FC Barcelona

knattspyrnufélag í Barcelona á Spáni
(Endurbeint frá Barcelona FC)

FC Barcelona er knattspyrnufélag í Barselóna, Katalóníu, Spáni. Leikvangur FC Barcelona er Camp Nou, eða Nývangur uppá íslensku. Hann tekur rúma 99 þúsund manns sæti. FC Barcelona hefur sögulegt gildi, gagnvart héraðinu Katalónu og krafa er gerð til þess að katalóníska sé töluð af öllum leikmönnum liðsins. [1]

Futbol Club Barcelona
Fullt nafn Futbol Club Barcelona
Gælunafn/nöfn Barça eða Blaugrana
Stytt nafn FC Barcelona
Stofnað 29. nóvember 1899 (1899-11-29) (124 ára)
Leikvöllur Camp Nou (í endurnýjun til 2026), Estadi Olímpic Lluís Companys (bráðabirgðavöllur)
Stærð 54.300
Stjórnarformaður Joan Laporta
Knattspyrnustjóri Hansi Flick
Deild La Liga
2023/24 2. sæti
Heimabúningur
Útibúningur
Camp Nou stadion, sem tekur rúma 99.786 áhorfendur í sæti

Félagið hefur þá sérstöðu, að það er rekið á fjármagni stuðningsmanna liðsins. [2] Áður en félagið fékk merki UNICEF á búninga félagins, hafði það aldrei haft auglýsingar á búningum sínum. Samningurinn við UNICEF er líka nokkuð sérstakur, því UNICEF er borgað fyrir að hafa auglýsinguna á búningnum, en venjulega er hinn hátturinn hafður á. [3]

Leikmenn

breyta

Leikmannahópur

breyta

2023–24 1. september Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1   GK Marc-André ter Stegen
2   FW João Cancelo
3   DF Alejandro Balde
4   DF Ronald Araújo
5   DF Iñigo Martinez
6   MF Gavi
7   MF Ferran Torres
Nú. Staða Leikmaður
8   MF Pedri
9   FW Robert Lewandowski
11   FW Raphinha
13   GK Iñaki Peña
14   FW João Félix
15   DF Andreas Christensen
17   DF Marcos Alonso
Nú. Staða Leikmaður
15   DF Oriol Romeu
20   DF Sergi Roberto
21   MF Frenkie de Jong
22   MF İlkay Gündoğan
23   DF Jules Koundé
27   FW Lamine Yamal

Stofnun (1899–1922)

breyta

FC Barcelona var stofnað þann 22. október 1899, þegar Joan Gamper setti auglýsingu í bæjarblaðið Los Deportes um að stofna knattspyrnulið. 1902 vann Barcelona fyrsta bikar sinn, Copa Macaya fyrir að vera besta knattspyrnulið Katalóníu.[4]

Íþrótta tilkynning: Vinur okkar og kunningi Hans Gamper...fyrrum Svissneskur meistari, með áhuga á að skipulegja fótboltaleiki í borginni biður alla sem eru nægilega áhugasamir um íþróttina að mæta á skrifstofu blaðsins á þriðjudag eða fimmtudagskvöld klukkan 9 og 11 eftir hádegi.

— Auglýsing Gampers í Los Deportes.[4]

14. mars 1909 færði liðið sig í leikvanginn Camp de la Industria sem gat tekið við 8.000 manns. Á sama tímabili breytti félagið opinberu tungumáli sínu frá spænsku yfir á katalónsku og varð síðar mikilvægt tákn Katalóníu.[5]

Stjórnartímabil Rivera (1923–1957)

breyta

Þann 14. júní 1925 fór hreyfing sem var á móti stjórn Primo de Rivera konungsfjölskyldunnar og söng þjóðsöng Spánverja á leikvangi Barcelona. Hreyfingunni var refsað með því að loka leikvanginum og eigandi félagsins var þvingaður til að segja af sér.[6] 3. Júlí 1927 keppti félagið gegn Spænska landsliðinu. Leikurinn hófst eftir að boltanum hafði verið sleppt úr flugvél.[7]

Spænska borgarastyrjöldin hófst árið 1936 og leikmenn frá Barcelona og Athletic Bilbao börðust gegn uppgangi hersins. [8] 6. ágúst myrtu hermenn forseta félagsins, Josep Sunyol sem var jafnframt talsmaður sjálfstæðisflokks borgarinnar. Hans er minnst sem píslarvotts og atvikið skiptir miklu í sögu FC Barcelona og sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.[9]

16. mars 1938 varð Barselóna fyrir loftárásum frá ítalska hernum í uppgangi fasismans í álfunni. Félaginu var skipað að breyta nafni sínu í Club de Fútbol Barcelona og að fjarlægja fána Katalóníu úr merki sínu.[10] 1952 vann félagið fimm mismunandi bikara; spænsku úrvalsdeildina, deildarbikarinn, Latin Cup, Copa Eva Durante og Copa Martini Rossi.

