Maður

mannapi af ættflokknum Homini og ættkvíslinni Homo
(Endurbeint frá Manneskja)

Maður (fræðiheiti: Homo sapiens „hinn vitiborni maður“) er algengasta og útbreiddasta tegund fremdardýra á jörðinni. Helstu einkenni manna eru að þeir ganga uppréttir á tveimur fótum og þeir eru með afar þróaðan og flókinn heila sem hefur gert þeim kleift að þróa flókin verkfæri, tungumál og menningu. Vitsmunir og frjálsar hendur hafa leitt til þess að þeir nota fleiri verkfæri, og í meiri mæli, en nokkur önnur þekkt dýrategund. Menn eru sérstaklega leiknir í því að nýta sér samskiptakerfi til sjálfstjáningar og skoðanaskipta. Menn mynda samfélög og mannleg tengsl sem einkennast af gildum, venjum og siðum. Líkt og önnur fremdardýr eru menn forvitnir að eðlisfari. Forvitni og áhugi mannsins á að skilja og móta umhverfi sitt og skýra náttúrufyrirbæri hafa leitt til þróunar vísinda, heimspeki, trúarbragða og fleiri sviða þekkingar.

Maður
Tímabil steingervinga: Chiban-nútími
Fullorðinn karl (til vinstri) og kona (til hægri).
Fullorðinn karl (til vinstri) og kona (til hægri).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Fremdardýr (Primates)
Undirættbálkur: Apar (Haplorrhini)
Yfirætt: Mannapar (Hominoidea)
Ætt: Mannætt (Hominidae)
Undirætt: Homininae
Ættflokkur: Hominini
Ættkvísl: Homo
Tegund:
H. sapiens

Þéttleiki mannabyggðar á jörðinni.
Þéttleiki mannabyggðar á jörðinni.

Sumir vísindamenn miða upphaf mannsins við það þegar ættkvíslin Homo kom fram á sjónarsviðið fyrir 2,8 milljón árum, en almennt er heitið „maður“ notað um einu manntegundina sem enn er til, Homo sapiens, sem merkir „vitiborni maðurinn“. Homo sapiens er talinn hafa þróast út frá Homo heidelbergensis fyrir um 300.000 árum einhvers staðar við Horn Afríku. Hann breiddist síðan þaðan út um heiminn og ruddi öðrum tegundum frummanna úr vegi. Lengst af í sögu sinni hafa menn verið veiðimenn og safnarar en í Nýsteinaldarbyltingunni, sem hófst í Suðvestur-Asíu fyrir um 13.000 árum tóku menn upp landbúnað og fasta búsetu. Þegar samfélög manna stækkuðu urðu til flóknari stjórnkerfi og siðmenningarsamfélög risu og hnigu. Mannkyni hefur fjölgað stöðugt og fjöldi manna náði 8 milljörðum árið 2022.[1]

Líffræðileg fjölbreytni mannkyns ræðst meðal annars af erfðavísum og umhverfi. Þótt einstaklingar geti verið mjög ólíkir hvað varðar útlit, líkamsstærð og fleira, eru 99% af erfðavísum manna þeir sömu. Mestu erfðafræðilegu fjölbreytni manna er að finna í Afríku. Menn sýna tvíbreytni og þróa kyneinkenni við kynþroska sem verða grundvöllur flokkunar fólks í karla og konur. Konur geta orðið óléttar og ganga gegnum tíðahvörf og verða ófrjóar um 50 ára aldur. Fæðing barna er konum mjög erfið og hættuleg. Börn manna eru algerlega háð umönnun við fæðingu. Bæði karlar og konur annast börnin að jafnaði, en hefðbundin kynhlutverk eru mjög ólík eftir því hvaða samfélög eiga í hlut og taka auk þess sífelldum breytingum.

Menn eru alætur og fá næringu úr mjög fjölbreyttri fæðu úr dýra-, jurta- og svepparíkinu. Allt frá tímum Homo erectus hefur maðurinn getað kveikt eld og matreitt fæðu sína. Mennirnir eru eina dýrategundin sem kann að kveikja eld, sem matreiðir fæðu sína, klæðir sig og notar ýmsar aðrar tæknilegar aðferðir til að lifa af. Menn geta lifað allt að átta vikur án matar og þrjá til fjóra daga án vatns. Menn eru að mestu dagdýr og sofa að jafnaði sjö til níu tíma á sólarhring.

Framheilabörkur mannsheilans, sá hluti heilans sem tengist hugrænni getu, er stór og þróaður. Menn búa yfir mikilli greind, atburðaminni, sjálfsvitund og hugarkenningu. Mannshugurinn er fær um innsæi, hugsun, ímyndun, vilja og tilvistarhugmyndir. Þetta hefur gert manninum kleyft að þróa tækni með rökleiðslu og flutningi og uppsöfnun þekkingar milli kynslóða. Tungumál, list og viðskipti eru meðal þess sem einkennir manninn. Samskipti fólks á viðskiptaleiðum hafa breitt út atferli og úrræði sem veita fólki hlutfallslega yfirburði í lífsbaráttunni.

Skilgreining og heiti

breyta

Allt núlifandi fólk tilheyrir tegundinni Homo sapiens sem Carl Linnaeus nefndi svo í bókinni Systema Naturae á 18. öld.[2] Heitið á ættkvíslinni, Homo, er dregið af latneska orðinu homō sem getur vísað til karla og kvenna.[3] Tegundarheitið Homo sapiens merkir „vitur maður“ (oftast þýtt sem „hinn vitiborni maður“).[4] Í almennu tali á orðið „maður“ aðeins við um Homo sapiens.[5] Vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um það hvort skilgreina eigi aðrar manntegundir, einkum neanderdalsmenn, sem undirtegundir H. sapiens eða ekki.[6]

Íslenska orðið „maður“ er dregið af fornnorræna orðinu maðr sem kemur af gotneska orðinu manna sem er af óvissum uppruna.[7][8] Líkt og í mörgum öðrum málum getur orðið vísað bæði til tegundarinnar (eins og í samsetningunum „mannkyn“ og „manndráp“) og til karla sérstaklega (eins og í setningunum „maður og kona“ og „maðurinn minn“).[9]

Þróun

breyta

Menn teljast til mannapa (Hominoidea).[10] Gibbonapar og órangútanar voru með fyrstu núlifandi tegundunum sem skildu sig frá ættleggnum. Á eftir þeim fylgdu górillur og síðast simpansar. Menn tóku að skilja sig frá simpönsum fyrir 8-4 milljónum ára, seint á Míósen.[11][12][13] Sumir erfðafræðingar hafa stungið upp á þrengra bili fyrir 8-7 milljón árum síðan.[14] Á þeim tíma myndaðist litningur 2 með samruna tveggja litninga, þannig að menn fengu 23 litninga samanborið við 24 hjá öðrum öpum.[15]

Hominoidea (mannapar)

Hylobatidae (gibbonapar)

Hominidae (mannætt)
Ponginae
Pongo (órangútanar)

Pongo abelii

Pongo tapanuliensis

Pongo pygmaeus

Homininae
Gorillini
Gorilla (górillur)

Gorilla gorilla

Gorilla beringei

Hominini
Panina
Pan (simpansar)

Pan troglodytes

Pan paniscus

Hominina

Homo sapiens (menn)

 
Endurgerð af Lucy, fyrstu beinagrind suðurapa sem fannst.

