Maður (fræðiheiti: Homo sapiens, hinn vitiborni maður) er algengasta og útbreiddasta tegund fremdardýra á jörðinni. Helstu einkenni manna eru að þeir ganga uppréttir á tveimur fótum og þeir eru með afar þróaðan og flókinn heila sem hafa gert þeim kleift að þróa flókin verkfæri, tungumál og menningu. Vitsmunir og frjálsar hendur hafa leitt til þess að þeir nota fleiri verkfæri, og í meiri mæli, en nokkur önnur þekkt dýrategund. Menn eru sérstaklega leiknir í því að nýta sér samskiptakerfi til sjálfstjáningar og skoðanaskipta. Menn mynda samfélög og mannleg tengsl sem einkennast af gildum, venjum og siðum. Líkt og önnur fremdardýr eru menn forvitnir að eðlisfari. Forvitni og áhugi mannsins á að skilja og móta umhverfi sitt og skýra náttúrufyrirbæri hafa leitt til þróunar vísinda, heimspeki, trúarbragða og fleiri sviða þekkingar.

Maður
Tímabil steingervinga: Chiban-nútími
Fullorðinn karl (til vinstri) og kona (til hægri).
Fullorðinn karl (til vinstri) og kona (til hægri).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Fremdardýr (Primates)
Undirættbálkur: Apar (Haplorrhini)
Yfirætt: Mannapar (Hominoidea)
Ætt: Mannætt (Hominidae)
Undirætt: Homininae
Ættflokkur: Hominini
Ættkvísl: Homo
Tegund:
H. sapiens

Þéttleiki mannabyggðar á jörðinni.
Þéttleiki mannabyggðar á jörðinni.

Sumir vísindamenn miða upphaf mannsins við það þegar ættkvíslin Homo kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum 2 milljónum ára, en almennt er heitið „maður“ notað um einu manntegundina sem enn er til, Homo sapiens, sem merkir „vitiborni maðurinn“. Homo sapiens er talinn hafa þróast út frá Homo heidelbergensis fyrir um 300.000 árum einhvers staðar við Horn Afríku. Hann breiddist síðan þaðan út um heiminn og ruddi öðrum tegundum frummanna úr vegi. Lengst af í sögu sinni hafa menn verið veiðimenn og safnarar en í Nýsteinaldarbyltingunni, sem hófst í Suðvestur-Asíu fyrir um 13.000 árum tóku menn upp landbúnað og fasta búsetu. Þegar samfélög manna stækkuðu urðu til flóknari stjórnkerfi og siðmenningarsamfélög risu og hnigu. Mannkyni hefur fjölgað stöðugt og telur nú (2021) næstum 8 milljarða.

Líffræðileg fjölbreytni mannkyns ræðst meðal annars af erfðavísum og umhverfi. Þótt einstaklingar geti verið mjög ólíkir hvað varðar útlit, líkamsstærð og fleira, eru 99% af erfðavísum manna þeir sömu. Mestu erfðafræðilegu fjölbreytni manna er að finna í Afríku. Menn sýna tvíbreytni og þróa kyneinkenni við kynþroska sem verða grundvöllur flokkunar fólks í karla og konur. Konur geta orðið óléttar og ganga gegnum tíðahvörf og verða ófrjóar um 50 ára aldur. Fæðing barna er konum mjög erfið og hættuleg. Börn manna eru algerlega háð umönnun við fæðingu. Bæði karlar og konur annast börnin að jafnaði, en hefðbundin kynhlutverk eru mjög ólík eftir því hvaða samfélög eiga í hlut og taka auk þess sífelldum breytingum.

Menn eru alætur og fá næringu úr mjög fjölbreyttri fæðu úr dýra-, jurta- og svepparíkinu. Allt frá tímum Homo erectus hefur maðurinn getað kveikt eld og matreitt fæðu sína. Mennirnir eru eina dýrategundin sem kann að kveikja eld, sem matreiðir fæðu sína, klæðir sig og notar ýmsar aðrar tæknilegar aðferðir til að lifa af. Menn geta lifað allt að átta vikur án matar og þrjá til fjóra daga án vatns. Menn eru að mestu dagdýr og sofa að jafnaði sjö til níu tíma á sólarhring.

