Þorvaldur Gylfason
Þorvaldur Gylfason (fæddur 18. júlí 1951) er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann er sonur Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur. Þorvaldur lauk doktorsprófi í hagfræði frá Princeton-háskóla árið 1976. Þorvaldur var ákaflega gagnrýninn á íslenska stjórnkerfið eftir bankahrunið haustið 2008.[1]
Æviágrip
breytaFaðir Þorvaldar var Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður, ráðherra og prófessor. Móðir hans, Guðrún Vilmundardóttir var húsfreyja og á tímabili blaðamaður. Þorvaldur átti tvo bræður, Þorstein Gylfason, prófessor, og Vilmund Gylfason, alþingismann og kennara, en þeir eru báðir látnir.
Þorvaldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Hann lauk B.A.-prófi í hagfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1973, M.A.-prófi í hagfræði frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum árið 1975 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla árið 1976.
Þorvaldur er kvæntur Önnu Karitas Bjarnadóttur, fyrrverandi kennara og tryggingaráðgjafa hjá Sjóvá-Almennum tryggingum.[2] Þau gengu í hjónaband 18. október 1987.
Þorvaldur var formaður Lýðræðisvaktarinnar árið 2013 og leiddi hana í Alþingiskosningunum árið 2013. Lýðræðisvaktin náði ekki manni á þing og Þorvaldur sagði í kjölfarið af sér sem formaður hennar.[3]
Árið 2019 þáði Þorvaldur boð um að gerast ritstjóri norræna fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review. Atvinnutilboðið var hins vegar dregið til baka eftir að fjármálaráðuneyti Íslands kom því á framfæri við samsvarandi ráðuneyti á hinum Norðurlöndunum og Norrænu ráðherranefndina að ekki væri hægt að styðja ráðningu Þorvaldar í stöðu ritstjóra þar sem hann væri of pólitískt virkur. Staðhæfingin var meðal annars byggð á úreltum upplýsingum á grein um Þorvald á enskri tungumálaútgáfu Wikipediu þar sem stóð að Þorvaldur væri enn formaður Lýðræðisvaktarinnar.[4] Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áréttaði síðar að hann teldi Þorvald ekki heppilegan valkost í starfið vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnir Íslands á síðustu árum.[5]
Ferill
breyta- Starfsmaður í hagfræðideild Seðlabanka Íslands sumrin 1971-1972.
- Starfsmaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins (Þjóðhagsstofnunar) sumrin 1973-1974.
- Hagfræðingur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, DC, 1976-1981.
- Ráðgjafar- og ritstörf fyrir Seðlabanka Íslands 1984-1993.
- Ráðgjafarstörf og fyrirlestrahald á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 1993 og Fríverslunarsamtaka Evrópu frá 1992.
- Ráðgjöf og rannsóknir fyrir Evrópusambandið, Alþjóðabankann og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
- Í ritstjórn European Economic Review 1986-1992. Einn fimm ritstjóra tímaritsins árin 2002 til 2010.[6]
- Í ritstjórn Japan and the World Economy frá 1989.
- Í ritstjórn Scandinavian Journal of Economics frá 1995.
- Aðstoðarritstjóri Macroeconomic Dynamics frá 1997.
Rannsóknir
breyta- Rannsóknafélagi hjá Alþjóðahagfræðistofnuninni við Stokkhólmsháskóla 1978-1996
- Rannsóknafélagi hjá SNS (Center for Business and Policy Studies) í Stokkhólmi 1996-2004.
- Rannsóknafélagi við Center for Economic Policy Research í London frá 1987.
- Rannsóknarfélagi við Center for U.S.-Japan Business and Economic Studies við New York University í New York frá 1989.
- Rannsóknarfélagi við Center for Economic Studies við Háskólann í München frá 1999.
Kennsla
breyta- Aðstoðarkennari í hagfræði við Princeton-háskóla 1975-1976.
- Gistikennari við International Graduate School í Stokkhólmsháskóla 1982-1983.
- Prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands frá 1. júlí 1983, rannsóknaprófessor í hagfræði frá 1. janúar 1998 til 30. júní 2004.
- Gistiprófessor í Princeton-háskóla 1986-1988.
Þorvaldur hefur einnig haldið fyrirlestra um allan heim og leiðbeint um hagfræði og hagstjórn á endurhæfingarnámskeiðum alþjóðastofnana fyrir embættis- og stjórnmálamenn.
Félags- og trúnaðarstörf
breyta- Formaður stjórnar Kaupþings h.f. 1986-1990.
- Deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 1988-1990.
- Formaður stjórnar Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1988-1994.
- Formaður fulltrúaráðs Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1987-1988.
- Formaður í Programme Committee í Evrópska hagfræðingafélaginu á 5. ársfundi félagsins í Lissabon 1990.
- Formaður stjórnar hlutabréfasjóðsins Auðlindar h.f. 1990-1992.
- Kjörinn í framkvæmdaráð Economic European Association 1992-1996.
- Formaður sérfræðinganefndar sem gerði úttekt á sænsku efnahagslífi árið 1997.
- Kjörinn heiðursfélagi í Evrópska hagfræðingafélaginu 2004.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Stjórnmálastéttin er óhæf og spillt“, Vísir.is 15. ágúst 2010
- ↑ „Þingfulltrúar - Þorvaldur Gylfason“. stjornlagarad.is. Sótt 11. mars 2024.
- ↑ „Þorvaldur Gylfason hættur í stjórn Lýðræðisvaktarinnar - Vísir“. visir.is. Sótt 10. júní 2020.
- ↑ „Ráðuneytið studdist við gamlar upplýsingar af Wikipedia“. RÚV. 9. júní 2020. Sótt 10. júní 2020.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson; Sigríður Dögg Auðunsdóttir (11. júní 2020). „„Ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir okkur"“. RÚV. Sótt 11. júní 2020.
- ↑ „About – Thorvaldur Gylfason“ (bresk enska). Sótt 11. mars 2024.
Heimildir
breyta- Heimasíða Þorvaldar, Lengri æviskrá - skoðað þann 23. nóvember 2005.
- Heimasíða Þorvaldar, æviágrip Gylfa Þ. Gíslasonar - skoðað þann 23. nóvember 2005.
- Heimasíða Þorvaldar, æviágrip Guðrúnar Vilmundardóttur - skoðað þann 23. nóvember 2005.
- Morgunblaðið, 18. Nóvember 1976, bls 3.
Tenglar
breyta- Skýrsla Evrópusambandsins 1. febrúar 2007 um lífskjör og tekjudreifingu í Evrópu
- Ginningarfífl. Grein í Fréttablaðinu 9. febrúar 2007
- Jöfnuður hefur aukist! Grein í Fréttablaðinu 29. desember 2006 Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine
- Hjáróma rödd. Grein í Fréttablaðinu 16. september 2005 Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine