Ólafur hungur (um 105018. ágúst 1095) var konungur Danmerkur á 11. öld, þriðji sonur Sveins Ástríðarsonar sem settist á konungsstól. Hann tók við þegar Knútur bróðir hans var drepinn 10. júlí 1086 og var konungur til dauðadags. Sumir hafa þó haldið því fram að Ólafur hafi staðið á bak við morðið á bróður sínum.

Þegar Knútur var drepinn var Ólafur fangi eða gísl í Flæmingjalandi hjá Róbert greifa en hann var þó valinn konungur og síðan fékkst skipt á honum og Níels, yngri bróður hans, svo að hann gat snúið heim og tekið við kórónunni. Á þessum árum hófst harðindatímabil í Norður-Evrópu og uppskeran brast ár eftir ár svo að hungursneyð ríkti. Þess vegna fékk Ólafur viðurnefnið hungur. Hallærið var líka tengt við morðið á Knúti og talið lýsa vanþóknun Guðs á verknaðinum. Ólafur dó 1095 og er hann eini danski konungurinn sem ekki er vitað hvar var grafinn.

Kona Ólafs var Ingigerður dóttir Haraldar harðráða Noregskonungs. Hún giftist aftur eftir lát hans Filippusi konungi af Vestur-Gautlandi. Þau Ólafur áttu tvo syni en hvorugur varð langlífur og það var bróðir Ólafs, Eiríkur góði, sem tók við kórónunni.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Knútur helgi
Konungur Danmerkur
(10861095)
Eftirmaður:
Eiríkur góði