Taugakerfið

(Endurbeint frá Taugakerfi)

Taugakerfið er líffærakerfi sem sér um skynjun og samhæfingu hreyfingar með því að senda boð á milli mismunandi hluta líkamans og bregðast við ytra áreiti. Í samvinnu við innkirtlakerfið stuðlar það að því að halda jafnvægi í líkamanum.

Taugakerfið

Taugakerfinu er skipt í tvennt, miðtaugakerfið sem heilinn og mænan falla undir og úttaugakerfið sem viljastýrða kerfið og sjálfvirka taugakerfið falla undir. Sjálfvirka kerfinu er síðan aftur skipt í sympatíska og parasympatíska kerfið.


Líffærakerfi mannsins
Hjarta- og æðakerfið - Meltingarkerfið - Innkirtlakerfið - Ónæmiskerfið - Þekjukerfið - Sogæðakerfið - Vöðvakerfið - Taugakerfið - Beinakerfið - Æxlunarkerfið - Öndunarkerfið - Þvagkerfið


Taugakerfið

HeiliMænaMiðtaugakerfiðÚttaugakerfiðViljastýrða taugakerfiðSjálfvirka taugakerfið