Kristín Á. Ólafsdóttir

Íslensk leik- og söngkona

Kristín Ágústa Ólafsdóttir, (f. 3. janúar 1949) er íslensk leik- og söngkona og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík og kennari. Kristín á tvö börn Hrannar Björn Arnarsson og Melkorku Óskarsdóttur, eiginmaður hennar er Óskars Guðmundsson rithöfundur.

Æviágrip

breyta

Kristín er er fædd og uppalin í Reykjavík Hún flutti um tíma til Akureyrar og bjó þar í fimm ár á áttunda áratugnum og svo í Kaupmannahöfn í tvö ár þar sem hún bætti við menntun sína[1]

Kristín var þekkt þjóðlaga- og vísnasöngkona og söng inn á sex hljómplötur. Kristín var umsjónarmaður Stundarinnar okkar og þulur og þáttagerðarmaður hjá RÚV, hún kenndi leiklist og leikræna tjáningu í áratugi og var um skeið leikstjóri hjá MA. Hún var framkvæmdastjóri vikublaðsins Norðurlands, dreifingarstjóri Þjóðviljans og leikari hjá LR, Alþýðuleikhúsinu og LA. Kristín gegndi trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið, var m.a. varaformaður, bæjarfulltrúi og borgarfulltrúi. Hún var einn af stofnendum Nýs vettvangs í Reykjavík 1990 og borgarfulltrúi þess til 1994. Kristín starfaði síðast sem aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ.

Menntun og starfsferill

breyta

Kristín útskrifaðist frá Kvennaskólanum 1966, Leiklistarskóla LR 1969, lærði söng hjá Göggu Lund 1968-1972 og nam leikhúsfræði og leikræna tjáningu við Kaupmannahafnarháskóla 1979- 1981. Kristín lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræði í ársbyrjun 2007. Rannsóknarritgerð hennar nefnist Þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum.

Kristín var ritari hjá Orkustofnun 1966-1970. Kynnir og umsjónarmaður Stundarinnar okkar hjá RÚV-Sjónvarpi 1969-1972. Starfsmaður auglýsingadeildar og þulur hjá RÚV 1971-1974. Kennari við Barnaskóla Akureyrar 1974-1975. Leiklistarkennari og leikstjóri hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri 1974-1979. Framkvæmdastjóri vikublaðsins Norðurlands 1976-1979. Dreifingarstjóri Þjóðviljans 1982-1984. Kennari í leikrænni tjáningu við MHÍ 1982-1985 og Þroskaþjálfaskóla Íslands (nú Kennaraháskóla Íslands) frá 1982. Stundakennari við Háskóla Íslands frá 1995, fastráðin 1998 sem aðjúnkt þar til 2017[2]. Leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, með hléum, 1970-1978. Þáttagerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi af og til. Þjóðlaga- og vísnasöngur um árabil, hefur m.a. sungið inn á 7 hljómplötur.

Stjórnmál

breyta

Kristín fór að hafa afskipti af stjórnmálum á áttunda áratugnum, hún var róttæk og tók virkan þátt í Kvennabaráttunni innan vinstri flokkanna. Hún varð formaður Alþýðubandalagsfélags Akureyrar 1977-1979 og tók þátt í bæjarpólitíkinni þar. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri 1978-1979 og sat þar meðal annars í Vatnsveitunefnd.[3]. Í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1983-1989. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1985-1987 og kom að því að Kvennahreyfing Alþýðubandalagsins var stofnuð. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1986-1990. Kristín hvatti til að stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur mundu bjóða fram saman[4], hún var einn af stofnendum framboðsins Nýs vettvangs í Reykjavík 1990 og borgarfulltrúi þess frá sama tíma til 1994. Stjórnarformaður Borgarspítalans – Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998.

Leiklist

breyta

Leikari hjá LR, Alþýðuleikhúsinu og LA, með hléum, 1970-1978. Kristín tók þátt í að stofna Alþýðuleikhúsið á Akureyri 4. júlí 1975, og lék með því fyrstu árin.

