 1944: Kristján 10. — Sveinn Björnsson, ríkisstjóri Íslands, fór með vald konungs 1941 – 1944.