Framheilabörkur mannsheilans, sá hluti heilans sem tengist hugrænni getu, er stór og þróaður. Menn búa yfir mikilli greind, atburðaminni, sjálfsvitund og hugarkenningu. Mannshugurinn er fær um innsæi, hugsun, ímyndun, vilja og tilvistarhugmyndir. Þetta hefur gert manninum kleyft að þróa tækni með rökleiðslu og flutningi og uppsöfnun þekkingar milli kynslóða. Tungumál, list og viðskipti eru meðal þess sem einkennir manninn. Samskipti fólks á viðskiptaleiðum hafa breitt út atferli og úrræði sem veita fólki hlutfallslega yfirburði í lífsbaráttunni.

Skilgreining og heitiBreyta

Allt núlifandi fólk tilheyrir tegundinni Homo sapiens sem Carl Linnaeus nefndi svo í bókinni Systema Naturae á 18. öld.[1] Heitið á ættkvíslinni, Homo, er dregið af latneska orðinu homō sem getur vísað til karla og kvenna.[2] Tegundarheitið Homo sapiens merkir „vitur maður“ (oftast þýtt sem „hinn vitiborni maður“).[3] Í almennu tali á orðið „maður“ aðeins við um Homo sapiens.[4] Vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um það hvort skilgreina eigi aðrar manntegundir, einkum neanderdalsmenn, sem undirtegundir H. sapiens eða ekki.[5]

Íslenska orðið „maður“ er dregið af fornnorræna orðinu maðr sem kemur af gotneska orðinu manna sem er af óvissum uppruna.[6][7] Líkt og í mörgum öðrum málum getur orðið vísað bæði til tegundarinnar (eins og í samsetningunum „mannkyn“ og „manndráp“) og til karla sérstaklega (eins og í setningunum „maður og kona“ og „maðurinn minn“).[8]

ÞróunBreyta

Aðalgrein: Þróun mannsins

Menn teljast til mannapa (Hominoidea).[9] Gibbonapar og órangútanar voru með fyrstu núlifandi tegundunum sem skildu sig frá ættleggnum. Á eftir þeim fylgdu górillur og síðast simpansar. Menn tóku að skilja sig frá simpönsum fyrir 8-4 milljónum ára, seint á Míósen.[10][11][12] Sumir erfðafræðingar hafa stungið upp á þrengra bili fyrir 8-7 milljón árum síðan.[13] Á þeim tíma myndaðist litningur 2 með samruna tveggja litninga, þannig að menn fengu 23 litninga samanborið við 24 hjá öðrum öpum.[14]

Hominoidea (mannapar)

Hylobatidae (gibbonapar)

Hominidae (mannætt)
Ponginae
Pongo (órangútanar)

Pongo abelii

Pongo tapanuliensis

Pongo pygmaeus

Homininae
Gorillini
Gorilla (górillur)

Gorilla gorilla

Gorilla beringei

Hominini
Panina
Pan (simpansar)

Pan troglodytes

Pan paniscus

Hominina (homininans)

Homo sapiens (menn)

 
Endurgerð af Lucy, fyrstu beinagrind suðurapa sem fannst.

Ættkvíslin Homo þróaðist út frá ættkvísl suðurapa (Australopithecus). Elstu steingerðu leifar manna eru um 2,8 milljón ára gamlar (LD 350-1) frá Eþíópíu. Elstu tegundirnar sem lýst hefur verið eru Homo habilis og Homo rudolfensis sem komu fram á sjónarsviðið fyrir 2,3 milljón árum. Tegundin kemur fram samhliða þróun verkfæra úr steini.[15] Tegundin Homo erectus („hinn upprétti maður“) varð til fyrir 2 milljónum ára og var fyrsti frummaðurinn sem flakkaði frá Afríku og dreifðist um Evrasíu.[16] H. erectus var líka fyrsti maðurinn með einkennandi líkamsbyggingu manna. H. sapiens þróaðist fyrir 300.000 árum út frá eldri manntegund sem er kölluð ýmist Homo heidelbergensis eða Homo rhodesiensis, afkomanda H. erectus í Afríku. H. sapiens breiddist út frá Afríku og lagði smátt og smátt undir sig búsvæði eldri manntegunda.[17][18][19]

Útbreiðsla H. sapiens virðist hafa farið fram í minnst tveimur „bylgjum“, fyrst fyrir 130 til 100.000 árum, og síðan fyrir um 70 til 50.000 árum.[20][21] Tegundin nam land á flestum stórum eyjum og meginlöndum og kom til Ástralíu fyrir 65.000 árum,[22] Ameríku fyrir um 15.000 árum, og náði fjarlægum eyjum eins og Hawaii, Páskaeyju, Madagaskar og Nýja-Sjálandi milli 300 f.o.t. og 1250 e.o.t.[23][24]