Kristín lék í eftirfarandi sýningum
ár Heiti leikrits Leikfélag Höfundur
1968 Þegar amma var ung[5] Leikfélag Reykjavíkur ýmsir
1970 Poppleikurinn Óli Litla Leikfélagið Samið og frumflutt af Litla Leikfélaginu, tónlistin samin af Óðmönnum[6]
1970 Þið munið hann Jörund Leikfélag Reykjavíkur Aðeins nokkrar sýningar - Jónas Árnason
1971 Plógur og stjörnur[7] Leikfélag Reykjavíkur Sean O´Casey
1973 Loki þó[8] Leikfélag Reykjavíkur Böðvar Guðmundsson
1972 Súperstar - Jesús guð dýrlingur[9] Leikfélag Reykjavíkur Andrew Loyd Weber og Tim Rice
1974 Ertu nú ánægð kerling[10] Leikfélag Akureyrar ýmsir
1974 Litli Kláus og Stóri Kláus[11] Leikfélag Akureyrar H.C Andersen
1976 Krummagull[12] Alþýðuleikhúsið Böðvar Guðmundsson
1976 Skollaleikur[13] Alþýðuleikhúsið Böðvar Guðmundsson
1978 Hunangsilmur[14] Leikfélag Akureyrar[15] Shelagh Delaney
1985 Ferjuþulur[16] Alþýðuleikhúsið Valgarð Egilsson
Kristín leikstýrði eftirfarandi sýningum
ár Heiti leikrits leikfélag höfundur
1975 Atómstöðin[17] Leikfélag MA Halldór Laxness
1979 Grísir gjalda gömul svín valda[18] Leikfélag MA Böðvar Guðmundsson

Tónlist

breyta

Kristín söng á ferli sínum inná sjö hljómplötur. Þrjár smáskífur árin 1968 til 1971 og fjórar breiðskífur árin 1971 til 1985. Öll útgefin lög Kristínar má nálgast á Spotify og öðrum helstu efnisveitum hljómlistar. Auk hljómplatnanna hefur söngur Kristínar margsinnis verið hljóðritaður við ýmis tækifæri.

Breiðskífur

 • 1971 - Kristín og Helgi - Á suðrænni strönd
 • 1975 - Áfram stelpur
 • 1978 - Íslensk þjóðlög
 • 1985 - Á morgun

Smáskífur

 • 1968 - Tennurnar mínar, Dýramál
 • 1970 - Komu engin skip í dag og fl.
 • 1971 - Ég einskis barn er og fl.

Auk þessa hefur tónlist Kristínar birst á fjölda platna og auk þess hefur hún komið fram við fjölda tilfella[19]. Hún syngur nú með Reykholtskórnum, sem er kirkjukór í Borgarfirði.

Tilvísanir

breyta
 1. Guðrún Helga Sigurðardóttir (apríl 2015). „Söngkonan sem flutti í sveitina“. Lifðu núna. Sótt apríl 2021.
 2. Kristín Ágústa Ólafsdóttir
 3. Fríða Rós Valdimarsdóttir (2008). „Viðtal við Kristínu Ágústu Ólafsdóttur“. Miðstöð munnlegrar sögu. Sótt apríl 2021.
 4. „Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags: Hvetur til sameiginlegs framboðs“.
 5. Þegar amma var ung - revíusýning Leikfélagsins. Morgunblaðið
 6. Leikfélag MH sýnir Poppleikinn Óla. Morgunblaðið.
 7. Leikfélag Reykjavíkur: Plógur og stjörnur. Morgunblaðið
 8. Böðvar Guðmundsson - Loki þó Geymt 20 janúar 2021 í Wayback Machine
 9. Superstar - frumsýning í Austurbæjarbíói á þriðjudagskvöld. Tíminn.
 10. Ertu nú ánægð kerling. Tíminn.
 11. Litli Kláus og Stóri Kláus. Íslendingur.
 12. Krummagull í sjónvarpi - Sannaði tilverurétt litlu leikhúsanna. Alþýðublaðið.
 13. Afhverju ekki séra Jón?. Dagblaðið.
 14. Atvinnuleikhús í uppgangi. Morgunblaðið.
 15. Hunangsilmur. Norðurland.
 16. Prófa þessa gömlu tónlist málsins. Helgarpósturinn.
 17. Laxness í leikgerð. Ritmennt.
 18. Grísir gjalda gömul svín valda. Þjóðviljinn.
 19. martaf@frettabladid.is. „Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga“. Sótt apríl 2021.

Tenglar

breyta


   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og dægurmenningu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.