Kýlapest er smitsjúkdómur sem smitast á milli manna og dýra og smitun verður aðallega í gegnum flær sem lifa á nagdýrum. Kýlapest er ein af þremur tegundum bakteríusýkinga af völdum yersinia pestis[1] (áður þekkt sem pasteurella pestis). Kýlapest er afar banvæn, hún dregur tvo af hverjum þremur sem fá veikina til dauða innan fjögurra daga ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður.

Kýli á læri manneskju af völdum kýlapestar

Svarti dauði

breyta

Svarti dauði er faraldur í Evrópu sem stafaði af kýlapest og má rekja uppruna faraldursins til ársins 1347. Þriðjungur fólks í álfunni dó úr pestinni og hafði víðtæk áhrif. Talið er að plágan hafi borist frá Austurlöndum fjær en þegar Mongólar lokuðu Silkiveginum hafi útbreiðsla plágunnar í átt til Evrópu stöðvast. Mongólar réðust á verslunarstöð ítalskra kaupmanna í Kaffa á Krímskaga og haustið 1346 braust út plága meðal hinna sigruðu og barst áfram inn í borgina. Þegar voraði flúðu ítölsku kaupmennirnir án þess að vita að Svarti dauði var með þeim í farteskinu. Sóttkveikjan barst með rottuflóm[2] og upphaflega til fólks nálægt Svartahafinu og áfram til Evrópu og fólk flúði undan pestinni frá einu svæði til annars.

Tilvísanir

breyta
  1. „Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 6.7.2020)
  2. „Hvar eru upptök svartadauða??“. Vísindavefurinn. (Skoðað 6.7.2020)

Tengt efni

breyta