Club de Fútbol Barcelona (1957-1978)

breyta

Velgengninni frá 1952 var fylgt eftir árið 1959 þegar liðið vann tvennu og árið 1961 varð það fyrsta félagið til að sigra Real Madrid í Evrópukeppninni.[11] Þegar að valdatímabili Franco lauk árið 1974 skipti félagið aftur yfir í sitt gamla nafn.[12]

Stöðugleikaárin (1978-2000)

breyta

Frá 1978 hefur forseti Barselóna verið valinn af meðlimum félagsins og þessi ákvörðun er tengd lýðræðisvæðingu Spánar árið 1974 eftir einræði Franco. Ári síðar, 20. október 1979, var uppeldistarf félagsins eflt á sveitasetrinu La Masia.[13] La Masia var fyrir þennan tíma höfuðstöðvar félagsins. Josep Lluís Núñez var forseti félagsins í 22 ár. Hann leyfði leikmönnum eins og Diego Maradona, Romário og Ronaldo að yfirgefa félagið í stað þess að fara að kröfum þeirra. Núñez var ásakaður um einræðistilburði og kom til mótmæla gegn honum.

Árið 1988 setti Johan Cruyff saman hið svokallaða draumalið félagsins. Í liðinu voru Pep Guardiola, José Mari Bakero, Txiki Begiristain, Ronald Koeman, Michael Laudrup, Romario og Hristo Stoichkov.[14] Barselóna vann úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð með þessu liði frá 1991 til 1994.[15] En frá 1960 til 1990 hafði liðið einungis unnið tvo La Liga titla.

2000-2012 Tíð þjálfaraskipti og árangur Guardiola

breyta

Í byrjun nýrrar aldar gekk liðinu ekki nægilega vel og oft var skipt um þjálfara. Brasilíski Ronaldinho hleypti lífi í liðið ásamt öðrum alþjóðlegum leikmönnum eins og Deco, Henrik Larsson, Samuel Eto'o, Rafael Márquez og Edgar Davids. Heimamenn eins og Carles Puyol, Andrés Iniesta, Xavi og Víctor Valdés voru einnig stór þáttur í upprisu liðsins. Liðið vann La Liga og Supercopa de España tímabilin 2004–05 og 2005–06 þegar Frank Rijkaard var stjórinn. Næstu tímabil gengu ekki svo vel og var Rijkaard látinn taka pokann sinn. Ný stjarna var farin að láta að sér kveða; Lionel Messi.

Pep Guardiola fyrrum leikmaður félagsins var þjálfari liðsins frá 2008–2012. Spil með tíðar sendingar, þ.e. tiki-taka-bolti var áberandi með Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi í aðalhlutverki. Thierry Henry og Eiður Smári Guðjohnsen (2006-2009) voru meðal sóknarmanna. Varnarjaxlinn Gerard Piqué hóf ferill sinn með liðinu 2008 og var hryggjarstykkið í vörninni í 14 ár.

Barcelona vann 2008–09 tímabilið í La Liga og burstaði meðal annars Real Madrid 2-6 og 5-0 árið eftir. Guardiola vann einnig næstu tvö tímabil á Spáni og einnig ýmsa bikartitla. Messi, Iniesta og Xavi voru í efstu þremur sætunum fyrir gullknöttinn 2010. Árið 2011 vann Barcelona Manchester United í Champions League 3–1 á Wembley. Guardiola vann 14 bikara á tíma sínum með klúbbnum.

2012-2021 Messi lætur að sér kveða

breyta

Tímabilið 2012-13 skoraði Messi 46 mörk í La Liga og Barcelona voru krýndir meistarar í 22. sinn þegar 4 umferðir voru eftir. En það tapaði í tveimur undanúrslitum stórkeppna; Copa del Rey (fyrir Real) og Meistaradeildarinnar (fyrir Bayern).

Árið 2014 kom Luis Suárez frá Liverpool FC. Við það myndaðist skætt sóknartríó: Messi, Suárez og hinn brasilíski Neymar, kallað MSN. 2014-2015 vann Barcelona þrefalt: La Liga, Copa del Rey og Champions League, MSN-tríóið skoraði alls 122 mörk í öllum keppnum sem var met.