Ættkvíslin Homo þróaðist út frá ættkvísl suðurapa (Australopithecus). Elstu steingerðu leifar manna eru um 2,8 milljón ára gamlar (LD 350-1) frá Eþíópíu. Elstu tegundirnar sem lýst hefur verið eru Homo habilis og Homo rudolfensis sem komu fram á sjónarsviðið fyrir 2,3 milljón árum. Tegundin kemur fram samhliða þróun verkfæra úr steini.[16] Tegundin Homo erectus („hinn upprétti maður“) varð til fyrir 2 milljónum ára og var fyrsti frummaðurinn sem flakkaði frá Afríku og dreifðist um Evrasíu.[17] H. erectus var líka fyrsti maðurinn með einkennandi líkamsbyggingu manna. H. sapiens þróaðist fyrir 300.000 árum út frá eldri manntegund sem er kölluð ýmist Homo heidelbergensis eða Homo rhodesiensis, afkomanda H. erectus í Afríku. H. sapiens breiddist út frá Afríku og lagði smátt og smátt undir sig búsvæði eldri manntegunda.[18][19][20]

Útbreiðsla H. sapiens virðist hafa farið fram í minnst tveimur „bylgjum“, fyrst fyrir 130 til 100.000 árum, og síðan fyrir um 70 til 50.000 árum.[21][22] Tegundin nam land á flestum stórum eyjum og meginlöndum og kom til Ástralíu fyrir 65.000 árum,[23] Ameríku fyrir um 15.000 árum, og náði fjarlægum eyjum eins og Hawaii, Páskaeyju, Madagaskar, Íslandi og Nýja-Sjálandi milli 300 f.o.t. og 1250 e.o.t.[24][25]

Þróun mannsins var ekki línuleg og fólst meðal annars í blöndun milli frummanna og nútímamanna.[26][27][28] Erfðarannsóknir hafa sýnt fram á að blöndun milli tiltölulega aðskildra þróunarlína manntegunda hafi verið algeng í þróunarsögunni.[29] Þessar rannsóknir benda til þess að erfðaefni frá neanderdalsmönnum sé til staðar í öllum hópum manna utan Afríku og að allt að 6% erfðaefnis nútímamanna sé komið frá frummönnum.[26][30][31]

Þróun mannsins fólst í mörgum formfræðilegum, atferlislegum, þróunarfræðilegum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem hafa átt sér stað frá því þróunarlínan greindist frá þróunarlínu simpansa. Einna stærstu breytingarnar fólust í þróun tvífætlingsstöðu, stærri heila og minni tvíbreytni (síbernsku). Innbyrðis tengsl þessara breytinga eru umdeild.[32]

Líffræði

breyta

Líkamsbygging og líffærafræði

breyta
 
Framhlið konu og karls með heitum helstu líkamshluta á ensku.

Í meginatriðum samsvarar líkamsbygging manna líkamsbyggingu annarra dýra. Mannslíkaminn er samsettur úr fótum, búk, höndum, hálsi og höfði. Í líkama fullorðins „meðalmanns“ eru um 30 billjón (30×1012) mennskar frumur, meðan örverumengi mannsins er talið innihalda að minnsta kosti jafnmargar frumur.[33] Helstu líffærakerfin í mannslíkamanum eru taugakerfið, blóðrásarkerfið, meltingarkerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, hörundskerfið, sogæðakerfið, vöðva- og beinakerfið, æxlunarkerfið, öndunarkerfið og þvagkerfið.[34][35] Menn hafa hlutfallslega minni góm og miklu minni tennur en önnur fremdardýr. Menn eru einu fremdardýrin sem hafa stuttar og tiltölulega flatar vígtennur. Tennur í mönnum sitja þétt og hjá ungum einstaklingum lokast bil vegna tannmissis fljótt. Menn eru smám saman að missa innstu endajaxlana og sumir einstaklingar fá þá aldrei.[36]

Menn eiga það sameiginlegt með simpönsum að vera með leifar af hala, botnlanga, sveigjanlega axlarliði, fingur sem grípa og andstæða þumla.[37] Ef undan eru skilin tvífætlingsstaðan og heilastærðin felst aðalmunurinn á mönnum og simpönsum í lyktarskyni, heyrn og meltingu prótína.[38] Þéttleiki hársekkja er svipaður hjá mönnum og öðrum öpum, en það eru mest líkhár sem eru svo þunn að þau eru næstum ósýnileg.[39][40] Menn eru með um það bil 2 milljónir svitakirtla á öllum líkamanum, miklu fleiri en simpansar sem eru aðallega með svitakirtla í lófum og á iljum.[41]

Meðalhæð kvenna á heimsvísu er talin vera um 159 cm, en meðalhæð karla um 171 cm.[42] Eftir miðjan aldur dregst hæð sumra einstaklinga örlítið saman, en hæðin helst nokkuð stöðug fram á gamals aldur.[43] Í gegnum söguna hafa hópar fólks orðið hærri, líklega vegna betri næringar, heilsu og lífsskilyrða.[44] Meðallíkamsþyngd fullorðinna kvenna er 59 kg, en 77 kg hjá körlum.[45][46] Líkt og margt annað í líkamsbyggingu manna eru bæði hæð og þyngd mjög breytileg milli einstaklinga og ráðast af bæði erfðum og umhverfisaðstæðum.[47][48]

Menn eru færir um að kasta hlutum miklu hraðar og nákvæmar en önnur dýr.[49] Menn eru líka með hraðskreiðustu langhlaupurum dýraríkisins þótt mörg dýr slái þeim við á styttri vegalengdum.[50][38] Þynnri hár og virkari svitakirtlar draga úr hættu á hitaörmögnun í langhlaupum.[51]

Erfðafræði

breyta
 
Skýringarmynd sem sýnir hefðbundna kjarnagerð manna, þar á meðal kynlitningana (XX og XY).

