Saga Sovétríkjanna 1985-1991
Saga Sovétríkjanna 1985-1991 er saga upplausnar og hruns Sovétríkjanna og endaloka Kalda stríðsins. Hún hófst með því að Mikhaíl Gorbatsjev varð aðalritari sovéska kommúnistaflokksins 11. mars 1985 og lauk með stofnun Rússneska sambandsríkisins í desember árið 1991 eftir misheppnað valdarán harðlínumanna í Kreml sem stefnt var gegn umbótum stjórnar Gorbatsjevs (Perestrojka) og opnunar landsins út á við (Glasnost).