Evrópukeppni bikarhafa

Evrópukeppni bikarhafa (e. UEFA Cup Winners' Cup) var keppni í knattspyrnu. Fyrsta keppnin var haldin 1960-61 sú síðasta 1998-99. Eins og nafnið gefur til kynna var keppnin ætluð sigurvegurum í bikarkeppnum landa Evrópu. Í dag öðlast bikarmeistarar hins vegar þátttökurétt í Evrópudeild UEFA. Spænska stórliðið FC Barcelona var sigursælasta liðið í sögu keppninnar með fjóra meistaratitla.

Keppnisfyrirkomulag

breyta

Í nærri fjörutíu ára sögu keppninnar var alla tíð notast við sama keppnisfyrirkomulag: útsláttarkeppni þar sem félög mættust bæði heima og heiman. Undantekning frá þessu var úrslitaleikurinn sem haldinn var á hlutlausum velli, nema fyrsta árið þar sem leikinn var tvöfaldur úrslitaleikur. Keppnin hófst yfirleitt í september ár hvert og lauk í maímánuði.

Þátttökuliðin voru bikarmeistararnir frá hverju landi, en að auki gafst ríkjandi meisturum færi á að verja titil sinn, svo fremi að viðkomandi lið hefði ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni meistaraliða. Engu liði í sögu keppninnar tókst þó að verja titilinn.

Vinsældir Evrópukeppni meistaraliða sem og Borgakeppni Evrópu, forvera Evrópukeppni félagsliða sýndu fram á að eftirspurn væri eftir keppnum milli félagsliða víðsvegar að úr Evrópu. Út frá því spratt sú hugmynd að stofna sérstaka keppni fyrir sigurlið í bikarkeppnum álfunnar. Ekki voru þó allir sannfærðir um ágæti hugmyndinnar, meðal annars þar sem að bikarkeppnir voru í mörgum löndum í frekar litlum metum, öfugt við t.d. það sem tíðkaðist í Englandi og Skotlandi, þar sem úrslitaleikur bikarsins var talinn einn af hápunktum hvers knattspyrnuárs. Tilkoma mótsins varð því til þess að lyfta bikarkeppnum víða um lönd, enda þátttaka í Evrópukeppni talin eftirsóknarverð.

Fyrsta keppnin var haldin veturinn 1960-1 með þátttöku tíu liða. Mótið hafði ekki fulla formlega stöðu sem Evrópukeppni á vegum UEFA, en hefð er þó fyrir því að telja sigurvegara hennar, ítalska liðið Fiorentina fyrstu sigurvegarana í sögu keppninnar. Þetta fyrsta ár var leikið heima og heiman í úrslitunum og voru mótherjarnir Rangers. Þegar á öðru ári keppninnar áttu velflest aðildarlönd UEFA sinn fulltrúa.

Eftir að Evrópukeppni félagsliða kom til, var goggunarröð Evrópumótanna skilgreind á þá leið að Evrópukeppni meistaraliða væri æðst, þá kæmi Evrópukeppni bikarhafa og því næst Evrópukeppni félagsliða. Var þessi röðun látin ráða því í hvaða röð félagslið veldust í keppnirnar, t.d. kepptu lið sem urðu bæði bikarmeistarar og höfnuðu í öðru sæti í landsdeild sinni í Evrópukeppni bikarhafa. Engu að síður var Evrópukeppni félagsliða í hugum margra knattspyrnuáhugamanna talin sterkari og þar með merkari keppni, einkum eftir að þátttökuliðum frá sterkari þjóðunum var fjölgað í þeirri keppni. Þrátt fyrir það hróflaði UEFA ekki við goggunarröð sinni og voru sigurliðin í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa látin mætast á hverju hausti til að berjast um titilinn Evrópumeistari meistaranna.

