Örverumengi mannsins

Örverumengi mannsins eru öll þau örverumengi sem hafast við í eða á mannslíkamanum og líkamsvessum og búsvæði þeirra í líffærum eins og húð, mjólkurkirtlum, sæðisvökva, eggjastokkum, slímhúð í munni, munnvatni, slímhúð í auga, gallrás og meltingarvegi. Tegundir lífvera sem mynda þetta örverumengi eru bakteríur, fyrnur, sveppir, frumverur og vírusar. Smásæ dýr sem lifa á mannslíkamanum eru oftast ekki talin tilheyra örverumenginu. Í erfðamengjafræði er hugtakið stundum notað yfir samanlagt erfðamengi allra örvera sem lifa á og í manninum.[1]

Skýringarmynd sem lýsir flokkum örvera á ólíkum stöðum á húð mannsins.

Margar tegundir örvera hafa manninn sem búsvæði og samanlagður fjöldi fruma þeirra er álíka mikill og fjöldi mannsfruma.[2] Sumar af þessum örverum lifa gistilífi á mannlegum hýslum meðan aðrar lifa samlífi með honum.[1][3] Sumar örverur sem lifa á manninum eru tækifærissýklar og geta valdið hýslinum skaða við tilteknar aðstæður, og sumar af þeim sem ekki teljast til sýkla geta samt skaðað hýsilinn með umbrotsefnum sem þær framleiða. Sumar örverur vinna hýslinum gagn með starfsemi sinni, en hlutverk þeirra er ekki endilega vel þekkt. Örverur sem eru til staðar og valda engum skaða undir venjulegum kringumstæðum eru kallaðar staðarflóra eða eðlileg örveruflóra.

Bandaríska rannsóknarverkefnið Human Microbiome Project fékkst við að kortleggja örverumengi mannsins frá 2007 til 2016, með sérstakri áherslu á örverur á húð, í munni, nefi, meltingarvegi og legi.[1] Fyrstu niðurstöður verkefnisins komu út árið 2012.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Sherwood L, Willey J, Woolverton C (2013). Prescott's Microbiology (9th. útgáfa). New York: McGraw Hill. bls. 713–721. ISBN 9780073402406. OCLC 886600661.
  2. Sender R, Fuchs S, Milo R (Janúar 2016). „Are We Really Vastly Outnumbered? Revisiting the Ratio of Bacterial to Host Cells in Humans“. Cell. 164 (3): 337–40. doi:10.1016/j.cell.2016.01.013. PMID 26824647.
  3. Quigley EM (september 2013). „Gut bacteria in health and disease“. Gastroenterology & Hepatology. 9 (9): 560–9. PMC 3983973. PMID 24729765.
  4. „NIH Human Microbiome Project defines normal bacterial makeup of the body“. NIH News. 13. júní 2012.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.