Líkt og flest önnur dýr eru menn tvílitna heilkjörnungar. Hver líkamsfruma er með 23 litningapör þar sem hvor litningur í pari er frá öðru foreldri einstaklingsins. Kynfrumurnar hafa aðeins eitt sett litninga sem er blandað úr báðum litningapörum. Af þessum 23 litningapörum eru 22 frílitningar og eitt par kynlitninga. Líkt og önnur spendýr eru menn með XY-kynákvörðun þannig að konur eru að jafnaði með XX og karlar með XY.[52] Gen og umhverfi hafa áhrif á breytileika í útliti, líkamsbyggingu, mótstöðu gegn vissum sjúkdómum og andlegum hæfileikum. Samspil erfða og umhverfis við mótun tiltekinna einkenna er ekki vel þekkt.[53][54]

Þótt engir tveir einstaklingar (ekki einu sinni eineggja tvíburar) séu erfðafræðilega eins,[55] eru erfðafræðileg líkindi milli manna svo mikil að erfðaefni hvaða tveggja manna sem er er að meðaltali milli 99,5% og 99,9% það sama.[56][57] Þetta gerir það að verkum að menn eru einsleitari en aðrir mannapar, þar á meðal simpansar.[58][59] Þessi litli breytileiki hjá mönnum miðað við önnur dýr bendir til þess að erfðaþröng hafi átt sér stað á Síð-Pleistósen (fyrir um 100.000 árum), þar sem fjöldi manna hafi minnkað niður í nokkur pör.[60][61] Náttúruval hefur síðan haldið áfram að móta mannkynið og vísbendingar eru um stefnubundið val einhvern tíma á síðustu 15.000 árum.[62]

Erfðamengi mannsins var fyrst kortlagt í heild sinni með raðgreiningu árið 2001[63] og árið 2020 var búið að raðgreina hundruð þúsunda erfðamengja.[64] Árið 2012 hafði verkefnið International HapMap Project borið saman erfðamengi 1.184 einstaklinga úr 11 hópum og fundið 1,6 milljón dæmi um einkirnabreytileika.[65] Mestur breytileiki í erfðamengi manna virðist vera meðal afrískra hópa (allt að 100.000 staðbrigði af 67,3 milljón erfðabrigðum sem Human Genetic Diversity Project fann, eða um 0,15%). Flest erfðabrigði sem finnast annars staðar í heiminum er líka að finna í Afríku, en nokkur fjöldi staðbrigða virðist líka vera til staðar annars staðar, sérstaklega í Eyjaálfu og Ameríku (tugir þúsunda).[66] Flest staðbrigði eru þó sjaldgæf innan sinna svæða, svo mestur erfðabreytileiki milli einstaklinga stafar af erfðabrigðum sem finnast um allan heim.[67] Árið 2010 var talið að menn hefðu um það bil 22.000 gen.[68] Með því að bera saman mtDNA sem aðeins erfist frá móður, hafa erfðafræðingar ályktað að síðasta sameiginlega formóðir alls mannkyns, sem skildi erfðamark sitt eftir hjá öllum núlifandi mönnum, hafi verið uppi fyrir um 90.000 til 200.000 árum.[69][70][71]

Æviskeið

breyta
 
10 mm langt mannsfóstur 5 vikna gamalt.

Æxlun manna á sér venjulega stað með innri frjóvgun við samfarir, en getur líka farið fram með tæknifrjóvgun.[72] Meðalmeðganga stendur í 38 vikur, en eðlileg meðganga getur verið breytileg um allt að 37 daga.[73] Fósturvísirinn vex fram að 9. viku, en þá er hann skilgreindur sem fóstur.[74] Menn geta komið fæðingu af stað eða framkvæmt keisaraskurð ef læknar telja þörf á að barnið fæðist fyrir tímann.[75] Í þróuðum ríkjum eru nýburar oftast 3-4 kg að þyngd og 47-53 cm að lengd við fæðingu.[76][77] Í þróunarríkjum er lág fæðingarþyngd algeng og á þátt í hærri tíðni ungbarnadauða í þeim löndum.[78]

Miðað við aðrar tegundir er fæðing mjög hættuleg mönnum, og mun meiri hætta á vandamálum og dauða móður og barns.[79] Stærð höfuðs fóstursins er hlutfallslega mun nær stærð mjaðmagrindarinnar en hjá öðrum fremdardýrum.[80] Ástæður þessa eru ekki með öllu ljósar. Oft hefur þetta verið skýrt með því að þróun tvífætlingsstöðu og stækkun heilans hafi valdið þessari fæðingarklemmu, en nýlegar rannsóknir benda til þess að ástæðurnar gætu verið flóknari.[80][81] Þetta leiðir til sársaukafullrar fæðingar sem getur tekið yfir 24 tíma.[82] Líkurnar á vel heppnaðri fæðingu jukust mikið á 20. öld með þróun læknisfræði í auðugri löndum. Í öðrum heimshlutum er náttúruleg fæðing enn hættuleg og tíðni mæðradauða um 100 sinnum hærri en í þróuðum ríkjum.[83]

Bæði kynin annast börn manna, ólíkt öðrum fremdardýrum þar sem móðirin sér aðallega um ungviðið.[84] Ungabörn eru háð umönnun við fæðingu. Þau vaxa í nokkur ár og verða venjulega kynþroska 15 til 17 ára gömul.[85][86][87] Ævi manna er gjarnan skipt í nokkur æviskeið. Algengt er að tala um ungabörn, börn, unglinga, fullorðið fólk og aldraða.[88] Lengd þessara æviskeiða er breytileg eftir menningarsvæðum og tímabilum, en markast meðal annars af vaxtarkipp á kynþroskaskeiðinu skömmu áður en einstaklingur verður fullvaxta.[89] Konur ganga gegnum tíðahvörf og verða ófrjóar um 50 ára aldur.[90] Stungið hefur verið upp á því að tíðahvörfin auki möguleika kvenna á að eignast afkomendur með því að gefa þeim tækifæri til að einbeita sér að þeim börnum sem fyrir eru, og síðan þeirra börnum (ömmutilgátan), fremur en halda áfram að eiga börn fram á gamals aldur.[91][92]

Ævilengd hvers einstaklings ræðst af tveimur meginþáttum: erfðum og lífstíl.[93] Af ýmsum ástæðum, meðal annars líffræðilegum, lifa konur að jafnaði fjórum árum lengur en karlar.[94] Árið 2018 voru lífslíkur stúlkna við fæðingu áætlaðar 74,9 ár á heimsvísu, samanborið við 70,4 ár hjá drengjum.[95][96] Mikill munur er á lífslíkum eftir landsvæðum sem fer að mestu saman við efnahagsþróun. Lífslíkur stúlkna í Hong Kong eru þannig til dæmis 87,6 ár og drengja 81,8 ár, meðan í Mið-Afríkulýðveldinu eru lífslíkur stúlkna aðeins 55,0 ár og drengja 50,6 ár.[97][98] Almennt eykst hlutfall aldraðra í þróuðum ríkjum, þar sem miðaldur er í kringum 40 ár. Í þróunarríkjum er miðaldur milli 15 og 20 ár. Í Evrópu er til dæmis einn af hverjum fjórum 60 ára og eldri, meðan þetta hlutfall er aðeins einn af tuttugu í Afríku.[99] Fjöldi tíræðra (fólks sem náð hefur 100 ára aldri) í heiminum var talinn standa í 210.000 árið 2002, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.[100]

Æviskeið manna
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ungabörn, drengur og stúlka Börn, drengur og stúlka Ungt fólk, piltur og stúlka Fullorðinn karl og kona Gamall karl og kona

Búsvæði og útbreiðsla

breyta
 
Tókýó er stærsta stórborgarsvæði heims.
 
Jörðin séð úr geimnum 2016, þar sem umfang mannabyggðar sést á ljósmagni.

