Hegðun

(Endurbeint frá Atferli)

Hegðun eða atferli er látæði tiltekinnar lífveru, ytra framferði hennar, og getur verið bæði meðvitað og ómeðvituð, viljastýrt sem og sjálfvirkt.

Skinnerbúr hefur verið notað til að rannsaka atferli dýra.

Hegðun lífvera ræðst af taugakerfi þeirra. Sé taugakerfið flókið er hegðun lífverunnar það líka. Flókin taugakerfi bjóða einnig upp á fleiri tækifæri til þess að breyta hegðun lífverunnar með námi. Stundum er talað um hegðun dauðra hluta, s.s. tölvu, en menn greinir á um hvort það sé rétt notkun á hugtakinu þar eð hegðun krefst geranda og ekki eru allir sammála um að dauðir hlutir séu gerendur í þeirri merkingu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.