Í apríl 2016 sló Barcelona met þegar það fór í gegnum 39 leiki ótapaða. En að lokum tapaði liðið fyrir Real Madrid. Liðið sló það 2018 þegar það tapaði ekki í 43 leikjum. MSN slógu líka eigið met og skoruðu 131 mark í öllum keppnum 2015-2016. Í Meistaradeildinni 2016–17 átti Barcelona allsvakalega endurkomu þegar liðið, sem hafði tapað 4-0 gegn Paris Saint-Germain, vann það 6–1 (alls 6–5).

Barcelona vann sinn 26. titil á Spáni 2018-2019. En í meistaradeildinni tapaði liðið fyrir Liverpool sem átti 4-0 endurkomu á Anfield en Barcelona vann 3-0 í fyrri leiknum. Árið eftir var liðið niðurlægt 2–8 af Bayern München í sömu keppni.

Josep Maria Bartomeu, forseti félagsins sagði af sér haustið 2020 en hann hafði m.a. eldað grátt silfur við Messi sem íhugaði að rifta samning sínum við félagið. Frestun tímabils var vegna Covid-19 og var sá skilningur Bartomeu að samningur Messi lengdist en Messi taldi hann hafa runnið út eftir sumarið. Svo fór að Messi hélt kyrru en hann vildi ekki fara í málaferli við félagið.

Ronald Koeman fyrrum leikmaður félagsins, tók við félaginu 2020. Hann vann sinn fyrsta titil, Copa del Rey vorið 2021, þegar Barcelona vann Atletico Bilbao 4-0. Messi var með tvennu í leiknum.

Fjárhagslegt hrun og enduruppbygging frá 2021

breyta

Svo fór loks að Barcelona tókst ekki að halda í Messi vegna slaks fjárhags félagsins og reglna La Liga, síðsumars 2021. Félagið þurfti einnig að lána Antoine Griezmann til Atletico Madrid. Leikmenn eins og Gerard Piqué tóku á sig launalækkun. Skuldir félagsins voru orðnar 1,35 milljón evrur staðfesti forseti þess Joan Laporta. Hann gagnrýndi fyrrum forseta félagsins Josep Bartomeu fyrir ósannindi og skort á gagnsæi. [16]

Nýir leikmenn voru komnir eins og Memphis Depay og Sergio Agüero. Koeman var rekinn um haustið 2021 eftir slakt gengi liðsins. Við tók Xavi, fyrrum leikmaður liðsins (1998-2015). Í byrjun árs var ljóst að Agüero gat ekki haldið áfram vegna hjartavandamála og lagði hann skóna á hilluna. Liðið sótti þá sóknarmennina Ferran Torres, Adama Traoré og Pierre-Emerick Aubameyang. Barcelona náði 2. sæti tímabilið 2021-2022 í deildinni þrátt fyrir að vera með lægsta stigafjölda sinn í deildinni síðan 2008.[17]

Fyrir tímabilið 2022-2023 styrkti Barcelona svo enn sóknarlínuna með kaupum á Raphinha frá Leeds United og pólska markahróknum Robert Lewandowski. Barcelona vann deildina og varð Lewandowski markakóngur. Ungar stjörnur eins og Gavi og Pedri fóru mikinn á miðjunni í leik liðsins.

Sumarið 2024 var Xavi sagt upp og Þjóðverjinn Hansi Flick tók við.

Titlar

breyta

Innanlands

breyta
  • La Liga: (27)
    • 1929, 1945, 1948, 1949, 1952, 1953, 1959, 1960, 1974, 1985, 1991, 1992, 1993, 1994, 1998, 1999, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2018, 2019, 2023
  • Copa del Rey: (31)
    • 1910, 1912, 1913, 1920, 1922, 1925, 1926, 1928, 1942, 1951, 1952, 1953, 1957, 1959, 1963, 1968, 1971, 1978, 1981, 1983, 1988, 1990, 1997, 1998, 2009, 2012, 2015, 2016, 2017, 2018, 2021
  • Spænski ofurbikarinn: (14)
    • 1983, 1991, 1992, 1994, 1996, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2016, 2018, 2023
  • Spænski deildabikarinn: (2)
    • 1982, 1986

Alþjóðlegir titlar

breyta
  • Meistarar meistaranna: (4)
    • 1979, 1982, 1989, 1997
  • HM félagsliða: (3)
    • 2009, 2011, 2015