Fyrstu bústaðir manna voru reistir í námunda við vatn og aðrar náttúruauðlindir sem þeir gátu nýtt sér til viðurværis, eins og veiðidýr og ræktarland fyrir jarðrækt og húsdýr.[101] Nútímamenn hafa þróað mikla getu til að breyta búsvæðum sínum sér í hag með tækni, eins og áveitum, borgarskipulagi, byggingartækni, skógeyðingu og eyðimerkurmyndun.[102] Mannabyggð er áfram viðkvæm fyrir náttúruhamförum, sérstaklega ef hún er staðsett á hættusvæðum og þar sem byggingar eru af litlum gæðum vegna fátæktar.[103] Hópamyndun og markviss breyting búsvæða hafa meðal annars þau markmið að veita vörn, safna saman þægindum og auðlegð, auka við fæðuframboð, bæta fagurfræði, auka þekkingu og efla vöruskipti.[104]

Menn hafa mikla aðlögunarhæfni, þrátt fyrir að hafa lítið þol gagnvart ýmsum aðstæðum óstuddir af tækni.[105] Með nýsköpun hafa menn aðlagað þolmörk sín að alls konar hitastigi, rakastigi, og hæð.[105] Afleiðingin er sú að menn hafa dreifst um alla Jörðina og finnast nær alls staðar, frá hitabeltisregnskógumeyðimörkum að köldum pólsvæðum og menguðum iðnaðarborgum. Flestar aðrar dýrategundir eru bundnar við nokkur landfræðileg svæði vegna takmarkaðrar aðlögunarhæfni.[106] Mannkynið dreifist samt ekki jafnt um yfirborð Jarðar, þar sem þéttleiki byggðar er breytilegur frá einu svæði til annars og stór svæði eru nær óbyggð, eins og Suðurskautslandið og hafsvæðin.[105][107] Flest fólk (61%) lifir í Asíu; aðrir lifa í Ameríku (14%), Afríku (14%), Evrópu (11%) og Eyjaálfu (0.5%).[108]

Á síðustu öld hefur mönnum tekist að kanna jaðarsvæði eins og Suðurskautslandið, hafdjúpin og geiminn.[109] Mannabyggð á þessum erfiðu svæðum er mjög takmarkandi og dýr, oftast tímabundin og sett upp í vísindalegum eða hernaðarlegum tilgangi, eða fyrir ábatasaman iðnað.[109] Menn hafa heimsótt Tunglið og kannað aðra hnetti með manngerðum sjálfstýrðum geimförum.[110][111][112] Frá aldamótunum 2000 hefur verið stöðug mannabyggð í geimnum, í Alþjóðlegu geimstöðinni.[113]

Áætlað er að fjöldi manna þegar landbúnaður kom fram á sjónarsviðið um 10.000 f.o.t. hafi verið milli 1 milljón og 15 milljónir.[114][115] Milli 50 og 60 milljónir manna bjuggu í Rómaveldi á 4. öld.[116] Kýlapest, sem kemur fyrst fyrir í heimildum frá 6. öld, minnkaði mannfjöldann um helming, og í Svartadauða létust 75-200 milljónir í Evrasíu og Norður-Afríku.[117] Talið er að mannfjöldinn hafi náð 1 milljarði árið 1800. Síðan þá hefur hann aukist með veldisvexti. Hann náði 2 milljörðum árið 1930 og þremur árið 1960, fjórum árið 1975, fimm árið 1987 og sex milljörðum árið 1999.[118] Mannfjöldinn fór yfir 7 milljarða árið 2011 og náði 8 milljörðum að talið er 15. nóvember 2022.[119] Samanlagður lífmassi kolefnis alls fólks á Jörðinni árið 2018 var áætlaður 60 milljón tonn, um tíu sinnum meiri en lífmassi allra villtra spendýra.[120]

Árið 2018 bjuggu 4,2 milljarðar manna (55%) í þéttbýli, miðað við 751 milljón árið 1950.[121] Þéttbýlustu svæðin er að finna í Norður-Ameríku (82%), Suður-Ameríku (81%), Evrópu (74%) og Eyjaálfu (68%), en um 90% af dreifbýlisbúum heims búa í Afriku og Asíu.[121] Líf í borgum felur í sér ýmis konar áskoranir eins og mengun og glæpi,[122] sérstaklega í miðborgum og fátækrahverfum. Áætlað er að bæði heildarmannfjöldinn og hlutfall íbúa í þéttbýli muni aukast mikið á næstu áratugum.[123] Menn hafa mjög mikil umhverfisáhrif. Þeir eru topprándýr og eru sjaldan fæða annarra rándýra.[124] Mannfjöldaþróun, iðnvæðing, landbúnaður, ofneysla og brennsla jarðefniseldsneytis hafa leitt til umhverfisspjalla sem hafa meðal annars drifið áfram yfirstandandi fjöldaútdauða annarra lífvera.[125][126] Menn eru meginástæða núverandi loftslagsbreytinga[127] sem gætu hraðað Hólósenútdauðanum.[128][125]

