Eyðimörk
Eyðimörk er í landafræði svæði þar sem úrkoma er minni en 250 mm á ári. Slík svæði einkennast af litlum gróðri og þekja nú um það bil einn þriðja af jörðinni. Köld svæði Suðurskautslandsins og Grænlands eru eyðimerkur vegna kulda. Orðið eyðimörk er þó oftar notað um svæði þar sem úrkoma er tvöfalt minni en uppgufun. Einnig geta jarðlög á ýmsum svæðum verið svo gropin að úrkoma nýtist ekki gróðri og þau verða gróðurvana af þeim sökum.

Atacama eyðimörk
Stærstu eyðimerkurnarBreyta
Taflan sýnir tíu stærstu svæði jarðarinnar sem flokkuð eru undir eyðimerkurhugtakið, annaðhvort vegna skorts á úrkomu eða vegna kulda, nema hvort tveggja sé.
Eyðimörk | Flatarmál (km²) | Flatarmál (mi²) |
---|---|---|
Suðurskautslandið (Antarktíka) | 14 000 000 | 5 405 430 |
Sahara (Afríka) | 9 000 000 | 3 474 919 |
Grænlandsjökull (Norður-Ameríka) | 2 000 000 | 772 204 |
Góbí eyðimörkin (Asía) | 1 125 000 | 434 364 |
Rub' al Khali eyðimörkin (Sádí-Arabía) | 650 000 | 250 966 |
Kalaharíeyðimörkin (Afríka) | 580 000 | 223 939 |
Sandauðnin mikla (Ástralía) | 414 000 | 159 846 |
Karakúm eyðimörkin (Asía) | 350 000 | 135 135 |
Taklamakan eyðimörkin (Asía) | 344 000 | 132 819 |
Namíbeyðimörkin (Afríka) | 310 000 | 119 691 |