Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir

(Endurbeint frá ALBA)

Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir[1] (spænska: Alianza Bolivariana para los Pueblos de Nuestra América; skammstafað ALBA) er alþjóðastofnun sem byggir á hugsjóninni um pólitískan og efnahagslegan samruna ríkja í Rómönsku Ameríku og á Karíbahafinu.

Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir
Alianza Bolivariana para los Pueblos de Nuestra América (spænska)
Skjaldarmerki Bólivaríska bandalagsins fyrir Ameríkuþjóðir

Aðildarríki stofnunarinnar sjást hér grænlituð.
SkammstöfunALBA
Stofnun14. desember 2004; fyrir 19 árum (2004-12-14)
HöfuðstöðvarFáni Venesúela Karakas, Venesúela
StaðsetningAmeríka
Meðlimir
1 ríki í aðildarviðræðum

3 áheyrnarríki

2 fyrrum aðildarríki
Opinber tungumálSpænska, enska
AðalritariFélix Plasencia
Vefsíðaalbatcp.org

ALBA var upphaflega stofnað af Kúbu og Venesúela árið 2004 og samtökin eru vanalega tengd við sósíalískar og sósíaldemókratískar ríkisstjórnir sem vilja ná fram efnahagslegum samruna í þessum heimshluta með samfélagsvelferð, vöruskipti og gagnkvæma efnahagsaðstoð að leiðarljósi. Núverandi aðildarríki samtakanna eru Antígva og Barbúda, Bólivía, Kúba, Dóminíka, Grenada, Níkaragva, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur og Venesúela.[2] Súrínam hlaut gestaaðild að ALBA á fundi samtakanna í febrúar 2012. Aðildarríki ALBA mega versla sín á milli með stafrænum gjaldmiðli sem heitir SUCRE. Venesúela og Ekvador gerðu fyrsta tvíhliða verslunarsamninginn með notkun Sucre í stað Bandaríkjadollara þann 6. júlí 2010.[3] Ekvador sagði upp aðild sinni að samtökunum í ágúst 2018.[4]

Söguágrip

breyta
 
Hugo Chávez heitinn, forseti Venesúela.

Frumkvæðið að stofnun Bólivaríska bandalagsins fyrir Ameríkuþjóðir kom frá ríkisstjórn Venesúela á stjórnartíð Hugo Chávez.[5] Samtökin áttu að vera annar valkostur við Fríverslunarsvæði Ameríku (FTAA eða ALCA), fríverslunarsamningi sem Bandaríkin stungu upp á en varð aldrei að veruleika.

Chávez og Fidel Castro, forseti Kúbu, undirrituðu samkomulag um stofnun samtakanna þann 14. desember 2004[6] Samstarfið gekk þá út á að ríkin myndu deila með sér hráolíu og gögnum í mennta- og heilbrigðisgeirunum. Venesúela byrjaði á því að flytja um 96.000 olíutunnur frá ríkisrekna olíufélaginu PDVSA til Kúbu á hverjum degi á mjög hagstæðu verði. Í staðinn sendi Kúba 20.000 heilbrigðisstarfsmenn og þúsundir kennara til fátækustu svæðanna í Venesúela. Samkomulagið heimilaði jafnframt Venesúelum að ferðast til Kúbu til að gangast undir sérstaka læknismeðferð án endurjalds.[7][8]

Þegar ALBA var stofnað árið 2004 voru aðildarríkin aðeins tvö.[8][9] Fleiri ríki gerðust síðar aðilar að „Verslunarsamningi þjóðanna“, sem á að lögfesta meginreglur ALBA. Bólivía gerðist aðili að ALBA á stjórnartíð Evo Morales árið 2006, Níkaragva á stjórnartíð Daniels Ortega árið 2007 og Ekvador á stjórnartíð Rafaels Correa árið 2009. Manuel Zelaya leiddi Hondúras inn í bandalagið árið 2008 en ríkið sagði upp aðild sinni árið 2010 eftir valdaránið í landinu árið áður.[10] Karíbahafsríkin Antígva og Barbúda, Dóminíka, Sankti Vinsent og Grenadínur og Sankti Lúsía gengu einnig í bandalagið.[11]

Hugo Chávez bauð Jamaíku,[12] Mexíkó[13] og ríkjum Mið-Ameríku að ganga í ALBA[14] og bauð Argentínu að nota rafmiðilinn SUCRE.[15] Á 11. þingi ALBA í febrúar 2012 sóttu Súrínam, Sankti Lúsía og Haítí um aðild að samtökunum. Haíti hlaut fasta áheyrnaraðild og hin tvö ríkin hlutu tímabundna aðild á meðan unnið væri að fullri aðlögun þeirra.[8]