Tilvísanir

breyta
  1. „Day of 8 Billion“. United Nations. Sótt 15.6.2023.
  2. Spamer EE (29. janúar 1999). „Know Thyself: Responsible Science and the Lectotype of Homo sapiens Linnaeus, 1758“. Proceedings of the Academy of Natural Sciences. 149 (1): 109–14. JSTOR 4065043.
  3. Porkorny (1959) s.v. "g'hðem" pp. 414–16; "Homo." Dictionary.com Unabridged (v 1.1). Random House, Inc. 23. september 2008. „Homo“. Dictionary.com. Afrit af uppruna á 27. september 2008.
  4. Spamer, Earle E. (1999). „Know Thyself: Responsible Science and the Lectotype of Homo sapiens Linnaeus, 1758“. Proceedings of the Academy of Natural Sciences of Philadelphia. 149: 109–114. ISSN 0097-3157. JSTOR 4065043.
  5. „Definition of HUMAN“. www.merriam-webster.com (enska). Sótt 31. mars 2021.
  6. Barras C. „We don't know which species should be classed as 'human'. www.bbc.com (enska). Sótt 31. mars 2021.
  7. „Man“. Online Etymology Dictionary. Sótt 21-9-2021.
  8. „Maður“. Málið.is. Sótt 21-9-2021.
  9. Eiríkur Rögnvaldsson (13-5-2021). „Hvað merkir „maður"?“. Sótt 21-9-2021.
  10. Tuttle, Russell H. (4. október 2018). „Hominoidea: conceptual history“. Í Trevathan, Wenda; Cartmill, Matt; Dufour, Dana; Larsen, Clark (ritstjórar). International Encyclopedia of Biological Anthropology (enska). Hoboken, New Jersey, BNA: John Wiley & Sons, Inc. bls. 1–2. doi:10.1002/9781118584538.ieba0246. ISBN 978-1-118-58442-2. Sótt 26. maí 2021.[óvirkur tengill]
  11. Tattersall I, Schwartz J (2009). „Evolution of the Genus Homo“. Annual Review of Earth and Planetary Sciences. 37 (1): 67–92. Bibcode:2009AREPS..37...67T. doi:10.1146/annurev.earth.031208.100202.
  12. Goodman M, Tagle DA, Fitch DH, Bailey W, Czelusniak J, Koop BF, og fleiri (Mars 1990). „Primate evolution at the DNA level and a classification of hominoids“. Journal of Molecular Evolution. 30 (3): 260–6. Bibcode:1990JMolE..30..260G. doi:10.1007/BF02099995. PMID 2109087. S2CID 2112935.
  13. Ruvolo M (Mars 1997). „Molecular phylogeny of the hominoids: inferences from multiple independent DNA sequence data sets“. Molecular Biology and Evolution. 14 (3): 248–65. doi:10.1093/oxfordjournals.molbev.a025761. PMID 9066793.
  14. Brahic, C. (2012). „Our True Dawn“. New Scientist. 216 (2892): 34–37. Bibcode:2012NewSc.216...34B. doi:10.1016/S0262-4079(12)63018-8.
  15. MacAndrew A. „Human Chromosome 2 is a fusion of two ancestral chromosomes“. Evolution pages. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. ágúst 2011. Sótt 18. maí 2006.
  16. Villmoare, B.; Kimbel, W. H.; Seyoum, C.; og fleiri (2015). „Early Homo at 2.8 Ma from Ledi-Geraru, Afar, Ethiopia“. Science. 347 (6228): 1352–1355. Bibcode:2015Sci...347.1352V. doi:10.1126/science.aaa1343. PMID 25739410.
  17. Zhu, Zhaoyu; Dennell, Robin; Huang, Weiwen; Wu, Yi; Qiu, Shifan; Yang, Shixia; Rao, Zhiguo; Hou, Yamei; Xie, Jiubing; Han, Jiangwei; Ouyang, Tingping (2018). „Hominin occupation of the Chinese Loess Plateau since about 2.1 million years ago“. Nature. 559 (7715): 608–612. Bibcode:2018Natur.559..608Z. doi:10.1038/s41586-018-0299-4. PMID 29995848. S2CID 49670311.
  18. „Out of Africa Revisited“. Science (This Week in Science). 308 (5724): 921. 13. maí 2005. doi:10.1126/science.308.5724.921g. ISSN 0036-8075. S2CID 220100436.
  19. Stringer C (Júní 2003). „Human evolution: Out of Ethiopia“. Nature. 423 (6941): 692–3, 695. Bibcode:2003Natur.423..692S. doi:10.1038/423692a. PMID 12802315. S2CID 26693109.
  20. Johanson D (maí 2001). „Origins of Modern Humans: Multiregional or Out of Africa?“. actionbioscience. Washington, DC: American Institute of Biological Sciences. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. nóvember 2010. Sótt 23. nóvember 2009.
  21. Posth C, Renaud G, Mittnik A, Drucker DG, Rougier H, Cupillard C, og fleiri (Mars 2016). „Pleistocene Mitochondrial Genomes Suggest a Single Major Dispersal of Non-Africans and a Late Glacial Population Turnover in Europe“. Current Biology. 26 (6): 827–33. doi:10.1016/j.cub.2016.01.037. hdl:2440/114930. PMID 26853362. S2CID 140098861.
  22. Karmin M, Saag L, Vicente M, Wilson Sayres MA, Järve M, Talas UG, og fleiri (Apríl 2015). „A recent bottleneck of Y chromosome diversity coincides with a global change in culture“. Genome Research. 25 (4): 459–66. doi:10.1101/gr.186684.114. PMC 4381518. PMID 25770088.
  23. Clarkson C, Jacobs Z, Marwick B, Fullagar R, Wallis L, Smith M, og fleiri (Júlí 2017). „Human occupation of northern Australia by 65,000 years ago“. Nature. 547 (7663): 306–310. Bibcode:2017Natur.547..306C. doi:10.1038/nature22968. hdl:2440/107043. PMID 28726833. S2CID 205257212.
  24. Lowe DJ (2008). „Polynesian settlement of New Zealand and the impacts of volcanism on early Maori society: an update“ (PDF). University of Waikato. Afrit (PDF) af uppruna á 22. maí 2010. Sótt 29. apríl 2010.
  25. Appenzeller T (maí 2012). „Human migrations: Eastern odyssey“. Nature. 485 (7396): 24–6. Bibcode:2012Natur.485...24A. doi:10.1038/485024a. PMID 22552074.
  26. 26,0 26,1 Reich D, Green RE, Kircher M, Krause J, Patterson N, Durand EY, og fleiri (desember 2010). „Genetic history of an archaic hominin group from Denisova Cave in Siberia“. Nature. 468 (7327): 1053–60. Bibcode:2010Natur.468.1053R. doi:10.1038/nature09710. hdl:10230/25596. PMC 4306417. PMID 21179161.
  27. Hammer MF (maí 2013). „Human Hybrids“ (PDF). Scientific American. 308 (5): 66–71. Bibcode:2013SciAm.308e..66H. doi:10.1038/scientificamerican0513-66. PMID 23627222. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. ágúst 2018.
  28. Yong E (júlí 2011). „Mosaic humans, the hybrid species“. New Scientist. 211 (2823): 34–38. Bibcode:2011NewSc.211...34Y. doi:10.1016/S0262-4079(11)61839-3.
  29. Ackermann RR, Mackay A, Arnold ML (október 2015). „The Hybrid Origin of "Modern" Humans“. Evolutionary Biology. 43 (1): 1–11. doi:10.1007/s11692-015-9348-1. S2CID 14329491.
  30. Noonan JP (maí 2010). „Neanderthal genomics and the evolution of modern humans“. Genome Research. 20 (5): 547–53. doi:10.1101/gr.076000.108. PMC 2860157. PMID 20439435.
  31. Abi-Rached L, Jobin MJ, Kulkarni S, McWhinnie A, Dalva K, Gragert L, og fleiri (október 2011). „The shaping of modern human immune systems by multiregional admixture with archaic humans“. Science. 334 (6052): 89–94. Bibcode:2011Sci...334...89A. doi:10.1126/science.1209202. PMC 3677943. PMID 21868630.
  32. Boyd R, Silk JB (2003). How Humans Evolved. New York City: Norton. ISBN 978-0-393-97854-4.
