Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1998

Sveitarstjórnarkosningar árið 1998 voru haldnar 23. maí 1998.

Reykjavík

breyta

Reykjavíkurlistinn hélt meirihluta sínum, hlaut 8 borgarfulltúa og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 7. Í framboði: Sjálfstæðisflokkurinn, Reykjavíkurlistinn, Húmanistar (áður Flokkur Mannsins) og Launalistinn.

Sameiningar sveitarfélaga

breyta
  • Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu 4 sveitarfélaga: Selfossbæjar, Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps
  • Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavíkurborg.
  • Borgarbyggð varð til við sameiningu Álftaneshrepps, Borgarbyggðar, Borgarhrepps og Þverárhlíðarhrepps.
  • Borgarfjarðarsveit varð til við sameiningu Andakílshrepps, Hálsahrepps, Lundarreykjardalshrepps og Reykholtsdalshrepps.
  • Sveitarfélagið Skagafjörður varð til með sameiningu ellefu hreppa: Skefilsstaðahrepps, Sauðárkrókskaupstaðar, Skarðshrepps, Staðarhrepps, Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Rípurhrepps, Viðvíkurhrepps, Hólahrepps, Hofshrepps og Fljótahrepps.

Tengill

breyta

Kosningasaga 1998