Francesc „Cesc“ Fabregas i Soler (fæddur 4. maí 1987) er spænskur fyrrum fótboltamaður sem spilaði m.a. fyrir Arsenal, Chelsea FC og F.C. Barcelona. Hann spilaði fyrir spænska landsliðið.

Cesc Fabregas

Ferill breyta

Hann fæddist í Vilassar de Mar, Barselóna, Katalóníu.[1] Hann byrjaði fótboltaferil sinn með CE Mataró, áður en hann var keyptur af FC Barcelona í uppeldistarf félagsins, 10 ára að aldri árið 1997.[2]. Hann gerði samning við Arsenal þann 11. september 2003.[3] Hann átti erfitt uppdráttar en vinskapur hans við Philippe Senderos hjálpaði honum að koma sér fyrir[4] Hann fór ekki beint inn í aðaliðið en leit upp til leikmanna eins og Patrik Vieira og Gilberto Silva.[4] Fyrsti leikur hans fyrir Arsenal var þann 23. október 2003, gegn Rotherham United.[5]

Heimildir breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.