  33. Sender R; Fuchs S; Milo R (2016). „Revised Estimates for the Number of Human and Bacteria Cells in the Body“. 14 (8). PLoS Biology. doi:10.1371/journal.pbio.1002533.
  34. Roza G (2007). Inside the human body : using scientific and exponential notation. New York: Rosen Pub. Group's PowerKids Press. bls. 21. ISBN 978-1-4042-3362-1.
  35. „Human Anatomy“. Inner Body. Afrit af uppruna á 5. janúar 2013. Sótt 6. janúar 2013.
  36. Collins D (1976). The Human Revolution: From Ape to Artist. bls. 208. ISBN 978-0714816760.
  37. J.M., Marks (2001). Human Biodiversity: Genes, Race, and History (enska). Transaction Publishers. bls. 16. ISBN 978-0-202-36656-2.
  38. 38,0 38,1 O'Neil D. „Humans“. Primates. Palomar College. Afrit af uppruna á 11. janúar 2013. Sótt 6. janúar 2013.
  39. „How to be Human: The reason we are so scarily hairy“. New Scientist. 2017. Sótt 29. apríl 2020.
  40. Sandel AA (september 2013). „Brief communication: Hair density and body mass in mammals and the evolution of human hairlessness“. American Journal of Physical Anthropology. 152 (1): 145–50. doi:10.1002/ajpa.22333. hdl:2027.42/99654. PMID 23900811.
  41. Kirchweger G (2. febrúar 2001). „The Biology of Skin Color: Black and White“. Evolution: Library. PBS. Afrit af uppruna á 16. febrúar 2013. Sótt 6. janúar 2013.
  42. Roser M, Appel C, Ritchie H (8. október 2013). „Human Height“. Our World in Data.
  43. „Senior Citizens Do Shrink – Just One of the Body Changes of Aging“. News. Senior Journal. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2013. Sótt 6. janúar 2013.
  44. Bogin B, Rios L (september 2003). „Rapid morphological change in living humans: implications for modern human origins“. Comparative Biochemistry and Physiology. Part A, Molecular & Integrative Physiology. 136 (1): 71–84. doi:10.1016/S1095-6433(02)00294-5. PMID 14527631.
  45. „Human weight“. Articleworld.org. Afrit af uppruna á 8. desember 2011. Sótt 10. desember 2011.
  46. Schlessingerman A (2003). „Mass Of An Adult“. The Physics Factbook: An Encyclopedia of Scientific Essays. Afrit af uppruna á 1. janúar 2018. Sótt 31. desember 2017.
  47. Kushner R (2007). Treatment of the Obese Patient (Contemporary Endocrinology). Totowa, NJ: Humana Press. bls. 158. ISBN 978-1-59745-400-1. Sótt 5. apríl 2009.
  48. Adams JP, Murphy PG (júlí 2000). „Obesity in anaesthesia and intensive care“. British Journal of Anaesthesia. 85 (1): 91–108. doi:10.1093/bja/85.1.91. PMID 10927998.
  49. Lombardo MP, Deaner RO (mars 2018). „Born to Throw: The Ecological Causes that Shaped the Evolution of Throwing In Humans“. The Quarterly Review of Biology (enska). 93 (1): 1–16. doi:10.1086/696721. ISSN 0033-5770. S2CID 90757192.
  50. Parker-Pope, Tara (27. október 2009). „The Human Body Is Built for Distance“. The New York Times. Afrit af uppruna á 5. nóvember 2015.
  51. John B. „What is the role of sweating glands in balancing body temperature when running a marathon?“. Livestrong.com. Afrit af uppruna á 31. janúar 2013. Sótt 6. janúar 2013.
  52. Therman E (1980). Human Chromosomes: Structure, Behavior, Effects. Springer US. bls. 112–24. doi:10.1007/978-1-4684-0107-3. ISBN 978-1-4684-0109-7. S2CID 36686283.
  53. Edwards JH, Dent T, Kahn J (júní 1966). „Monozygotic twins of different sex“. Journal of Medical Genetics. 3 (2): 117–23. doi:10.1136/jmg.3.2.117. PMC 1012913. PMID 6007033.
  54. Machin GA (janúar 1996). „Some causes of genotypic and phenotypic discordance in monozygotic twin pairs“. American Journal of Medical Genetics. 61 (3): 216–28. doi:10.1002/(SICI)1096-8628(19960122)61:3<216::AID-AJMG5>3.0.CO;2-S. PMID 8741866.
  55. Jonsson H, Magnusdottir E, Eggertsson HP, Stefansson OA, Arnadottir GA, Eiriksson O, og fleiri (janúar 2021). „Differences between germline genomes of monozygotic twins“. Nature Genetics. 53 (1): 27–34. doi:10.1038/s41588-020-00755-1. PMID 33414551. S2CID 230986741.
  56. „Genetic – Understanding Human Genetic Variation“. Human Genetic Variation. National Institute of Health (NIH). Afrit af upprunalegu geymt þann 25. ágúst 2013. Sótt 13. desember 2013. „Between any two humans, the amount of genetic variation—biochemical individuality—is about 0.1%.“
  57. Levy S, Sutton G, Ng PC, Feuk L, Halpern AL, Walenz BP, og fleiri (september 2007). „The diploid genome sequence of an individual human“. PLOS Biology. 5 (10): e254. doi:10.1371/journal.pbio.0050254. PMC 1964779. PMID 17803354.
  58. Race, Ethnicity, and Genetics Working Group (október 2005). „The use of racial, ethnic, and ancestral categories in human genetics research“. American Journal of Human Genetics. 77 (4): 519–32. doi:10.1086/491747. PMC 1275602. PMID 16175499.
  59. „Chimps show much greater genetic diversity than humans“. Media. University of Oxford. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2013. Sótt 13. desember 2013.
  60. Harpending HC, Batzer MA, Gurven M, Jorde LB, Rogers AR, Sherry ST (febrúar 1998). „Genetic traces of ancient demography“. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 95 (4): 1961–7. Bibcode:1998PNAS...95.1961H. doi:10.1073/pnas.95.4.1961. PMC 19224. PMID 9465125.
  61. Jorde LB, Rogers AR, Bamshad M, Watkins WS, Krakowiak P, Sung S, og fleiri (apríl 1997). „Microsatellite diversity and the demographic history of modern humans“. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 94 (7): 3100–3. Bibcode:1997PNAS...94.3100J. doi:10.1073/pnas.94.7.3100. PMC 20328. PMID 9096352.
  62. Wade N (7. mars 2007). „Still Evolving, Human Genes Tell New Story“. The New York Times. Afrit af uppruna á 14. janúar 2012. Sótt 13. febrúar 2012.
  63. Pennisi E (febrúar 2001). „The human genome“. Science. 291 (5507): 1177–80. doi:10.1126/science.291.5507.1177. PMID 11233420. S2CID 38355565.
  64. Rotimi CN, Adeyemo AA (febrúar 2021). „From one human genome to a complex tapestry of ancestry“. Nature. 590 (7845): 220–221. Bibcode:2021Natur.590..220R. doi:10.1038/d41586-021-00237-2. PMID 33568827. S2CID 231882262.
  65. Altshuler DM, Gibbs RA, Peltonen L, Altshuler DM, Gibbs RA, Peltonen L, og fleiri (september 2010). „Integrating common and rare genetic variation in diverse human populations“. Nature. 467 (7311): 52–8. Bibcode:2010Natur.467...52T. doi:10.1038/nature09298. PMC 3173859. PMID 20811451.
  66. Bergström A, McCarthy SA, Hui R, Almarri MA, Ayub Q, Danecek P, og fleiri (mars 2020). „Insights into human genetic variation and population history from 929 diverse genomes“. Science. 367 (6484): eaay5012. doi:10.1126/science.aay5012. PMC 7115999. PMID 32193295. "Populations in central and southern Africa, the Americas, and Oceania each harbor tens to hundreds of thousands of private, common genetic variants. Most of these variants arose as new mutations rather than through archaic introgression, except in Oceanian populations, where many private variants derive from Denisovan admixture."
