Forsætisráðherra Kúbu
Forsætisráðherra Kúbu er staða í ríkisstjórn Kúbu. Staðan var til frá því stjórnarskrá Kúbu var tekin upp 1940 þar til ný stjórnarskrá var tekin upp 1976. Þá voru embætti forseta og forsætisráðherra sameinuð í eitt. Forsætisráðherraembættið var tekið upp á ný með stjórnskipunarbreytingum árið 2019.
Fyrsti forsætisráðherra Kúbu var Carlos Saladrigas Zayas, frændi fyrrum forseta Alfredo Zayas. Fulgencio Batista var bæði forseti og forsætisráðherra í einn mánuð 1952 í kjölfar valdaráns en ríkti síðan sem einræðisherra til 1959 þegar honum var steypt af stóli í byltingunni. Skömmu eftir byltinguna tók Fidel Castro við embættinu en Osvaldo Dorticós Torrado varð forseti.
Árið 2019 var embætti forsætisráðherra tekið upp að nýju og Manuel Marrero Cruz var útnefndur fyrsti forsætisráðherra landsins frá árinu 1976.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Andri Eysteinsson (22. desember 2019). „Marrero útnefndur fyrsti forsætisráðherra Kúbu frá 1976“. Vísir. Sótt 28. janúar 2020.