Eyðimerkurmyndun er tegund landeyðingar þar sem þurrlendi breytist í eyðimörk og missir vatnsuppsprettur, gróðurþekju og dýralíf. Eyðimerkurmyndun getur stafað af ýmsum þáttum eins og loftslagsbreytingum og ofnýtingu af hálfu manna. Skógaeyðing, jarðvegseyðing, uppblástur og þurrkar eiga þátt í eyðimerkurmyndun. Eyðimerkurmyndun getur verið náttúruleg og stafað af breytingum sem verða á umhverfisaðstæðum jarðar. Eyðimerkurmyndun er alvarlegt umhverfisvandamál víða um heim. Eyðimerkurmyndun er hvað mest á Sahelsvæðinu, í Góbíeyðimörkinni, Mongolíu og einnig á afmörkuðum svæðum í Suður-Ameríku. [1] Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér í baráttunni gegn eyðimerkurmyndu með samningi sem Ísland hefur undirritað[2][3]

Kort sem sýnir hættu á eyðimerkurmyndun.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Desertification“, Wikipedia (enska), 8 nóvember 2023, sótt 20 nóvember 2023
  2. „Home“. UNCCD (enska). Sótt 20 nóvember 2023.
  3. „Alþjóðlegir umhverfissamningar - Aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun“. www.stjornarradid.is. Sótt 20 nóvember 2023.