Gheorghe Hagi (fæddur 5. febrúar 1965) er fyrsverandi Knattspyrnumaður frá Rúmeníu hann var á sínum tíma álitin einn af bestu leikmönnum heims og tókst að spila fyrir bæði Real Madrid og Barcelona. Enn hann er sennilega þekktastur fyrir afrek sín með Rúmenska landsliðinu

Gheorghe Hagi

Georghe Hagi þeytti frumraun sína árið 1982 í Farul Constanta í Rúmeníu. Einu ári síðar var hann seldur til Sportul Studentesc þar sem hann spilaði í þrjú ár, eftir það var hann seldur til Steau Bucharest. Hann sýndi þar mögnuð tilþrif og skoraði 85 mörk í 97 leikjum. Eftir það fór þessi spræki Rúmeni að vekja áhuga stóru liðana og að lokum var hann seldur til Real Madrid. þar lék hann tvö ár, enn olli vonbrigðum með einungis 15 mörk í 64 leikjum.

Real Madrid seldi hann að lokum til Brescia, þar sem hann skoraði á fyrstu leiktíð einungis 5 mörk í 31 leik. Annað ár hans hjá félaginu var hann kominn í b-liðið, þar á eftir var hann seldur til FC Barcelona. Hann skoraði þar 9 mörk í 21 leik á þeim 2 árum sem hann lék fyrir félagið. Georghe Hagi var þá seldur til Tyrsknesku risana í Galatasaray SK. Hann spilaði fyrir félagið í 5 ár og vann deildina fjórum sinnum með félaginu, árið 2000 tókst þeim að vinna Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir sigur gegn Arsenal FC eftir vítaspyrnukeppni. Hagi hefur spilað 703 leiki og skorað 308 mörk.