Hugfræði rannsakar allt sem viðkemur hugarstarfi lífvera og jafnvel véla eins og tölva. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna minni, athygli, hugsun, skilning og tungumál. Það mætti líka segja að gervigreind tilheyri viðfangsefni hugfræði. Hugfræði leggur áherslu á að rannsaka „hugbúnað“ heilans, en síður „vélbúnað“.

Hugfræði er náskyld vitsmunavísindum.

Hugfræði innan sálfræði

breyta

Hugfræði er ein af undirgreinum sálfræði. Þeir sem leggja stund á hugfræðilega sálfræði leitast við að þekkja og skilja hugarferla fólks. Slíkir ferlar koma meðal annars við sögu við þrautalausn, í minni og í notkun á tungumálum. Þeir sem leggja stund á hugfræði innan sálfræði vilja skilja þá hugarferla sem eiga sér stað á milli þess sem gerist eftir að áreiti dynja á fólki og þar til svör koma frá því.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.