Eftir dauða Chávez heiðruðu níu aðildarríki ALBA hann á 12. forsetafundi samtakanna í júlí 2013 ásamt gestaríkjunum Úrúgvæ, Argentínu, Brasilíu, Súrínam, Gvæjana og Haítí.[16]

Grenada og Sankti Kristófer og Nevis voru samþykkt sem fullgild aðildarríki á þrettánda fundi samtakanna í Havana á Kúbu í desember 2014.[17]

Ekvador sagði sig úr ALBA í ágúst árið 2018.[18] Starfsstjórn Bólivíu sagði upp aðild Bólivíu í nóvember 2019[19] en nýkjörin stjórn Luis Arce gekk í samtökin á ný eftir kosningar í landinu árið 2020.[20][21]

Bandalagið bauð Rússlandi að taka þátt í íþróttakeppni ALBA árið 2023 eftir að Rússland hafði einangrast nokkuð á alþjóðasviðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu.[22]

Stafrænn gjaldmiðill

breyta

Í október 2009 sammældust leiðtogar ALBA um að búa til stafrænan gjaldmiðil eftir fund í Bólivíu. Evo Morales, forseti Bóliviu, staðfesti að samkomulag hefði náðst um rafeyrinn. Hugo Chávez tilkynnti í kjölfarið að SUCRE væri „sjálfstætt og fullvalda peningakerfi“ sem yrði virkjað árið 2010.[23] Árið 2015 var gjaldmiðillinn notaður í verslun milli Bólivíu, Kúbu, Níkaragva og sér í lagi Ekvador og Venesúela.[8]

Tilvísanir

breyta
  1. Ana Palacio (27. ágúst 2012). „Óréttarríki Julians Assange“. mbl.is. Sótt 26. febrúar 2023.
  2. „Declaration of the ALBA-TCP XIII Summit and commemoration of its tenth anniversary, December 14, 2014 – ALBA TCP“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2014. Sótt 28. júní 2016.
  3. venezuelanalysis, 7 July 2010, Venezuela Pays for First ALBA Trade with Ecuador in New Regional Currency
  4. „Ecuador leaves Venezuelan-run regional alliance“. AP NEWS. 24. ágúst 2018. Sótt 16. nóvember 2019.
  5. Arana, Marie (18. apríl 2013). „Opinion – Bolívar, Latin America's Go-To Hero“. The New York Times. Sótt 24. ágúst 2018.
  6. „Cuba-Venezuela Agreement - December 14, 2004“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. nóvember 2005. Sótt 2. desember 2005. initial Cuba-Venezuela TCP
  7. https://www.brookings.edu/wp-content/uploads/2016/06/CubaVenezuela-Alliance-Piccone-Trinkunas.pdf
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 Inc, IBP (20. mars 2009). Latin America Energy Policy and Regulations Handbook Volume 1 Strategic Information and Programs. Lulu.com. ISBN 9781438728360. Sótt 24. ágúst 2018 – gegnum Google Books.
  9. Monthly Review, 2 July 2008, ALBA: Creating a Regional Alternative to Neo-liberalism?
  10. „Honduran Congress Approves Withdrawal From ALBA“.
  11. „Two more Caribbean Nations join ALBA“. 26. júní 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 febrúar 2023. Sótt 26 febrúar 2023.
  12. „Cuba Revolución: Chávez invita a Jamaica a sumarse al ALBA“. Sótt 28. júní 2016.
  13. Diario, El Nuevo. „El Nuevo Diario“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. september 2008. Sótt 28. júní 2016.
  14. (ABN), Agencia Bolivariana de Noticias (20. júlí 2007). „Chávez invitó a toda Centroamérica a unirse al ALBA“. Sótt 28. júní 2016.
  15. „Chávez invita a Argentina a sumarse a la moneda virtual sucre – Radio La Primerísima“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2016. Sótt 28. júní 2016.
  16. „Twelfth ALBA Presidential Summit Takes Place in Ecuador“. americasquarterly.org. Sótt 24. ágúst 2018.
  17. „Grenada Joins ALBA | NOW Grenada“. www.nowgrenada.com. 15. desember 2014.
  18. „Ecuador leaves Venezuelan-run regional alliance“. AP NEWS. Associated Press. 24. ágúst 2018. Sótt 18. desember 2018.
  19. „Bolivia rompe relaciones con Venezuela y se retira de la Alianza Bolivariana ALBA | DW | 15.11.2019“. Deutsche Welle (evrópsk spænska). 15. nóvember 2019. Sótt 16. nóvember 2019.
  20. „Bolivia reanuda su participación en Unasur, Celac y Alba“. France 24. 20. nóvember 2020. Sótt 21. nóvember 2020.
  21. „ALBA-TCP member countries celebrate 16 years of regional integration“. 14. desember 2020.
  22. Россию пригласили на самые антиамериканские старты мира. Что это такое?
  23. „Bolivia summit adopts new currency“. Sótt 28. júní 2016.