Forsetar

breyta
  • Walter Wild (1899–1901)
  • Bartomeu Terradas (1901–1902)
  • Paul Hass (1902–1903)
  • Arthur Witty (1903–1905)
  • Josep Soler (1905–1906)
  • Juli Marial (1906–1908)
  • Vicenç Reig (1908)
  • Hans Gamper (1908–1909)
  • Otto Gmelin (1909–1910)
  • Hans Gamper (1910–1913)
  • Francesc Moxo (1913–1914)
  • Alvar Presta (1914)
  • Joaquim Peris de Vargas (1914–1915)
  • Rafael Llopart (1915–1916)
  • Gaspar Rosés (1916–1917)
  • Hans Gamper (1917–1919)
  • Ricard Graells (1919–1920)
  • Gaspar Rosés (1920–1921)
  • Hans Gamper (1921–1923)
  • Eric Cardona (1923–1924)
  • Hans Gamper (1924–1925)
  • Arcadi Balaguer (1925–1929)
  • Tomás Rosés (1929–1930)
  • Gaspar Rosés (1930–1931)
  • Antoni Oliver (1931)
  • Joan Coma (1931–1934)
  • Esteve Sala (1934–1935)
  • Josep Sunyol (1935–1936)
  • Komité (1936–1939)
  • Joan Soler (1939–1940)
  • Enrique Piñeyro Queralt (1940–1942)
  • Josep Vidal-Ribas (1942)
  • Enrique Piñeyro Queralt (1942–1943)
  • Josep Antoni Albert (1943)
  • Josep Vendrell (1943–1946)
  • Agustí Montal Galobart (1946–1952)
  • Enric Martí Carreto (1952–1953)
  • Francesc Miró-Sans (1953–1961)
  • Enric Llaudet (1961–1968)
  • Narcís de Carreras (1968–1969)
  • Agustí Montal Costa (1969–1977)
  • Josep Lluís Núñez (1978–2000)
  • Joan Gaspart (2000–2003)
  • Enric Reyna (2003)
  • Joan Laporta (2003–2010)
  • Sandro Rosell (2010-2014)
  • Josep Maria Bartomeu (2014-2020)
  • Joan Laporta (2021-)

Tölfræði

breyta

Uppfært 6/6 2023

Markahæstu menn

breyta
Sæti Leikmadur Mörk Ár
1.  Lionel Messi 672 2004-2021
2.  César Rodríguez 232 1942-1955
3.  Luis Suárez 198 2014-2020
4.  László Kubala 194 1950-1961
5.  Josep Samitier 184 1919-1032
6.  Josep Escolà 167 1934-1949
7.  Paulino Alcántara 143 1912-1927
8.  Samuel Eto'o 130 2004-2009
9.  Rivaldo 130 1997-2002
10.  Mariano Martín 128 1940-1948

Flestir leikir

breyta
Sæti Leikmadur Staða Leikir Ár
1.  Lionel Messi FW 778 2004-2021
2.  Xavi MF 767 1998-2015
3.  Sergio Busquets MF 722 2008-2023
4.  Andrés Iniesta MF 674 2002-2018
5.  Gerard Piqué DF 616 2008-2022
6.  Carles Puyol DF 593 1999-2014
7.  Migueli DF 549 1973-1989
8.  Víctor Valdés GK 535 2002-2014
9.  Jordi Alba DF 459 2012-2023
10.  Carles Rexach MF 449 1965-1981

Þekktir leikmenn

breyta
Landslið Leikmaður Ár
  Gerard Piqué 2008-2022
  Lionel Messi 2004-2021
  Diego Maradona 1982-1984
  Xavi 1998-2015
  Andrés Iniesta 2002-2018
  Carles Puyol 1999-2014
  Víctor Valdés 2002-2014
  Neymar 2013-2017
  Ronaldinho 2003-2008
  Ronaldo 1996-1997
  Rivaldo 1997-2000
  Romário 1993-1995
  Luis Suárez 2014-2020
  Deco 2004-2008
  Luis Figo 1995-2000
  Samuel Eto'o 2004-2009
  Johan Cruyff 1973-1978
  Ronald Koeman 1989-1995
  Ivan Rakitic 2014-2020
  Michael Laudrup 1989-1994
  Yaya Toure 2007-2010
  Hristo Stoichkov 1990-1998
  László Kubala 1951-1961
  Gheorghe Hagi 1994-1996
  Bernd Schuster 1980-1988
  Gary Lineker 1986-1989

Uppeldisstarf La Masia

breyta
 
La Masia, er dæmigert katalónskt bóndabýli, og hefur sinnt hlutverki fyrir uppeldisstarf akademíunar..
 