Þróun mannsins var ekki línuleg og fólst meðal annars í blöndun milli frummanna og nútímamanna.[25][26][27] Erfðarannsóknir hafa sýnt fram á að blöndun milli tiltölulega aðskildra þróunarlína manntegunda hafi verið algeng í þróunarsögunni.[28] Þessar rannsóknir benda til þess að erfðaefni frá neanderdalsmönnum sé til staðar í öllum hópum manna utan Afríku og að allt að 6% erfðaefnis nútímamanna sé komið frá frummönnum.[25][29][30]

Þróun mannsins fólst í mörgum formfræðilegum, atferlislegum, þróunarfræðilegum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem hafa átt sér stað frá því þróunarlínan greindist frá þróunarlínu simpansa. Einna stærstu breytingarnar fólust í þróun tvífætlingsstöðu, stærri heila og minni tvíbreytni (síbernsku). Innbyrðis tengsl þessara breytinga eru umdeild.[31]

TilvísanirBreyta

 1. Spamer EE (29. janúar 1999). „Know Thyself: Responsible Science and the Lectotype of Homo sapiens Linnaeus, 1758“. Proceedings of the Academy of Natural Sciences. 149 (1): 109–14. JSTOR 4065043.
 2. Porkorny (1959) s.v. "g'hðem" pp. 414–16; "Homo." Dictionary.com Unabridged (v 1.1). Random House, Inc. 23. september 2008. „Homo“. Dictionary.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2008.
 3. Spamer, Earle E. (1999). „Know Thyself: Responsible Science and the Lectotype of Homo sapiens Linnaeus, 1758“. Proceedings of the Academy of Natural Sciences of Philadelphia. 149: 109–114. ISSN 0097-3157. JSTOR 4065043.
 4. „Definition of HUMAN“. www.merriam-webster.com (enska). Sótt 31. mars 2021.
 5. Barras C. „We don't know which species should be classed as 'human'. www.bbc.com (enska). Sótt 31. mars 2021.
 6. „Man“. Online Etymology Dictionary. Sótt 21-9-2021.
 7. „Maður“. Málið.is. Sótt 21-9-2021.
 8. Eiríkur Rögnvaldsson (13–5–2021). „Hvað merkir „maður“?“. Sótt 21-9-2021.
 9. Tuttle, Russell H. (4. október 2018). „Hominoidea: conceptual history“. Í Trevathan, Wenda; Cartmill, Matt; Dufour, Dana; Larsen, Clark. International Encyclopedia of Biological Anthropology (enska). Hoboken, New Jersey, BNA: John Wiley & Sons, Inc. bls. 1–2. doi:10.1002/9781118584538.ieba0246. ISBN 978-1-118-58442-2. Sótt 26. maí 2021.
 10. Tattersall I, Schwartz J (2009). „Evolution of the Genus Homo“. Annual Review of Earth and Planetary Sciences. 37 (1): 67–92. Bibcode:2009AREPS..37...67T. doi:10.1146/annurev.earth.031208.100202.
 11. Goodman M, Tagle DA, Fitch DH, Bailey W, Czelusniak J, Koop BF, og fleiri (Mars 1990). „Primate evolution at the DNA level and a classification of hominoids“. Journal of Molecular Evolution. 30 (3): 260–6. Bibcode:1990JMolE..30..260G. doi:10.1007/BF02099995. PMID 2109087.
 12. Ruvolo M (Mars 1997). „Molecular phylogeny of the hominoids: inferences from multiple independent DNA sequence data sets“. Molecular Biology and Evolution. 14 (3): 248–65. doi:10.1093/oxfordjournals.molbev.a025761. PMID 9066793.
 13. Brahic, C. (2012). „Our True Dawn“. New Scientist. 216 (2892): 34–37. Bibcode:2012NewSc.216...34B. doi:10.1016/S0262-4079(12)63018-8.
 14. MacAndrew A. „Human Chromosome 2 is a fusion of two ancestral chromosomes“. Evolution pages. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. ágúst 2011. Sótt 18. maí 2006.
 15. Villmoare, B.; Kimbel, W. H.; Seyoum, C.; og fleiri (2015). „Early Homo at 2.8 Ma from Ledi-Geraru, Afar, Ethiopia“. Science. 347 (6228): 1352–1355. Bibcode:2015Sci...347.1352V. doi:10.1126/science.aaa1343. PMID 25739410.