Úrslitaviðureignir

breyta
Ár Sigurvegari Úrslit 2. sæti Keppnisstaður
1960-61   Fiorentina 2:0   Rangers Ibrox Stadium, Glasgow
  Fiorentina 2:1   Rangers Communale Stadium, Flórens
1961-62   Atlético Madrid 3:0 (e.aukaleik)   Fiorentina Neckarstadion, Stuttgart
1962-63   Tottenham 5:1   Atlético Madrid De Kuip, Rotterdam
1963-64   Sporting Lissabon 1:0 (e. aukaleik)   MTK Budapest Bosuil Stadium, Antwerpen
1964-65   West Ham 2:0   1860 München Wembley, Lundúnum
1965-66   Borussia Dortmund 2:1 (e.framl.)   Liverpool Hampden Park, Glasgow
1966-67   Bayern München 1:0 (e.framl.)   Rangers Städtisches Stadion, Nürnberg
1967-68   AC Milan 2:0   Hamburger SV De Kuip, Rotterdam
1968-69   Slovan Bratislava 3:2   Barcelona St. Jakob Stadium, Basel
1969-70   Manchester City 2:1   Górnik Zabrze Prater Stadium, Vínarborg
1970-71   Chelsea 2:1 (e.aukaleik)   Real Madrid Karaiskakis Stadium, Píreus
1971-72   Rangers 3:2   Dynamo Moskva Camp Nou, Barcelona
1972-73   AC Milan (2) 1:0   Leeds United Kaftanzoglio Stadium, Þessalóníku
1973-74   1. FC Magdeburg 2:0   AC Milan De Kuip, Rotterdam
1974-75   Dynamo Kíev 3:0   Ferencváros St. Jakob Stadium, Basel
1975-76   RSC Anderlecht 4:2   West Ham Heysel Stadium, Brussel
1976-77   Hamburger SV 2:0   RSC Anderlecht Ólympíuleikvangurinn, Amsterdam
1977-78   RSC Anderlecht (2) 4:0   Austria Wien Parc des Princes, París
1978-79   Barcelona 4:3 (e.framl.)   Fortuna Düsseldorf St. Jakob Stadium, Basel
1979-80   Valencia CF 0:0 (5:4 e.vítak.)   Arsenal Heysel Stadium, Brussel
1980-81   Dinamo Tbilisi 2:1   Carl Zeiss Jena Rheinstadion, Düsseldorf
1981-82   Barcelona (2) 2:1   Standard Liège Camp Nou, Barcelona
1982-83   Aberdeen 2:1 (e.framl.)   Real Madrid Nya Ullevi, Gautaborg
1983-84   Juventus 2:1   Porto St. Jakob Stadium, Basel
1984-85   Everton 3:1   Rapid Vín De Kuip, Rotterdam
1985-86   Dynamo Kíev (2) 3:0   Atlético Madrid Stade de Gerland, Lyon
1986-87   Ajax 1:0   Lokomotive Leipzig Spiros Louis Stadium, Aþenu
1987-88   KV Mechelen 1:0   Ajax Stade de la Meinau, Strasbourg
1988-89   Barcelona (3) 2:0   U.C. Sampdoria Wankdorf Stadium, Bern
1989-90   U.C. Sampdoria 2:0 (e.framl.)   RSC Anderlecht Nya Ullevi, Gautaborg
1990-91   Manchester United 2:1   Barcelona De Kuip, Rotterdam
1991-92   Werder Bremen 2:0   AS Monaco Ljósvangur, Lissabon
1992-93  ¼ Parma 3:1   Royal Antwerp Wembley, Lundúnum
1993-94   Arsenal 1:0   Parma Parken, Kaupmannahöfn
1994-95   Real Zaragoza 2:1 (e.framl.)   Arsenal Parc des Princes, París
1995-96   Paris Saint-Germain 1:0   Rapid Wien Stade Roi Baudouin, Brussel
1996-97   Barcelona (4) 1:0   Paris Saint-Germain De Kuip, Rotterdam
1997-98   Chelsea (2) 1:0   VfB Stuttgart Råsunda Stadium, Stokkhólmi
1998-99   S.S. Lazio 2:1   RCD Mallorca Villa Park, Birmingham