Andrés Iniesta, er einn af mörgum leikmönnum sem koma úr uppeldisstarfi FC Barcelona, hann lék sinn fyrsta leik með félaginu árið 2003 og var einn af mikilvægustu leikmönnum FC Barcelona og spænska landsliðsins.
 
Cesc Fàbregas í leik með FC Barcelona 15 ágúst árið 2011.

FC Barcelona hefur lagt mikla áherslu á uppeldisstarf sitt í La Masia, þar hafa margir af bestu leikmönnum heims tekið sín fyrstu skref síðan það hófst árið 1979,[18] í spænska landsliðinu sem vann HM 2018 voru 9 leikmanna liðsins aldir upp í akademíu La Masia.

Landsliðsmenn sem ólust upp í La Masia:

Nafn Landsleikir (mörk) Landslið
Lionel Andrés Messi 142 (71)   Argentína
Xavier Hernández i Creus 133 (13)   Spánn
Andrés Iniesta Luján 131 (14)   Spánn
Sergio Busquets i Burgos 121 (2)   Spánn
Francesc Fàbregas i Soler 110 (15)   Spánn
Giovani dos Santos Ramírez 106 (19)   Mexíkó
Gerard Piqué i Bernabeu 102 (5)   Spánn
Carles Puyol i Saforcada 100 (3)   Spánn
Jordi Alba i Ramos 71 (8)   Spánn
Pedro Rodríguez Ledesma 65 (17)   Spánn
Sergi Barjuan i Esclusa 56 (1)   Spánn
Josep Guardiola i Sala 47   Spánn
Jonathan dos Santos Ramírez 45 (3)   Mexíkó
Thiago Alcántara do Nascimento 40 (2)   Spánn
Guillermo Amor Martínez 37 (4)   Spánn
José Manuel Reina Páez 36   Spánn
Albert Ferrer i Llopis 36   Spánn
Francisco José Carrasco Hidalgo 35 (5)   Spánn
Thiago Motta 30 (1)   Ítalía
Víctor Valdés i Arribas 20   Spánn
Ramon Maria Calderé i Rey 18 (7)   Spánn
Luis Javier García Sanz 18 (4)   Spánn
Albert Luque i Martos 18 (2)   Spánn
Carles Rexach i Cerdà 15 (2)   Spánn
Marc Bartra i Aregall 14   Spánn
Sergi Roberto Carnicer 10 (1)   Spánn
Johan Jordi Cruijff 9 (1)   Holland
Gerard López Segú 6 (2)   Spánn
Cristóbal Parralo Aguilera 6   Spánn
Javier Moreno Varela 5 (1)   Spánn
Iván de la Peña López 5   Spánn
Ansu Fati 4 (1)   Spánn
Jeffrén Isaac Suárez Bermúdez 4   Venesúela
Albert Celades i López 4   Spánn
Gabriel Garcia de la Torre 3   Spánn
Francisco Joaquín Pérez Rufete 3   Spánn
Luis Milla Aspas 3   Spánn
Rafael Alcântara do Nascimento 2   Brasilía
Sergio García de la Fuente 2   Spánn
Fernando Navarro Corbacho 2   Spánn
Bojan Krkić i Pérez 1   Spánn
Gai Yigaal Assulin 1   Ísrael
Haruna Babangida 1   Nígería

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „- "Catalunya is a nation and FC Barcelona its army." Sir Bobby Robson“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2010. Sótt 19. október 2010.
  2. Unthinkable? Supporter-owned football clubs
  3. Manchester United og FC Barcelona styrkja UNICEF[óvirkur tengill]
  4. 4,0 4,1 Ball, Phil p. 89.
  5. List of cup finals
  6. Burns, Jimmy. pp. 111–112.
  7. History part II Geymt 30 maí 2012 í Archive.today FC Barcelona
  8. Ball, Phil. pp. 116–117.
  9. Raguer, Hilari. pp. 232–233.
  10. Karel Stokkermans. „European Champions' Cup“. Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation (RSSSF).
  11. European Champions Cup
  12. The crest Geymt 30 maí 2012 í Archive.today FC Barcelona
  13. "La Masia, como un laboratorio" (spænska)
  14. Ball, Phil. pp. 106–107.
  15. Hounours FC Barcelona
  16. 'The financial and economic situation is dramatic and very worrying' fcbarcelona.com, sótt 1. sept. 2021
  17. BBC News - Barcelona 0-2 Villarreal: Barca end on lowest La Liga points haul since 2008BBC, sótt 23. maí 2022
  18. "La Masia history". Geymt 28 maí 2015 í Wayback Machine fcbarcelona.com. Sótt 19. júlí 2015. (enska)