  67. Biddanda A, Rice DP, Novembre J (2020). „A variant-centric perspective on geographic patterns of human allele frequency variation“. Elife. 9. doi:10.7554/eLife.60107. PMC 7755386. PMID 33350384.
  68. Pertea M, Salzberg SL (2010). „Between a chicken and a grape: estimating the number of human genes“. Genome Biology. 11 (5): 206. doi:10.1186/gb-2010-11-5-206. PMC 2898077. PMID 20441615.
  69. Cann RL, Stoneking M, Wilson AC (1987). „Mitochondrial DNA and human evolution“. Nature. 325 (6099): 31–6. Bibcode:1987Natur.325...31C. doi:10.1038/325031a0. PMID 3025745. S2CID 4285418.
  70. Soares P, Ermini L, Thomson N, Mormina M, Rito T, Röhl A, og fleiri (júní 2009). „Correcting for purifying selection: an improved human mitochondrial molecular clock“. American Journal of Human Genetics. 84 (6): 740–59. doi:10.1016/j.ajhg.2009.05.001. PMC 2694979. PMID 19500773. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2017.
  71. Poznik GD, Henn BM, Yee MC, Sliwerska E, Euskirchen GM, Lin AA, og fleiri (ágúst 2013). „Sequencing Y chromosomes resolves discrepancy in time to common ancestor of males versus females“. Science. 341 (6145): 562–5. Bibcode:2013Sci...341..562P. doi:10.1126/science.1237619. PMC 4032117. PMID 23908239.
  72. Shehan CL (2016). The Wiley Blackwell Encyclopedia of Family Studies, 4 Volume Set (enska). John Wiley & Sons. bls. 406. ISBN 978-0-470-65845-1. Afrit af uppruna á 10. september 2017.
  73. Jukic AM, Baird DD, Weinberg CR, McConnaughey DR, Wilcox AJ (október 2013). „Length of human pregnancy and contributors to its natural variation“. Human Reproduction. 28 (10): 2848–55. doi:10.1093/humrep/det297. PMC 3777570. PMID 23922246.
  74. Klossner NJ (2005). Introductory Maternity Nursing. bls. 103. ISBN 978-0-7817-6237-3. „The fetal stage is from the beginning of the 9th week after fertilization and continues until birth“
  75. World Health Organization (nóvember 2014). „Preterm birth Fact sheet N°363“. who.int. Afrit af uppruna á 7. mars 2015. Sótt 6. mars 2015.
  76. Kiserud T, Benachi A, Hecher K, Perez RG, Carvalho J, Piaggio G, Platt LD (febrúar 2018). „The World Health Organization fetal growth charts: concept, findings, interpretation, and application“. American Journal of Obstetrics and Gynecology. 218 (2S): S619–S629. doi:10.1016/j.ajog.2017.12.010. PMID 29422204. S2CID 46810955.
  77. „What is the average baby length? Growth chart by month“. www.medicalnewstoday.com (enska). 18. mars 2019. Sótt 18. apríl 2021.
  78. Khor GL (desember 2003). „Update on the prevalence of malnutrition among children in Asia“. Nepal Medical College Journal. 5 (2): 113–22. PMID 15024783.
  79. Rosenberg KR (1992). „The evolution of modern human childbirth“. American Journal of Physical Anthropology (enska). 35 (S15): 89–124. doi:10.1002/ajpa.1330350605. ISSN 1096-8644.
  80. 80,0 80,1 Pavličev M, Romero R, Mitteroecker P (janúar 2020). „Evolution of the human pelvis and obstructed labor: new explanations of an old obstetrical dilemma“. American Journal of Obstetrics and Gynecology. 222 (1): 3–16. doi:10.1016/j.ajog.2019.06.043. PMID 31251927. S2CID 195761874.
  81. Barras C (22. desember 2016). „The real reasons why childbirth is so painful and dangerous“. BBC.
  82. Kantrowitz B (2. júlí 2007). „What Kills One Woman Every Minute of Every Day?“. Newsweek. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2007. „A woman dies in childbirth every minute, most often due to uncontrolled bleeding and infection, with the world's poorest women most vulnerable. The lifetime risk is 1 in 16 in sub-Saharan Africa, compared to 1 in 2,800 in developed countries.“
  83. Rush D (júlí 2000). „Nutrition and maternal mortality in the developing world“. The American Journal of Clinical Nutrition. 72 (1 Suppl): 212S–240S. doi:10.1093/ajcn/72.1.212S. PMID 10871588.
  84. Laland KN, Brown G (2011). Sense and Nonsense: Evolutionary Perspectives on Human Behaviour (enska). Oxford University Press. bls. 7. ISBN 978-0-19-958696-7.
  85. Kail RV, Cavanaugh JC (2010). Human Development: A Lifespan View (5th. útgáfa). Cengage Learning. bls. 296. ISBN 978-0-495-60037-4.
  86. Schuiling KD, Likis FE (2016). Women's Gynecologic Health. Jones & Bartlett Learning. bls. 22. ISBN 978-1-284-12501-6. „The changes that occur during puberty usually happen in an ordered sequence, beginning with thelarche (breast development) at around age 10 or 11, followed by adrenarche (growth of pubic hair due to androgen stimulation), peak height velocity, and finally menarche (the onset of menses), which usually occurs around age 12 or 13.“
  87. Phillips DC (2014). Encyclopedia of Educational Theory and Philosophy. Sage Publications. bls. 18–19. ISBN 978-1-4833-6475-9. „On average, the onset of puberty is about 18 months earlier for girls (usually starting around the age of 10 or 11 and lasting until they are 15 to 17) than for boys (who usually begin puberty at about the age of 11 to 12 and complete it by the age of 16 to 17, on average).“
  88. Mintz S (1993). „Life stages“. Encyclopedia of American Social History. 3: 7–33.
  89. Soliman A, De Sanctis V, Elalaily R, Bedair S (nóvember 2014). „Advances in pubertal growth and factors influencing it: Can we increase pubertal growth?“. Indian Journal of Endocrinology and Metabolism. 18 (Suppl 1): S53-62. doi:10.4103/2230-8210.145075. PMC 4266869. PMID 25538878.
  90. Walker ML, Herndon JG (september 2008). „Menopause in nonhuman primates?“. Biology of Reproduction. 79 (3): 398–406. doi:10.1095/biolreprod.108.068536. PMC 2553520. PMID 18495681.
  91. Diamond J (1997). Why is Sex Fun? The Evolution of Human Sexuality. New York City: Basic Books. bls. 167–70. ISBN 978-0-465-03127-6.
  92. Peccei JS (2001). „Menopause: Adaptation or epiphenomenon?“. Evolutionary Anthropology. 10 (2): 43–57. doi:10.1002/evan.1013. S2CID 1665503.
  93. Marziali C (7. desember 2010). „Reaching Toward the Fountain of Youth“. USC Trojan Family Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. desember 2010. Sótt 7. desember 2010.
  94. Kalben BB (2002). „Why Men Die Younger: Causes of Mortality Differences by Sex“. Society of Actuaries. Afrit af uppruna á 1. júlí 2013.
  95. „Life expectancy at birth, female (years)“. World Bank. 2018. Sótt 13. október 2020.