 16. Zhu, Zhaoyu; Dennell, Robin; Huang, Weiwen; Wu, Yi; Qiu, Shifan; Yang, Shixia; Rao, Zhiguo; Hou, Yamei; Xie, Jiubing; Han, Jiangwei; Ouyang, Tingping (2018). „Hominin occupation of the Chinese Loess Plateau since about 2.1 million years ago“. Nature. 559 (7715): 608–612. Bibcode:2018Natur.559..608Z. doi:10.1038/s41586-018-0299-4. PMID 29995848.
 17. „Out of Africa Revisited“. Science (This Week in Science). 308 (5724): 921. May 13, 2005. doi:10.1126/science.308.5724.921g. ISSN 0036-8075.
 18. Stringer C (Júní 2003). „Human evolution: Out of Ethiopia“. Nature. 423 (6941): 692–3, 695. Bibcode:2003Natur.423..692S. doi:10.1038/423692a. PMID 12802315.
 19. Johanson D (May 2001). „Origins of Modern Humans: Multiregional or Out of Africa?“. actionbioscience. Washington, DC: American Institute of Biological Sciences. Sótt 23. nóvember 2009.
 20. Posth C, Renaud G, Mittnik A, Drucker DG, Rougier H, Cupillard C, og fleiri (Mars 2016). „Pleistocene Mitochondrial Genomes Suggest a Single Major Dispersal of Non-Africans and a Late Glacial Population Turnover in Europe“. Current Biology. 26 (6): 827–33. doi:10.1016/j.cub.2016.01.037. hdl:2440/114930. PMID 26853362.
 21. Karmin M, Saag L, Vicente M, Wilson Sayres MA, Järve M, Talas UG, og fleiri (Apríl 2015). „A recent bottleneck of Y chromosome diversity coincides with a global change in culture“. Genome Research. 25 (4): 459–66. doi:10.1101/gr.186684.114. PMC 4381518. PMID 25770088.
 22. Clarkson C, Jacobs Z, Marwick B, Fullagar R, Wallis L, Smith M, og fleiri (Júlí 2017). „Human occupation of northern Australia by 65,000 years ago“. Nature. 547 (7663): 306–310. Bibcode:2017Natur.547..306C. doi:10.1038/nature22968. hdl:2440/107043. PMID 28726833.
 23. Lowe DJ (2008). „Polynesian settlement of New Zealand and the impacts of volcanism on early Maori society: an update“ (PDF). University of Waikato. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 22. maí 2010. Sótt 29. apríl 2010.
 24. Appenzeller T (maí 2012). „Human migrations: Eastern odyssey“. Nature. 485 (7396): 24–6. Bibcode:2012Natur.485...24A. doi:10.1038/485024a. PMID 22552074.
 25. 25,0 25,1 Reich D, Green RE, Kircher M, Krause J, Patterson N, Durand EY, og fleiri (desember 2010). „Genetic history of an archaic hominin group from Denisova Cave in Siberia“. Nature. 468 (7327): 1053–60. Bibcode:2010Natur.468.1053R. doi:10.1038/nature09710. hdl:10230/25596. PMC 4306417. PMID 21179161.
 26. Hammer MF (maí 2013). „Human Hybrids“ (PDF). Scientific American. 308 (5): 66–71. Bibcode:2013SciAm.308e..66H. doi:10.1038/scientificamerican0513-66. PMID 23627222. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. ágúst 2018.
 27. Yong E (júlí 2011). „Mosaic humans, the hybrid species“. New Scientist. 211 (2823): 34–38. Bibcode:2011NewSc.211...34Y. doi:10.1016/S0262-4079(11)61839-3.
 28. Ackermann RR, Mackay A, Arnold ML (október 2015). „The Hybrid Origin of "Modern" Humans“. Evolutionary Biology. 43 (1): 1–11. doi:10.1007/s11692-015-9348-1.
 29. Noonan JP (May 2010). „Neanderthal genomics and the evolution of modern humans“. Genome Research. 20 (5): 547–53. doi:10.1101/gr.076000.108. PMC 2860157. PMID 20439435.
 30. Abi-Rached L, Jobin MJ, Kulkarni S, McWhinnie A, Dalva K, Gragert L, og fleiri (október 2011). „The shaping of modern human immune systems by multiregional admixture with archaic humans“. Science. 334 (6052): 89–94. Bibcode:2011Sci...334...89A. doi:10.1126/science.1209202. PMC 3677943. PMID 21868630.
 31. Boyd R, Silk JB (2003). How Humans Evolved. New York City: Norton. ISBN 978-0-393-97854-4.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.