Cesc Fabregas
Francesc „Cesc“ Fabregas i Soler (fæddur 4. maí 1987) er spænskur fótboltamaður sem spilar fyrir AS Monaco FC og spænska landsliðið en hann hefur áður spilað fyrir Arsenal, Chelsea FC, F.C. Barcelona.
LeikferillBreyta
Hann fæddist í Vilassar de Mar, Barselóna, Katalóníu.[1] Hann byrjaði fótboltaferill sinn með CE Mataró, áður en hann var keyptur af FC Barcelona í uppeldistarf félagsins, 10 ára að aldri árið 1997.[2]. Hann gerði samning við Arsenal þann 11. september 2003.[3] Hann átti erfitt uppdráttar en vinskapur hans við Philippe Senderos hjálpaði honum að koma sér fyrir[4] Hann fór ekki beint inn í aðaliðið en leit upp til leikmanna eins og Patrik Vieira og Gilberto Silva.[4] Fyrsti leikur hans fyrir Arsenal var þann 23. október 2003, gegn Rotherham United.[5]
HeimildirBreyta
- ↑ Francesc Fabregas profile Geymt 2007-10-12 í Wayback Machine, ESPNsoccerne
- ↑ Cuando todo era un sueño, ELPAÍS.com
- ↑ Cesc Fàbregas profile Geymt 2008-08-17 í Wayback Machine, Arsenal F.C
- ↑ 4,0 4,1 .Marcotti, Gabriele and Balague, Guillem, „From Barcelona to Barnet: how a rising star learnt his trade“ The Times
- ↑ Cesc Fabregas becomes Arsenal's youngest ever player, Arsenal F.C