  96. „Life expectancy at birth, male (years)“. World Bank. 2018. Sótt 13. október 2020.
  97. Conceição P, og fleiri (2019). Human Development Report (PDF). ISBN 978-92-1-126439-5.
  98. „Human Development Report 2019“ (PDF) (enska). United Nations Development Programme.
  99. „The World Factbook“. U.S. Central Intelligence Agency. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2009. Sótt 2. apríl 2005.
  100. „U.N. Statistics on Population Ageing“. United Nations. 28. febrúar 2002. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. desember 2005. Sótt 2. apríl 2005.
  101. Rector RK (2016). The Early River Valley Civilizations (First. útgáfa). New York, NY. bls. 10. ISBN 978-1-4994-6329-3. OCLC 953735302.
  102. „How People Modify the Environment“ (PDF). Westerville City School District. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 26. ágúst 2021. Sótt 13. mars 2019.
  103. „Natural disasters and the urban poor“ (PDF). World Bank. október 2003. Afrit (PDF) af uppruna á 9. ágúst 2017.
  104. Habitat UN (2013). The state of the world's cities 2012 / prosperity of cities. [London]: Routledge. bls. x. ISBN 978-1-135-01559-6. OCLC 889953315.
  105. 105,0 105,1 105,2 Piantadosi CA (2003). The biology of human survival : life and death in extreme environments. Oxford: Oxford University Press. bls. 2–3. ISBN 978-0-19-974807-5. OCLC 70215878.
  106. O'Neil D. „Human Biological Adaptability; Overview“. Palomar College. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2013. Sótt 6. janúar 2013.
  107. „Population distribution and density“. BBC. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2017. Sótt 26. júní 2017.
  108. Bunn SE, Arthington AH (október 2002). „Basic principles and ecological consequences of altered flow regimes for aquatic biodiversity“. Environmental Management. 30 (4): 492–507. doi:10.1007/s00267-002-2737-0. hdl:10072/6758. PMID 12481916. S2CID 25834286.
  109. 109,0 109,1 Heim BE (1990–1991). „Exploring the Last Frontiers for Mineral Resources: A Comparison of International Law Regarding the Deep Seabed, Outer Space, and Antarctica“. Vanderbilt Journal of Transnational Law. 23: 819.
  110. „Mission to Mars: Mars Science Laboratory Curiosity Rover“. Jet Propulsion Laboratory. Afrit af uppruna á 18. ágúst 2015. Sótt 26. ágúst 2015.
  111. „Touchdown! Rosetta's Philae probe lands on comet“. European Space Agency. 12. nóvember 2014. Afrit af uppruna á 22. ágúst 2015. Sótt 26. ágúst 2015.
  112. „NEAR-Shoemaker“. NASA. Afrit af uppruna á 26. ágúst 2015. Sótt 26. ágúst 2015.
  113. Kraft R (11. desember 2010). „JSC celebrates ten years of continuous human presence aboard the International Space Station“. JSC Features. Johnson Space Center. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2012. Sótt 13. febrúar 2012.
  114. Tellier LN (2009). Urban world history: an economic and geographical perspective. bls. 26. ISBN 978-2-7605-1588-8.
  115. Thomlinson R (1975). Demographic problems; controversy over population control (2nd. útgáfa). Ecino, California: Dickenson Pub. Co. ISBN 978-0-8221-0166-6.
  116. Harl KW (1998). „Population estimates of the Roman Empire“. Tulane.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. maí 2016. Sótt 8. desember 2012.
  117. Zietz BP, Dunkelberg H (febrúar 2004). „The history of the plague and the research on the causative agent Yersinia pestis“. International Journal of Hygiene and Environmental Health. 207 (2): 165–78. doi:10.1078/1438-4639-00259. PMC 7128933. PMID 15031959.
  118. „World's population reaches six billion“. BBC News. 5. ágúst 1999. Afrit af uppruna á 15. apríl 2008. Sótt 5. febrúar 2008.
  119. „Day of 8 Billion“. Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 4.9.2023.
  120. Bar-On YM, Phillips R, Milo R (júní 2018). „The biomass distribution on Earth“. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 115 (25): 6506–6511. doi:10.1073/pnas.1711842115. PMC 6016768. PMID 29784790.
  121. 121,0 121,1 „68% of the world population projected to live in urban areas by 2050, says UN“. United Nations Department of Economic and Social Affairs (DESA) (bandarísk enska). 16. maí 2018. Sótt 18. apríl 2021.
  122. Duhart DT (október 2000). Urban, Suburban, and Rural Victimization, 1993–98 (PDF). U.S. Department of Justice, Bureau of Justice Statistics. Sótt 1. október 2006.
  123. „World Urbanization Prospects, the 2011 Revision“. Population Division, United Nations. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2013. Sótt 4. júlí 2013.
  124. Roopnarine PD (mars 2014). „Humans are apex predators“. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 111 (9): E796. Bibcode:2014PNAS..111E.796R. doi:10.1073/pnas.1323645111. PMC 3948303. PMID 24497513.
  125. 125,0 125,1 Stokstad E (5. mai 2019). „Landmark analysis documents the alarming global decline of nature“. Science (enska). AAAS. Sótt 9. maí 2021. „For the first time at a global scale, the report has ranked the causes of damage. Topping the list, changes in land use—principally agriculture—that have destroyed habitat. Second, hunting and other kinds of exploitation. These are followed by climate change, pollution, and invasive species, which are being spread by trade and other activities. Climate change will likely overtake the other threats in the next decades, the authors note. Driving these threats are the growing human population, which has doubled since 1970 to 7.6 billion, and consumption. (Per capita of use of materials is up 15% over the past 5 decades.)“
  126. Pimm S, Raven P, Peterson A, Sekercioglu CH, Ehrlich PR (júlí 2006). „Human impacts on the rates of recent, present, and future bird extinctions“. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 103 (29): 10941–6. Bibcode:2006PNAS..10310941P. doi:10.1073/pnas.0604181103. PMC 1544153. PMID 16829570.* Barnosky AD, Koch PL, Feranec RS, Wing SL, Shabel AB (október 2004). „Assessing the causes of late Pleistocene extinctions on the continents“. Science. 306 (5693): 70–5. Bibcode:2004Sci...306...70B. CiteSeerX 10.1.1.574.332. doi:10.1126/science.1101476. PMID 15459379. S2CID 36156087.
  127. „Climate Change 2001: Working Group I: The Scientific Basis“. grida.no/. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júní 2007. Sótt 30. maí 2007.
  128. Lewis OT (janúar 2006). „Climate change, species-area curves and the extinction crisis“. Philosophical Transactions of the Royal Society of London. Series B, Biological Sciences. 361 (1465): 163–71. doi:10.1098/rstb.2005.1712. PMC 1831839. PMID 16553315.