Þorvaldur Gylfason
Þorvaldur Gylfason (fæddur 18. júlí 1951) er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann er sonur Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur. Þorvaldur lauk doktorsprófi í hagfræði frá Princeton-háskóla árið 1976. Þorvaldur var ákaflega gagnrýninn á íslenska stjórnkerfið eftir bankahrunið haustið 2008.[1]

Æviágrip breyta
Faðir Þorvaldar var Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður, ráðherra og prófessor. Móðir hans, Guðrún Vilmundardóttir var húsfreyja og á tímabili blaðamaður. Þorvaldur átti tvo bræður, Þorsteinn Gylfason, prófessor, og Vilmundur Gylfason, alþingismaður og kennari en þeir eru báðir látnir.
Þorvaldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Hann lauk B.A.-prófi í hagfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1973, M.A. próf í hagfræði frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum árið 1975 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla árið 1976.
Þorvaldur er kvæntur Önnu Karitas Bjarnadóttur kennara og tryggingaráðgjafa hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. Þau giftust þann 18. október 1987.
Þorvaldur var formaður Lýðræðisvaktarinnar árið 2013 og leiddi hana í Alþingiskosningunum árið 2013. Lýðræðisvaktin náði ekki manni á þing og Þorvaldur sagði í kjölfarið af sér sem formaður hennar.[2]
Árið 2019 þáði Þorvaldur boð um að gerast ritstjóri norræna fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review. Atvinnutilboðið var hins vegar dregið til baka eftir að fjármálaráðuneyti Íslands sendi norrænum starfssystkinum sínum og Norrænu ráðherranefndinni skilaboð þess efnis að ekki væri hægt að styðja ráðningu Þorvaldar í stöðu ritstjóra þar sem hann væri of pólitískt virkur. Staðhæfingin var meðal annars byggð á úreltum upplýsingum á grein um Þorvald á enskri tungumálaútgáfu Wikipediu þar sem stóð að Þorvaldur væri enn formaður Lýðræðisvaktarinnar.[3] Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áréttaði síðar að hann teldi Þorvald ekki heppilegan valkost í starfið vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnir Íslands á síðustu árum.[4]
Ferill breyta
- Starfsmaður í hagfræðideild Seðlabanka Íslands sumrin 1971-1972.
- Starfsmaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins (Þjóðhagsstofnunar) sumrin 1973-1974.
- Hagfræðingur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, DC, 1976-1981.
- Ráðgjafar- og ritstörf fyrir Seðlabanka Íslands 1984-1993.
- Ráðgjafarstörf og fyrirlestrahald á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 1993 og Fríverslunarsamtaka Evrópu frá 1992.
- Ráðgjöf og rannsóknir fyrir Evrópusambandið, Alþjóðabankann og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
- Í ritstjórn European Economic Review 1986-1992. Ritstjóri frá 2002.
- Í ritstjórn Japan and the World Economy frá 1989.
- Í ritstjórn Scandinavian Journal of Economics frá 1995.
- Aðstoðarritstjóri Macroeconomic Dynamics frá 1997.
Rannsóknir breyta
- Rannsóknafélagi hjá Alþjóðahagfræðistofnuninni við Stokkhólmsháskóla 1978-1996
- Rannsóknafélagi hjá SNS (Center for Business and Policy Studies) í Stokkhólmi 1996-2004.
- Rannsóknafélagi við Center for Economic Policy Research í London frá 1987.
- Rannsóknarfélagi við Center for U.S.-Japan Business and Economic Studies við New York University í New York frá 1989.
- Rannsóknarfélagi við Center for Economic Studies við Háskólann í München frá 1999.
Kennsla breyta
- Aðstoðarkennari í hagfræði við Princeton-háskóla 1975-1976.
- Gistikennari við International Graduate School í Stokkhólmsháskóla 1982-1983.
- Prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands frá 1. júlí 1983, rannsóknaprófessor í hagfræði frá 1. janúar 1998 til 30. júní 2004.
- Gistiprófessor í Princeton-háskóla 1986-1988.
Þorvaldur hefur einnig haldið fyrirlestra um allan heim og leiðbeint um hagfræði og hagstjórn á endurhæfingarnámskeiðum alþjóðastofnana fyrir embættis- og stjórnmálamenn.
Félags- og trúnaðarstörf breyta
- Formaður stjórnar Kaupþings h.f. 1986-1990.
- Deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 1988-1990.
- Formaður stjórnar Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1988-1994.
- Formaður fulltrúaráðs Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1987-1988.
- Formaður í Programme Committee í Evrópska hagfræðingafélaginu á 5. ársfundi félagsins í Lissabon 1990.
- Formaður stjórnar hlutabréfasjóðsins Auðlindar h.f. 1990-1992.
- Kjörinn í framkvæmdaráð Economic European Association 1992-1996.
- Formaður sérfræðinganefndar, sem gerði úttekt á sænsku efnahagslífi 1997.
- Kjörinn heiðursfélagi í Evrópska hagfræðingafélaginu 2004.
Tilvísanir breyta
- ↑ „Stjórnmálastéttin er óhæf og spillt“, Vísir.is 15. ágúst 2010
- ↑ „Þorvaldur Gylfason hættur í stjórn Lýðræðisvaktarinnar - Vísir“. visir.is. Sótt 10. júní 2020.
- ↑ „Ráðuneytið studdist við gamlar upplýsingar af Wikipedia“. RÚV. 9. júní 2020. Sótt 10. júní 2020.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson; Sigríður Dögg Auðunsdóttir (11. júní 2020). „„Ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir okkur"“. RÚV. Sótt 11. júní 2020.
Heimildir breyta
- Heimasíða Þorvaldar, Lengri æviskrá - skoðað þann 23. nóvember 2005.
- Heimasíða Þorvaldar, æviágrip Gylfa Þ. Gíslasonar - skoðað þann 23. nóvember 2005.
- Heimasíða Þorvaldar, æviágrip Guðrúnar Vilmundardóttur - skoðað þann 23. nóvember 2005.
- Morgunblaðið, 18. Nóvember 1976, bls 3.
Tenglar breyta
- Skýrsla Evrópusambandsins 1. febrúar 2007 um lífskjör og tekjudreifingu í Evrópu
- Ginningarfífl. Grein í Fréttablaðinu 9. febrúar 2007
- Jöfnuður hefur aukist! Grein í Fréttablaðinu 29. desember 2006 Geymt 2007-09-28 í Wayback Machine
- Hjáróma rödd. Grein í Fréttablaðinu 16. september 2005 Geymt 2007-09-30 í Wayback Machine