Þingmaður er hver sá maður, sem kosinn hefur verið til þings. Á Íslandi eru þingmenn kosnir til Alþingis á fjögurra ára fresti í Alþingiskosningum, alls 63 þingmenn. Á Íslandi er hefð fyrir því að velja ráðherra úr hópi þingmanna, en þeir halda þingsæti sínu eftir sem áður.

Hugtakið ‚þingmaður‘ getur átt við bæði karl og konu þar sem orðið ‚maður‘ á við bæði kynin, þótt stundum sé starfsheitið þingkona notað.

Hægt er að sitja á þingi, í merkingunni að sitja að spjalli, eða vera á fundi, án þess að viðkomandi sé þingmaður.

Varaþingmaður er staðgengill þingmanns í fjarveru hans.


  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.