Havana
Havana (spænska La Habana; framburður: /la a'βana/) formlegt fullt heiti Villa San Cristóbal de La Habana er höfuðborg, aðal hafnarborg og miðja verslunar Kúbu. Borgin er eitt af sextán kúbverskum héruðum. Í borginni búa 2,1 milljónir manns (2012) og á stórborgarsvæðinu búa yfir 3 milljónir, sem gerir hana að stærstu borg Kúbu og Karíbahafsins og þá 9. stærstu í Mið-Ameríku.