Samfélag

Samfélag vísar venjulega til hóps fólks sem á með sér innbyrðis samskipti sem hópur, en orðið getur líka átt við um ýmsa hópa lífvera, jurta eða dýra, sem deila sama umhverfi. Samfélag fólks nær yfir allt frá minnstu hópum, eins og fjölskyldu, að stærstu einingum eins og alheimssamfélaginu. Þjóðfélag er ein tegund samfélags sem byggir á tilteknum stofnunum eins og sameiginlegu stjórnkerfi eða sameiginlegu tungumáli. Einstaklingar eru venjulega þátttakendur í mörgum ólíkum samfélögum á hverju skeiði lífsins þar sem þeir gegna ólíkum hlutverkum. Að mynda tengsl við ólík samfélög er mikilvægur hluti af félagsmótun einstaklinga sem á sér stað alla ævi.

Tiltekinn áhugahópur kemur saman ár hvert á sumarsólstöðum við Stonehenge á Englandi.

HeimildBreyta


 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.