Byltingin á Kúbu

(Endurbeint frá Kúbverska byltingin)

Byltingin á Kúbu (Revolución cubana á spænsku) var vopnuð stjórnarbylting „26. júlí-hreyfingarinnar“ undir stjórn Fidels Castro gegn einræðisstjórn kúbverska forsetans Fulgencio Batista. Byltingin hófst í júlí 1953[1] og hélt áfram með hléum þar til byltingarmönnunum tókst loks að steypa Batista af stóli þann 1. janúar 1959. Í stað stjórnar hans var stofnuð sósíalísk byltingarstjórn. 26. júlí-hreyfingin endurhannaði sig að kommúnískri fyrirmynd og varð kúbverski kommúnistaflokkurinn í október 1965.[2]

Kúbversku byltingarleiðtogarnir Che Guevara (til vinstri) og Fidel Castro árið 1960.

Kúbverska byltingin hafði mikil áhrif um heim allan, sérstaklega á milliríkjasamskipti Kúbu við Bandaríkin. Samskipti ríkjanna stirðnuðu mjög og hafa ekki bæst mikið fyrr en á síðustu árum.[3][4][5][6] Í kjölfar byltingarinnar hóf ríkisstjórn Castro að þjóðnýta efnahag og almenningsþjónustur ríkisins.[7][8] Byltingin boðaði einnig aukin afskipti Kúbverja að erlendum deilum, þar á meðal af borgarastyrjöldinni í Angóla og byltingunni í Níkaragva.[9]

Tilvísanir

breyta
  1. Faria, Miguel A., Jr. (27. júlí 2004). „Fidel Castro and the 26th of July Movement“. Newsmax Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2015. Sótt 1. febrúar 2018.
  2. "Cuba Marks 50 Years Since 'Triumphant Revolution'". Jason Beaubien. NPR. 1 January 2009. Retrieved 9 July 2013.
  3. „Cuba receives first US shipment in 50 years“. Al Jazeera. 14. júlí 2012. Sótt 16. júlí 2012.
  4. „On Cuba Embargo, It's the U.S. and Israel Against the World – Again“. New York Times. 28. október 2014. Sótt 31. október 2014.
  5. „Cuba off the U.S. terrorism list: Goodbye to a Cold War relic“. Los Angeles Times. 17. apríl 2015. Sótt 18. apríl 2015.
  6. „US flag raised over reopened Cuba embassy in Havana“. BBC News. 15. ágúst 2015. Sótt 27. ágúst 2015.
  7. Lazo, Mario (1970). American Policy Failures in Cuba – Dagger in the Heart. Twin Circle Publishing Co.: New York. pp. 198–200, 204. Library of Congress Card Catalog Number: 68-31632.
  8. Gary B. Nash, Julie Roy Jeffrey, John R. Howe, Peter J. Frederick, Allen F. Davis, Allan M. Winkler, Charlene Mires and Carla Gardina Pestana. The American People, Concise Edition: Creating a Nation and a Society, Combined Volume (6th edition, 2007). New York: Longman.
  9. „Makers of the Twentieth Century: Castro“. History Today. 1981. Sótt 9. júlí 2013.